Búðarferðir Michael Jordan í þá daga þurftu að vera úthugsaðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2020 13:00 Michael Jordan í leik með Chicago Bulls í fyrstu úrslitakeppninni þar sem hann fór alla leið. Getty/ B Miller Körfuboltamaðurinn Michael Jordan var svo vinsæll og svo frægur eftir að hann sló í gegn í NBA-deildinni að hann gat ekki farið neitt án þess að fólk þyrptist að honum úr öllum áttum. Michael Jordan gerbreytti gengi Chicago Bulls um leið og hann steig inn á völlinn og fyllti fljótlega höllina í Chicago sem hafði verið hálftóm á árunum fyrir komu hans. Fáir áttu svör við Michael Jordan inn á körfuboltavellinum á árum hans með Chicago Bulls og það var erfitt að finna frægari mann í heiminum en Jordan á síðasta áratug síðustu aldar. Það gerði Michael Jordan hins vegar afar erfitt að lifa sínu daglega lífi enda aðdáendur hans alls staðar. Brad Sellers, var liðsfélagi Michael Jordan hjá Chicago Bulls, á þessum upphafsárum en hann kom til Bulls á þriðja tímabili Jordan. Hann var vitni af því þegar Jordan breyttist úr strák nýkomnum úr háskóla í súperstjörnu. Sellers sagði Jerry Bembry hjá The Undefeated hvernig þetta var fyrir Jordan utan körfuboltavallarins. „Við sáum MJ vera að þvo af sér í fyrstu þáttunum og þannig var hann þá. Hann var bara eins og venjulegur náungi,“ sagði Brad Sellers og vitnaði í þættina „The Last Dance“ sem svo margir sáu. „Þegar hann varð stærri og stærri í körfuboltaheiminum þá kom að því að hann gat ekki lengur farið út af heimilinu sínu. Ég man eftir því að hafa spurt hann einu sinni: Herðu M, hvernig borðar þú?,“ sagði Brad „Hann sagði mér þá að hann gat hringt í Jewel-Osco [Verslunarkeðja] um fimmtán mínútum áður en þeir lokuðu til að láta þá vita að hann væri að koma. Þeir höfðu þá opið aðeins lengur til þess að leyfa honum að versla,“ sagði Brad og starfsmenn búðarinnar fengu ekki aðeins sjálfan Michael Jordan í heimsókn til sín heldur gaf hann þeim líka gott þjórfé fyrir að vinna aðeins lengur. „Hann var ekki að hala inn 30 milljónir dollara á þessum tíma og ég held að hann var þarna að fá minna en milljón á ári. Það var samt mikill peningur og hann passaði sig á því að launa fólki greiðann,“ sagði Brad Sellers. NBA Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Michael Jordan var svo vinsæll og svo frægur eftir að hann sló í gegn í NBA-deildinni að hann gat ekki farið neitt án þess að fólk þyrptist að honum úr öllum áttum. Michael Jordan gerbreytti gengi Chicago Bulls um leið og hann steig inn á völlinn og fyllti fljótlega höllina í Chicago sem hafði verið hálftóm á árunum fyrir komu hans. Fáir áttu svör við Michael Jordan inn á körfuboltavellinum á árum hans með Chicago Bulls og það var erfitt að finna frægari mann í heiminum en Jordan á síðasta áratug síðustu aldar. Það gerði Michael Jordan hins vegar afar erfitt að lifa sínu daglega lífi enda aðdáendur hans alls staðar. Brad Sellers, var liðsfélagi Michael Jordan hjá Chicago Bulls, á þessum upphafsárum en hann kom til Bulls á þriðja tímabili Jordan. Hann var vitni af því þegar Jordan breyttist úr strák nýkomnum úr háskóla í súperstjörnu. Sellers sagði Jerry Bembry hjá The Undefeated hvernig þetta var fyrir Jordan utan körfuboltavallarins. „Við sáum MJ vera að þvo af sér í fyrstu þáttunum og þannig var hann þá. Hann var bara eins og venjulegur náungi,“ sagði Brad Sellers og vitnaði í þættina „The Last Dance“ sem svo margir sáu. „Þegar hann varð stærri og stærri í körfuboltaheiminum þá kom að því að hann gat ekki lengur farið út af heimilinu sínu. Ég man eftir því að hafa spurt hann einu sinni: Herðu M, hvernig borðar þú?,“ sagði Brad „Hann sagði mér þá að hann gat hringt í Jewel-Osco [Verslunarkeðja] um fimmtán mínútum áður en þeir lokuðu til að láta þá vita að hann væri að koma. Þeir höfðu þá opið aðeins lengur til þess að leyfa honum að versla,“ sagði Brad og starfsmenn búðarinnar fengu ekki aðeins sjálfan Michael Jordan í heimsókn til sín heldur gaf hann þeim líka gott þjórfé fyrir að vinna aðeins lengur. „Hann var ekki að hala inn 30 milljónir dollara á þessum tíma og ég held að hann var þarna að fá minna en milljón á ári. Það var samt mikill peningur og hann passaði sig á því að launa fólki greiðann,“ sagði Brad Sellers.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira