Twitter takmarkar aðgang að tísti forsetans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2020 23:31 Donald Trump tístir mikið. Hann hefur í heildina tíst oftar en 53 þúsund sinnum. Rafael Henrique/Getty Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag. Tístið telst brjóta í bága við notendaskilmála Twitter um ofbeldisfulla hegðun. Orðrétt tístir forsetinn: „Það verður aldrei „sjálfstjórnarsvæði“ í Washinton D.C. meðan ég er forsetinn ykkar. Ef þau reyna verður þeim mætt með alvarlegu valdi.“ There will never be an “Autonomous Zone” in Washington, D.C., as long as I’m your President. If they try they will be met with serious force!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 23, 2020 Þrátt fyrir að brjóta í bága við skilmála Twitter leyfði samfélagsmiðlarisinn tístinu að standa áfram. Ástæða þess er að Twitter metur málið sem svo að það geti varðað almannahagsmuni að færsla forsetans sé aðgengileg almenningi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Twitter hefur sett fyrirvara við tíst forsetans eða falið þau. Í lok maí tísti Trump samsæriskenningu um að kjörseðlar sem sendir eru heim til fólks (e. mail-in ballots) leiði til kosningasvika. Færði forsetinn engar sönnur fyrir þeirri kenningu sinni. Twitter brást við þessu með því að setja fyrirvara á tíst forsetans og vísaði á hlekk sem leiddi á vefslóð þar sem hægt var að fá nánari upplýsingar um umrædda kjörseðla. Nokkrum dögum síðar tísti forsetinn um óeirðirnar sem ríkt hafa í Bandaríkjunum upp á síðkastið vegna morðsins á George Floyd, en hann lést í Minneapolis í Minnesota þegar lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi hans í tæpar níu mínútur. Andlát Floyd leiddi til stórfelldra mótmæla um öll Bandaríkin og víðar, og vakti upp umræðu um rótgróið og kerfisbundið ofbeldi lögreglunnar í Bandaríkjunum gagnvart svörtu fólki. Í því tísti sagði Trump að mótmælendur væru „óþokkar“ og þeir væru að vanhelga minningu Floyd. Hann hefði talað við ríkisstjóra Minnesota, Tim Walz, og tjáð honum að herinn stæði með honum. Tístið endaði svo á orðunum „Þegar ránin hefjast, hefst skothríðin. Takk fyrir!“ ....These THUGS are dishonoring the memory of George Floyd, and I won t let that happen. Just spoke to Governor Tim Walz and told him that the Military is with him all the way. Any difficulty and we will assume control but, when the looting starts, the shooting starts. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 29, 2020 Þetta tíst taldi Twitter sömuleiðis brjóta í bága við skilmála sína, og sagði það hafa hvatt til ofbeldis. Aðgangur að því tísti var einnig heftur, þannig að ekki var hægt að setja „like“ við það né svara því. Tístinu var þó leyft að standa, á sömu forsendum og tístinu sem forsetinn birti í dag. Bandaríkin Twitter Samfélagsmiðlar Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag. Tístið telst brjóta í bága við notendaskilmála Twitter um ofbeldisfulla hegðun. Orðrétt tístir forsetinn: „Það verður aldrei „sjálfstjórnarsvæði“ í Washinton D.C. meðan ég er forsetinn ykkar. Ef þau reyna verður þeim mætt með alvarlegu valdi.“ There will never be an “Autonomous Zone” in Washington, D.C., as long as I’m your President. If they try they will be met with serious force!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 23, 2020 Þrátt fyrir að brjóta í bága við skilmála Twitter leyfði samfélagsmiðlarisinn tístinu að standa áfram. Ástæða þess er að Twitter metur málið sem svo að það geti varðað almannahagsmuni að færsla forsetans sé aðgengileg almenningi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Twitter hefur sett fyrirvara við tíst forsetans eða falið þau. Í lok maí tísti Trump samsæriskenningu um að kjörseðlar sem sendir eru heim til fólks (e. mail-in ballots) leiði til kosningasvika. Færði forsetinn engar sönnur fyrir þeirri kenningu sinni. Twitter brást við þessu með því að setja fyrirvara á tíst forsetans og vísaði á hlekk sem leiddi á vefslóð þar sem hægt var að fá nánari upplýsingar um umrædda kjörseðla. Nokkrum dögum síðar tísti forsetinn um óeirðirnar sem ríkt hafa í Bandaríkjunum upp á síðkastið vegna morðsins á George Floyd, en hann lést í Minneapolis í Minnesota þegar lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi hans í tæpar níu mínútur. Andlát Floyd leiddi til stórfelldra mótmæla um öll Bandaríkin og víðar, og vakti upp umræðu um rótgróið og kerfisbundið ofbeldi lögreglunnar í Bandaríkjunum gagnvart svörtu fólki. Í því tísti sagði Trump að mótmælendur væru „óþokkar“ og þeir væru að vanhelga minningu Floyd. Hann hefði talað við ríkisstjóra Minnesota, Tim Walz, og tjáð honum að herinn stæði með honum. Tístið endaði svo á orðunum „Þegar ránin hefjast, hefst skothríðin. Takk fyrir!“ ....These THUGS are dishonoring the memory of George Floyd, and I won t let that happen. Just spoke to Governor Tim Walz and told him that the Military is with him all the way. Any difficulty and we will assume control but, when the looting starts, the shooting starts. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 29, 2020 Þetta tíst taldi Twitter sömuleiðis brjóta í bága við skilmála sína, og sagði það hafa hvatt til ofbeldis. Aðgangur að því tísti var einnig heftur, þannig að ekki var hægt að setja „like“ við það né svara því. Tístinu var þó leyft að standa, á sömu forsendum og tístinu sem forsetinn birti í dag.
Bandaríkin Twitter Samfélagsmiðlar Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira