Neitar að spila fyrir Chelsea því hann er á leið í ítölsku úrvalsdeildina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júní 2020 23:00 Pedro í baráttunni gegn Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Everton á þessari leiktíð. Jacques Feeney/Getty Images Pedro Rodriguez vill ekki spila fyrir Chelsea þegar enska úrvalsdeildin fer aftur af stað þar sem hann mun ganga í raðir ítalska úrvalsdeildarfélagsins Roma. Samkvæmt heimildum The Athletic þá vill Pedro ekki skrifa undir tímabundna framlengingu á samningi sínum við Chelsea sem á að renna út nú í sumar. Chelsea þarf á öllum sínum leikmönnum að halda þar sem liðið á níu deildarleiki eftir ásamt því að það mætir Leicester City í 8-liða úrslitum FA bikarsins og er enn í Meistaradeildinni þó liðið sé 3-0 undir eftir fyrri leikinn gegn Bayern Munich. Hinn 32 ára gamli Pedro hefur engan áhuga á að semja tímabundið þar sem hann hefur nú þegar samið við Roma á Ítalíu. Þar mun hann þéna 56 þúsund pund á viku eða níu og hálfa milljón króna. Roma leitar að reynslumiklum leikmanni sem getur aðstoðað liðið fram á við. Pedro hefur unnið 25 titla á ferlinum en hann á að fylla skarð Henrikh Mkhitaryan sem hefur aðeins spilað þrettán leiki fyrir félagið vegna meiðsla frá því hann kom á láni frá Arsenal. Pedro Rodriguez & his Iconic style!He s won everything World Cup Champions League European Championship La Liga Premier League Europa League FA Cup Copa del Rey FIFA Club World Cup UEFA Super Cup Spanish Super Cup pic.twitter.com/Ey20z8DzwX— MalluCFC (@AThekkepura) June 17, 2020 Það er ljóst að Chelsea vill ekki halda Pedro lengur en rétt til loka tímabils þar sem liðið hefur þegar samið við Hakim Ziyech, Timo Werner og er orðað við fullt af leikmönnum. Willian, brasilíski kantmaðurinn í liði Chelsea, hefur heldur ekki skrifað undir tímabundna framlengingu en forraðamenn Chelsea eru bjartsýnir á að það gerist. Var hann í byrjunarliði Chelsea sem vann QPR 7-1 í æfingaleik á dögunum ásamt því að vera á skotskónum. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
Pedro Rodriguez vill ekki spila fyrir Chelsea þegar enska úrvalsdeildin fer aftur af stað þar sem hann mun ganga í raðir ítalska úrvalsdeildarfélagsins Roma. Samkvæmt heimildum The Athletic þá vill Pedro ekki skrifa undir tímabundna framlengingu á samningi sínum við Chelsea sem á að renna út nú í sumar. Chelsea þarf á öllum sínum leikmönnum að halda þar sem liðið á níu deildarleiki eftir ásamt því að það mætir Leicester City í 8-liða úrslitum FA bikarsins og er enn í Meistaradeildinni þó liðið sé 3-0 undir eftir fyrri leikinn gegn Bayern Munich. Hinn 32 ára gamli Pedro hefur engan áhuga á að semja tímabundið þar sem hann hefur nú þegar samið við Roma á Ítalíu. Þar mun hann þéna 56 þúsund pund á viku eða níu og hálfa milljón króna. Roma leitar að reynslumiklum leikmanni sem getur aðstoðað liðið fram á við. Pedro hefur unnið 25 titla á ferlinum en hann á að fylla skarð Henrikh Mkhitaryan sem hefur aðeins spilað þrettán leiki fyrir félagið vegna meiðsla frá því hann kom á láni frá Arsenal. Pedro Rodriguez & his Iconic style!He s won everything World Cup Champions League European Championship La Liga Premier League Europa League FA Cup Copa del Rey FIFA Club World Cup UEFA Super Cup Spanish Super Cup pic.twitter.com/Ey20z8DzwX— MalluCFC (@AThekkepura) June 17, 2020 Það er ljóst að Chelsea vill ekki halda Pedro lengur en rétt til loka tímabils þar sem liðið hefur þegar samið við Hakim Ziyech, Timo Werner og er orðað við fullt af leikmönnum. Willian, brasilíski kantmaðurinn í liði Chelsea, hefur heldur ekki skrifað undir tímabundna framlengingu en forraðamenn Chelsea eru bjartsýnir á að það gerist. Var hann í byrjunarliði Chelsea sem vann QPR 7-1 í æfingaleik á dögunum ásamt því að vera á skotskónum.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira