Maðurinn sem gerði astraltertugubbið stígur fram Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2020 13:23 Ein helsta ráðgáta íslenskrar kvikmyndagerðar hefur nú verið leyst. Símon Jón er maðurinn sem gerði gubbið. „JJJááááá Hemmi minn – það var svo mikið ég sem gerði astraltertugubbið – jjjjjáááááá!“ segir Símon Jón Jóhannsson íslenskukennari sposkur. Símon Jón hefur nú sigið fram sem sá maður sem ber ábyrgð á einhverju frægasta proppsi sem um getur í íslenskri kvikmyndagerð. Nefnilega sjálfu astraltertugubbinu í vinsælustu kvikmynd Íslandssögunnar: Með allt á hreinu. Það gerir hann í frásögn á Facebooksíðu sinni sem hann birti í dag og varpar þar með ljósi á eina af helstu ráðgátum íslenskrar kvikmyndagerðar. „Sumarið 1982 vann ég sem pitsubakari á Horninu við Hafnarstræti í Reykjavík. Starfið hafði ég fengið í gegnum vinnumiðlun stúdenta og sló til. Þetta var skemmtilegt starf og skemmtilegt sumar. Ítalinn Luciano kenndi mér kúnstina að baka og þarna stóð ég sem sagt sumarlangt við pitsuofninn á Horninu og útbjó pitsur,“ segir Símon Jón. Á ýmsu gengur í veitingahúsi, að sögn kennarans sem þar öðlaðist reynslu sem hann bý enn að. Hvergi getið á kreditlistum „Hornið er eitt af fyrstu veitingahúsum landsins til að bjóða upp á pitsur og þetta sumar komu margir sem aldrei höfðu smakkað pitsur áður.“ En, svo er það dag einn að inn á staðinn kemur fólk sem var að vinna að atriði í kvikmynd á gömlu lögreglustöðinni bakatil við hliðina á Horninu. „Fólkið spurði hvort við gætum útbúið fyrir það ælu í plastpoka sem nota átti í myndinni. Þýski aðalkokkurinn atti pitsudrengnum í þann starfa. Ég skar niður eitthvað af grænmeti, kjötbitum og fleiri matarafgöngum, hellti sósusulli og mjólk yfir og bætti svo dágóðum slatta af tabasco saman við til að ná fram ælulegum lit. Úr varð bleikleitur matargrautur sem óneitanlega minnti á ælu. Þetta setti ég svo í glæran plastpoka og afhenti kvikmyndagerðarfólkinu. Síðan vissi ég ekki meir fyrr en um næstu áramót að ég fór og sá Með allt á hreinu. Þar birtist þá ælan góða sem astraltertugubb. Mín var þó hvergi getið á kreditlistanum.“ Missti af hlutverki í Landi og sonum Símon Jón segir að því miður sé þetta upphafið og jafnframt endirinn á frama hans í heimi tónlistar og kvikmynda. „Mér var einu sinni boðið að leika í kvikmyndinni Land og synir – það er ball í myndinni og ég átti að vera einn af ballgestum. En á þessum tíma var ég með sítt hár og skegg sem passaði ekki fyrir lífið á kreppuárunum. Þurfti því að láta klippa mig og raka en var ekki til í að fórna kúlinu og afþakkaði því tilboðið. Sé alltaf eftir því og ef ég hefði gripið tækifærið væri ég sennilega vestur í Hollywood en ekki í aumu og vanþakklátu kennaradjobbi í Flensborg,“ segir Símon Jón sem hefur starfað þar í 35 ár. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
„JJJááááá Hemmi minn – það var svo mikið ég sem gerði astraltertugubbið – jjjjjáááááá!“ segir Símon Jón Jóhannsson íslenskukennari sposkur. Símon Jón hefur nú sigið fram sem sá maður sem ber ábyrgð á einhverju frægasta proppsi sem um getur í íslenskri kvikmyndagerð. Nefnilega sjálfu astraltertugubbinu í vinsælustu kvikmynd Íslandssögunnar: Með allt á hreinu. Það gerir hann í frásögn á Facebooksíðu sinni sem hann birti í dag og varpar þar með ljósi á eina af helstu ráðgátum íslenskrar kvikmyndagerðar. „Sumarið 1982 vann ég sem pitsubakari á Horninu við Hafnarstræti í Reykjavík. Starfið hafði ég fengið í gegnum vinnumiðlun stúdenta og sló til. Þetta var skemmtilegt starf og skemmtilegt sumar. Ítalinn Luciano kenndi mér kúnstina að baka og þarna stóð ég sem sagt sumarlangt við pitsuofninn á Horninu og útbjó pitsur,“ segir Símon Jón. Á ýmsu gengur í veitingahúsi, að sögn kennarans sem þar öðlaðist reynslu sem hann bý enn að. Hvergi getið á kreditlistum „Hornið er eitt af fyrstu veitingahúsum landsins til að bjóða upp á pitsur og þetta sumar komu margir sem aldrei höfðu smakkað pitsur áður.“ En, svo er það dag einn að inn á staðinn kemur fólk sem var að vinna að atriði í kvikmynd á gömlu lögreglustöðinni bakatil við hliðina á Horninu. „Fólkið spurði hvort við gætum útbúið fyrir það ælu í plastpoka sem nota átti í myndinni. Þýski aðalkokkurinn atti pitsudrengnum í þann starfa. Ég skar niður eitthvað af grænmeti, kjötbitum og fleiri matarafgöngum, hellti sósusulli og mjólk yfir og bætti svo dágóðum slatta af tabasco saman við til að ná fram ælulegum lit. Úr varð bleikleitur matargrautur sem óneitanlega minnti á ælu. Þetta setti ég svo í glæran plastpoka og afhenti kvikmyndagerðarfólkinu. Síðan vissi ég ekki meir fyrr en um næstu áramót að ég fór og sá Með allt á hreinu. Þar birtist þá ælan góða sem astraltertugubb. Mín var þó hvergi getið á kreditlistanum.“ Missti af hlutverki í Landi og sonum Símon Jón segir að því miður sé þetta upphafið og jafnframt endirinn á frama hans í heimi tónlistar og kvikmynda. „Mér var einu sinni boðið að leika í kvikmyndinni Land og synir – það er ball í myndinni og ég átti að vera einn af ballgestum. En á þessum tíma var ég með sítt hár og skegg sem passaði ekki fyrir lífið á kreppuárunum. Þurfti því að láta klippa mig og raka en var ekki til í að fórna kúlinu og afþakkaði því tilboðið. Sé alltaf eftir því og ef ég hefði gripið tækifærið væri ég sennilega vestur í Hollywood en ekki í aumu og vanþakklátu kennaradjobbi í Flensborg,“ segir Símon Jón sem hefur starfað þar í 35 ár.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira