Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson er orðinn faðir í annað sinn en honum og Alyonu, unnustu hans fæddist stúlka í dag.
Alyona greindi frá fæðingu stúlkunnar á Instagramsíðu sinni í dag og virðist hún hafa hlotið nafnið Mia. Parið er búsett í Kaupmannahöfn þar sem Ragnar leikur með knattspyrnuliðinu FC Kobenhavn en flugu þau hingað til Íslands þar sem að barnið fæddist.
Mia er fyrsta barn parsins saman en fyrir á Ragnar son. Í desember 2018 greindu þau Ragnar og Alyona frá trúlofun sinni en á þeim tíma lék Ragnar fyrir rússneska félagsliðið Rostov.