Að brosa til viðskiptavina Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. júlí 2020 10:00 Þér getur gengið betur og liðið betur ef þú brosir til viðskiptavina. Vísir/Getty Við þekkjum það öll af eigin raun að það skiptir máli hvernig við upplifum starfsfólk fyrirtækja sem við eigum viðskipti við eða verslum hjá og þá ekki síst hversu jákvæð sú upplifun er. Sem aftur þýðir að það hvernig viðskiptavinir upplifa okkur sem starfsfólk fyrirtækja getur skipt sköpum. Eitt af því sem getur hjálpað mikið til við að fólk upplifi okkur á jákvæðan hátt er bros. Já, það að við brosum til viðskiptavina getur aukið ánægju þeirra svo um munar og það á við bæði um það þegar við hittum viðskiptavini eða ræðum við viðskiptavini í síma. Það besta við brosið er að það gerir okkur sjálfum svo gott. Þannig hafa rannsóknir sýnt að það að brosa getur peppað sjálfsöryggið okkar upp um 10%. Fyrir fólk sem starfar við einhvers konar sölu getur þetta atriði eitt og sér verið mjög mikilvægt. Þá er það vitað að viðskiptavinir leitast frekar við að fá þjónustu eða mynda tengsl við starfsfólk sem það upplifir sem jákvæða einstaklinga. Að brosa til viðskiptavina er þar lykilatriði. Ekki er það síðan verra að þegar að við brosum þá komumst við ósjálfrátt í betra skap. Að brosa sem oftast er því partur af okkar eigin vellíðan. Í starfi getur brosið líka skilað okkur meiri velgengni því það sem við gerum sjálfkrafa þegar fólk brosir til okkar, er að brosa á móti. Viðskiptavinur sem smitast af okkar eigin ánægju er líklegri til að versla meir eða vilja vera í viðskiptum við okkur. En hvers vegna skiptir bros líka máli símleiðis? Þegar að við tölum við fólk í síma heyrum við það vel hvort viðkomandi er brosandi eða jákvæð/ur í fasi eða ekki. Að sama skapi erum við fljót að átta okkur á því ef viðkomandi er frekar fýldur eða alvarlegur. Fyrir fólk sem starfar við einhvers konar sölumennsku, fer mikil vinna fram símleiðis. Að brosa á meðan talað er hjálpar okkur að virka jákvætt á viðskiptavininn. Jafn auðvelt og það er að brosa, getur það líka verið hægara sagt en gert því auðvitað er dagsformið okkar mismunandi. Fyrsta skrefið er þó að taka ákvörðun um það að brosa meira og oftar í vinnunni og finna leiðir til að þjálfa okkur í að brosa oftar. Góðu ráðin Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
Við þekkjum það öll af eigin raun að það skiptir máli hvernig við upplifum starfsfólk fyrirtækja sem við eigum viðskipti við eða verslum hjá og þá ekki síst hversu jákvæð sú upplifun er. Sem aftur þýðir að það hvernig viðskiptavinir upplifa okkur sem starfsfólk fyrirtækja getur skipt sköpum. Eitt af því sem getur hjálpað mikið til við að fólk upplifi okkur á jákvæðan hátt er bros. Já, það að við brosum til viðskiptavina getur aukið ánægju þeirra svo um munar og það á við bæði um það þegar við hittum viðskiptavini eða ræðum við viðskiptavini í síma. Það besta við brosið er að það gerir okkur sjálfum svo gott. Þannig hafa rannsóknir sýnt að það að brosa getur peppað sjálfsöryggið okkar upp um 10%. Fyrir fólk sem starfar við einhvers konar sölu getur þetta atriði eitt og sér verið mjög mikilvægt. Þá er það vitað að viðskiptavinir leitast frekar við að fá þjónustu eða mynda tengsl við starfsfólk sem það upplifir sem jákvæða einstaklinga. Að brosa til viðskiptavina er þar lykilatriði. Ekki er það síðan verra að þegar að við brosum þá komumst við ósjálfrátt í betra skap. Að brosa sem oftast er því partur af okkar eigin vellíðan. Í starfi getur brosið líka skilað okkur meiri velgengni því það sem við gerum sjálfkrafa þegar fólk brosir til okkar, er að brosa á móti. Viðskiptavinur sem smitast af okkar eigin ánægju er líklegri til að versla meir eða vilja vera í viðskiptum við okkur. En hvers vegna skiptir bros líka máli símleiðis? Þegar að við tölum við fólk í síma heyrum við það vel hvort viðkomandi er brosandi eða jákvæð/ur í fasi eða ekki. Að sama skapi erum við fljót að átta okkur á því ef viðkomandi er frekar fýldur eða alvarlegur. Fyrir fólk sem starfar við einhvers konar sölumennsku, fer mikil vinna fram símleiðis. Að brosa á meðan talað er hjálpar okkur að virka jákvætt á viðskiptavininn. Jafn auðvelt og það er að brosa, getur það líka verið hægara sagt en gert því auðvitað er dagsformið okkar mismunandi. Fyrsta skrefið er þó að taka ákvörðun um það að brosa meira og oftar í vinnunni og finna leiðir til að þjálfa okkur í að brosa oftar.
Góðu ráðin Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira