Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 0-1 | Stjarnan fagnaði góðum sigri í Eyjum Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 24. júní 2020 20:25 Stjarnan fagnar marki fyrr á leiktíðinni. vísir/hag Stjarnan gerði góða ferð til Eyja og vann góðan 1-0 sigur á ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta í kvöld. Tíðindalítill leikur og voru lokatölur 0-1 fyrir Stjörnunni. Fyrri hálfleikur var nokkuð rólegur hjá báðum liðum. Bæði lið komust í fín færi en vantaði herslumuninn á að klára þau. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri. Ágætisfæri sem voru illa nýtt. Það dró til tíðinda á 84. mínútu leiksins þegar að María Sól Jakobsdóttir kom Stjörnunni yfir og tryggði þeim eins marks sigur. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan náði að nýta eitt af nokkuð mörgum færum í leiknum og koma sér yfir. Varnarleikurinn hjá þeim var fínn ásamt sóknarleiknum. Hverjar stóðu upp úr? Hjá ÍBV var það Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving sem stóð sig vel í markinu þrátt fyrir að hafa fengið á sig eitt mark. Hún náði að verjast sókn Stjörnunnar vel og tók til að mynda tvöfalda vörslu í seinni hálfleik. Hjá Stjörnunni var það Jasmín Erla Ingadóttir, hún átti mjög góðan leik og var allt í öllu. Einnig var María Sól Jakobsdóttir sem kom inn á í seinni hálfleik og tryggði Stjörnunni sigur. Hvað gekk illa? Bæði lið áttu gríðarlega erfitt uppdráttar í þessum leik. Illa var farið með annars ágæt færi og var eins og um tíma hafi bara verið eitt lið á vellinum, liðin skiptust á að senda á andstæðinginn. Hvað gerist næst? ÍBV fá Val í heimsókn þriðjudaginn 30. júní kl 18:00. Stjarnan tekur á móti Selfossi miðvikudaginn 1. júlí kl 19:15 María Sól Jakobsdóttir: Ég er mest sátt með liðið okkar. „Geggjað að vinna. Loksins komin með 6 stig.” sagði María Sól Jakobsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigur á ÍBV í dag. Eins og fram hefur komið var leikurinn fremur tíðindarlítill fyrstu 84. mínúturnar. Þá tókst Maríu Sól Jakobsdóttur að skora fyrsta og eina mark leiksins og tryggja Stjörnunni sigur. „Ég er ótrúlega sátt, en ég er mest sátt með liðið okkar. Við stóðum okkur mjög vel”. „Við ætlum klárlega að halda þessu áfram. Við tökum bara einn leik í einu og förum svo að fókusa á næsta leik”. Sagði María Sól, sátt að lokum. Næsti leikur Stjörnunnar er á móti Selfossi miðvikudaginn 1. júlí. Andri Ólafsson: Þetta er ótrúlega súrt „Ég er svekktur með frammistöðuna hjá okkur. Við byrjum ágætlega fyrstu mínúturnar, en svo taka þær yfir leikinn. Við komumst aðeins inn í þetta aftur í lok fyrri hálfleiks, eigum ágætis rispu. Það gerist lítið í seinni hálfleik, þær skapa færin og skora.” Sagði Andri Ólafsson þjálfari ÍBV, svekktur eftir eins marks tap á móti Stjörnunni á Hásteinsvelli í dag. ÍBV hefur nú tapað síðustu tveimur leikjum sínum, á móti Stjörnunni og Þór/KA. „Nú erum við búin að spila í 180 mínútur án þess að komast nálægt því að skora. Ég er mjög svekktur. Það vantar áræðni í okkur, örlítið meiri gæði í sendingar og annað.” „Stór ástæða í bili er það að við tölum lítið saman, það eru erfið samskipti eins og er sem við þurfum að vinna í og bæta okkur”. „Við þurfum að ná í stigin og getum gert það á móti Val en þetta er ótrúlega súrt”. Sagði Andri Ólafsson að lokum. ÍBV tekur á móti Val á Hásteinsvelli 30. júní kl 18:00. Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Stjarnan
Stjarnan gerði góða ferð til Eyja og vann góðan 1-0 sigur á ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta í kvöld. Tíðindalítill leikur og voru lokatölur 0-1 fyrir Stjörnunni. Fyrri hálfleikur var nokkuð rólegur hjá báðum liðum. Bæði lið komust í fín færi en vantaði herslumuninn á að klára þau. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri. Ágætisfæri sem voru illa nýtt. Það dró til tíðinda á 84. mínútu leiksins þegar að María Sól Jakobsdóttir kom Stjörnunni yfir og tryggði þeim eins marks sigur. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan náði að nýta eitt af nokkuð mörgum færum í leiknum og koma sér yfir. Varnarleikurinn hjá þeim var fínn ásamt sóknarleiknum. Hverjar stóðu upp úr? Hjá ÍBV var það Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving sem stóð sig vel í markinu þrátt fyrir að hafa fengið á sig eitt mark. Hún náði að verjast sókn Stjörnunnar vel og tók til að mynda tvöfalda vörslu í seinni hálfleik. Hjá Stjörnunni var það Jasmín Erla Ingadóttir, hún átti mjög góðan leik og var allt í öllu. Einnig var María Sól Jakobsdóttir sem kom inn á í seinni hálfleik og tryggði Stjörnunni sigur. Hvað gekk illa? Bæði lið áttu gríðarlega erfitt uppdráttar í þessum leik. Illa var farið með annars ágæt færi og var eins og um tíma hafi bara verið eitt lið á vellinum, liðin skiptust á að senda á andstæðinginn. Hvað gerist næst? ÍBV fá Val í heimsókn þriðjudaginn 30. júní kl 18:00. Stjarnan tekur á móti Selfossi miðvikudaginn 1. júlí kl 19:15 María Sól Jakobsdóttir: Ég er mest sátt með liðið okkar. „Geggjað að vinna. Loksins komin með 6 stig.” sagði María Sól Jakobsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigur á ÍBV í dag. Eins og fram hefur komið var leikurinn fremur tíðindarlítill fyrstu 84. mínúturnar. Þá tókst Maríu Sól Jakobsdóttur að skora fyrsta og eina mark leiksins og tryggja Stjörnunni sigur. „Ég er ótrúlega sátt, en ég er mest sátt með liðið okkar. Við stóðum okkur mjög vel”. „Við ætlum klárlega að halda þessu áfram. Við tökum bara einn leik í einu og förum svo að fókusa á næsta leik”. Sagði María Sól, sátt að lokum. Næsti leikur Stjörnunnar er á móti Selfossi miðvikudaginn 1. júlí. Andri Ólafsson: Þetta er ótrúlega súrt „Ég er svekktur með frammistöðuna hjá okkur. Við byrjum ágætlega fyrstu mínúturnar, en svo taka þær yfir leikinn. Við komumst aðeins inn í þetta aftur í lok fyrri hálfleiks, eigum ágætis rispu. Það gerist lítið í seinni hálfleik, þær skapa færin og skora.” Sagði Andri Ólafsson þjálfari ÍBV, svekktur eftir eins marks tap á móti Stjörnunni á Hásteinsvelli í dag. ÍBV hefur nú tapað síðustu tveimur leikjum sínum, á móti Stjörnunni og Þór/KA. „Nú erum við búin að spila í 180 mínútur án þess að komast nálægt því að skora. Ég er mjög svekktur. Það vantar áræðni í okkur, örlítið meiri gæði í sendingar og annað.” „Stór ástæða í bili er það að við tölum lítið saman, það eru erfið samskipti eins og er sem við þurfum að vinna í og bæta okkur”. „Við þurfum að ná í stigin og getum gert það á móti Val en þetta er ótrúlega súrt”. Sagði Andri Ólafsson að lokum. ÍBV tekur á móti Val á Hásteinsvelli 30. júní kl 18:00.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti