Gaf í skyn róttækar aðgerðir gegn hryðjuverkum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. júní 2020 08:28 Forsætisráðherra Bretlands ávarpaði þjóðina í skugga hryðjuverkaárásar. Vísir/Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gaf í skyn í gær að grípa þyrfti til róttækra aðgerða gegn hryðjuverkum í landinu í kjölfar árásar í borginni Reading í Bretlandi á laugardagskvöld. Karlmaður á þrítugsaldri, að nafni Khairi Saadallah, náði að stinga þrjá til bana og særa aðra þrjá til viðbótar þrátt fyrir að vera undir sérstöku eftirliti bresku leyniþjónustunnar fyrir minniháttar brot. Í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar sagði Johnson að ríkisstjórnin væri reiðubúin að draga lærdóm af árásinni þegar lögregluyfirvöld hefðu lokið rannsókn sinni. Johnson sagði að það væri sárgrætilegt og skelfilegt að í Bretlandi hefði fólk látist með þessum hætti. Ef rannsókn lögreglu leiðir í ljós að lagalegra úrbóta væri þörf í málum sem þessum myndi ríkisstjórnin ekki hika við að grípa til aðgerða. „Við erum núna með manneskju í haldi. Það er nú í verkahring lögreglunnar að komast til botns í málinu og finna út hvað gerðist nákvæmlega. Það er því erfitt að fjalla um málið í smáatriðum,“ sagði forsætisráðherrann og bætti við. „Ef við þurfum að gera einhverjar lagalegar breytingar til að koma í veg fyrir að svona nokkuð geti gerst aftur þá munum við ekki hika við að grípa til slíkra aðgerða – líkt og við höfum áður gert.“ Forsætisráðherrann talaði undir rós í ávarpinu því ekki liggur fyrir hvað hann meinti með lagalegum úrbótum gegn hryðjuverkum en innanríkisráðherrann hefur talað fyrir því að herða þyrfti útlendingalögin til að auðvelda ríkinu að vísa fólki, sem hefur verið dæmt fyrir brot sem tengjast hryðjuverkum, úr landi. Bretland Tengdar fréttir Árásarmaðurinn nafngreindur Karlmaðurinn sem var handtekinn eftir hnífstunguárásina í Forbury Gardens og er grunaður um að hafa banað þremur heitir Khairi Saadallah. 21. júní 2020 13:33 Hnífstunguárásin flokkuð sem hryðjuverk Lögreglan flokkar nú hnífstunguárás sem framin var í gærkvöldi í Reading á Bretlandi sem hryðjuverkaárás. Þrír létust í árásinni og þrír eru alvarlega slasaðir. 21. júní 2020 11:44 Þrír látnir eftir hnífstunguárás í almenningsgarði 25 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa banað þremur í hnífstunguárás í Forbury Gardens. 21. júní 2020 07:47 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gaf í skyn í gær að grípa þyrfti til róttækra aðgerða gegn hryðjuverkum í landinu í kjölfar árásar í borginni Reading í Bretlandi á laugardagskvöld. Karlmaður á þrítugsaldri, að nafni Khairi Saadallah, náði að stinga þrjá til bana og særa aðra þrjá til viðbótar þrátt fyrir að vera undir sérstöku eftirliti bresku leyniþjónustunnar fyrir minniháttar brot. Í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar sagði Johnson að ríkisstjórnin væri reiðubúin að draga lærdóm af árásinni þegar lögregluyfirvöld hefðu lokið rannsókn sinni. Johnson sagði að það væri sárgrætilegt og skelfilegt að í Bretlandi hefði fólk látist með þessum hætti. Ef rannsókn lögreglu leiðir í ljós að lagalegra úrbóta væri þörf í málum sem þessum myndi ríkisstjórnin ekki hika við að grípa til aðgerða. „Við erum núna með manneskju í haldi. Það er nú í verkahring lögreglunnar að komast til botns í málinu og finna út hvað gerðist nákvæmlega. Það er því erfitt að fjalla um málið í smáatriðum,“ sagði forsætisráðherrann og bætti við. „Ef við þurfum að gera einhverjar lagalegar breytingar til að koma í veg fyrir að svona nokkuð geti gerst aftur þá munum við ekki hika við að grípa til slíkra aðgerða – líkt og við höfum áður gert.“ Forsætisráðherrann talaði undir rós í ávarpinu því ekki liggur fyrir hvað hann meinti með lagalegum úrbótum gegn hryðjuverkum en innanríkisráðherrann hefur talað fyrir því að herða þyrfti útlendingalögin til að auðvelda ríkinu að vísa fólki, sem hefur verið dæmt fyrir brot sem tengjast hryðjuverkum, úr landi.
Bretland Tengdar fréttir Árásarmaðurinn nafngreindur Karlmaðurinn sem var handtekinn eftir hnífstunguárásina í Forbury Gardens og er grunaður um að hafa banað þremur heitir Khairi Saadallah. 21. júní 2020 13:33 Hnífstunguárásin flokkuð sem hryðjuverk Lögreglan flokkar nú hnífstunguárás sem framin var í gærkvöldi í Reading á Bretlandi sem hryðjuverkaárás. Þrír létust í árásinni og þrír eru alvarlega slasaðir. 21. júní 2020 11:44 Þrír látnir eftir hnífstunguárás í almenningsgarði 25 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa banað þremur í hnífstunguárás í Forbury Gardens. 21. júní 2020 07:47 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Árásarmaðurinn nafngreindur Karlmaðurinn sem var handtekinn eftir hnífstunguárásina í Forbury Gardens og er grunaður um að hafa banað þremur heitir Khairi Saadallah. 21. júní 2020 13:33
Hnífstunguárásin flokkuð sem hryðjuverk Lögreglan flokkar nú hnífstunguárás sem framin var í gærkvöldi í Reading á Bretlandi sem hryðjuverkaárás. Þrír létust í árásinni og þrír eru alvarlega slasaðir. 21. júní 2020 11:44
Þrír látnir eftir hnífstunguárás í almenningsgarði 25 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa banað þremur í hnífstunguárás í Forbury Gardens. 21. júní 2020 07:47