Rosalegt regluverk NBA í Disney World | Eingögu einliðaleikir í borðtennis og nýir spilastokkar í hvert skipti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júní 2020 10:30 Kyrie Irving tekur á Lakers-liðið í janúar síðastliðnum. Hann þarf hins vegar ekki að mæta í Disney World þar sem hann er frá vegna meiðsla út tímabilið. Jim McIsaac/Getty Images Yfirstandandi tímabil í NBA-deildinni í körfubolta verður klárað í Disney World í Flórída. Eftir margra mánaða vinnu hefur deildin nú gefið út regluverk til að tryggja öryggi allra sem koma að leikjunum. Regluverkið er yfir 100 blaðsíður á lengd. ESPN greinir frá. Sjá einnig: Búið að staðfesta breytt fyrirkomulag NBA | 22 lið mæta til leiks í Disney World NBA-deildinni var frestað tímabundið vegna kórónufaraldursins í Bandaríkjunum. Óvíst var hvort deildin myndi yfir höfuð fara aftur af stað en illa gengur að brjóta faraldurinn á bak aftur þar í landi. Nú hafa forráðamenn deildarinnar fundið lausn á því hvernig megi klára tímabilið og koma þar með í veg fyrir að sum lið verði nánast gjaldþrota. Það eru þó ekki allir leikmenn á allt sáttir með að deildin fari aftur af stað. Þar hefur Kyrie Irving, leikstjórnandi Brooklyn Nets, verið manna háværastur. Avery Bradley and the players coalition want to see the NBA take action for Black causes before resuming the season. (via @wojespn, @malika_andrews) pic.twitter.com/Jq4KeS6zcY— ESPN (@espn) June 16, 2020 Það helsta sem kemur fram í regluverkinu er hvað gerist ef leikmaður greinist með Covid-19. Þá er einnig farið yfir hversu oft leikmenn verða skimaðir, ef leikmenn vilja ekki keppa, hvernig fyrirkomulagið á leikdegi verður, hvort allir þurfi að vera með grímur og almennt hvernig lífið verður í Disney World á meðan keppni fer fram. Ef leikmaður greinist með Covid-19? Leikmaðurinn mun fara í einangrun ásamt því að vera skimaður aftur til að staðfesta smit. Verður sá leikmaður í kjölfarið látinn slaka á í tvær vikur eða 14 daga en þeir læknar sem NBA-deildin hefur ráðfært sig við hafa áhyggjur af álagi á hjartað hjá þeim leikmönnum sem gætu greinst með veiruna. Þeir leikmenn sem greinast munu þurfa að gangast undir próf til að sýna að hjarta þeirra starfi eins og eðlilegt er. Hversu oft verður fólk skimað? Reglulega. Ekki er talað um daglegar skimanir nema eitthvað komi upp á. Hversu margir þurfa að smitast til að deildin verði stöðvuð á nýjan leik? Það kemur ekki fram í regluverkinu en ljóst er að forráðamenn deildarinnar reikni með því að smit muni koma upp. Það segir eingöngu að ef gífurlegur fjöldi smita komi upp muni mögulega þurfa að fresta eða aflýsa tímabilinu. Það kemur þó ekki fram hvað flokkist sem gífurlegur fjöldi smita. Hvað ef leikmaður vill ekki fara til Disney World? Ef leikmaður hefur læknisfræðilega ástæðu fyrir því að fara ekki til Disney World og keppa. Til að mynda undirliggjandi sjúkdómar eða annað slíkt þá fær hann leyfi frá deildinni og ólöglegt verður að skerða laun hans. Lið geta tekið þessa ákvörðun sjálf og svo verður dómnefnd með þremur sérfræðingum sem mun ákvarða hvort leikmenn séu í hættu ef þeir mæti til leiks. Ef leikmaður hefur engar haldbærar ástæður fyrir því að mæta ekki þá má félagið draga frá launum leikmannsins. Leikmaður sem fær 10 milljónir bandaríkjadala á ári - tæplega einn og hálfur milljarður krón - mun verða af um það bil 108 þúsund bandaríkja dölum - tæpum fimmtán milljónum króna - fyrir hvern leik sem hann missir af. Ekki verða laun dregin af þeim leikmönnum sem voru nú þegar á meiðslalistanum, líkt og Kevin Durant og Irving hjá Nets. Hvernig verður lífið í Disney World? Starfslið og leikmenn liðanna munu þurfa að fara í einangrun í 48 tíma eftir að þau mæta. Þurfa allir sem mæta að gangast undir tvær skimanir og báðar þurfa að vera neikvæðar. Þangað til 21. júlí mega leikmenn ekki umgangast þá leikmenn sem eru á öðrum hótelum en verða liðin alls á þremur hótelum. Hvert lið verður með sinn eigin kokk og eigið matarherbergi sem verður opið allan sólahringinn. Hægt verður að panta mat upp á herbergi. Á endanum verður hægt að fara á veitingastaðina sem eru í Disney World en svæðið verður lokað á meðan leikirnir fara fram. Eingöngu má spila einliða leik í borðtennis og nýr spilastokkur verður notaður í hvert sinn sem leikmenn vilja grípa í spil. Would've been an unstoppable duo ... pic.twitter.com/O8NyQN4HKD— ESPN (@espn) June 17, 2020 Þarf fólk að vera grímur? Inn á hótelum þurfa allir að vera með grímur nema þeir séu inn á eigin herbergi eða að borða. Um leið og farið er af hótelunum eru grímur ekki skylda. Hvernig verða leikirnir? Það verður spilað á þremur mismunandi völlum. Þeir leikmenn sem eru ekki að keppa geta mætt á aðra leiki en aðeins ákveðinn fjöldi fólks verður leyfður á hverjum leik. Körfubolti NBA Tengdar fréttir NBA með yfirlýsingu vegna áhyggna leikmanna NBA-deildin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra áhyggna sem leikmenn deildarinnar hafa haft af því að hún byrji aftur. 15. júní 2020 07:00 Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Kyrie Irving, eitt af stærstu nöfnum NBA-deildarinnar, vill aflýsa tímabilinu. Ekki eru allir leikmenn deildarinnar sammála því. 14. júní 2020 10:01 Leikmaður í NBA telur endurkomu deildarinnar geta truflað réttindabaráttu Lou Williams, leikmaður Clippers, telur að endurkoma NBA-deildarinnar eftir hlé geti tafið fyrir réttindabaráttu svarts fólks í Bandaríkjunum 13. júní 2020 20:30 Búið að staðfesta breytt fyrirkomulag NBA | 22 lið mæta til leiks í Disney World Sökum kórónufaraldursins mun tímabil NBA-deildarinnar í körfubolta enda með töluvert öðru sniði en venja er. 5. júní 2020 07:30 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Sjá meira
Yfirstandandi tímabil í NBA-deildinni í körfubolta verður klárað í Disney World í Flórída. Eftir margra mánaða vinnu hefur deildin nú gefið út regluverk til að tryggja öryggi allra sem koma að leikjunum. Regluverkið er yfir 100 blaðsíður á lengd. ESPN greinir frá. Sjá einnig: Búið að staðfesta breytt fyrirkomulag NBA | 22 lið mæta til leiks í Disney World NBA-deildinni var frestað tímabundið vegna kórónufaraldursins í Bandaríkjunum. Óvíst var hvort deildin myndi yfir höfuð fara aftur af stað en illa gengur að brjóta faraldurinn á bak aftur þar í landi. Nú hafa forráðamenn deildarinnar fundið lausn á því hvernig megi klára tímabilið og koma þar með í veg fyrir að sum lið verði nánast gjaldþrota. Það eru þó ekki allir leikmenn á allt sáttir með að deildin fari aftur af stað. Þar hefur Kyrie Irving, leikstjórnandi Brooklyn Nets, verið manna háværastur. Avery Bradley and the players coalition want to see the NBA take action for Black causes before resuming the season. (via @wojespn, @malika_andrews) pic.twitter.com/Jq4KeS6zcY— ESPN (@espn) June 16, 2020 Það helsta sem kemur fram í regluverkinu er hvað gerist ef leikmaður greinist með Covid-19. Þá er einnig farið yfir hversu oft leikmenn verða skimaðir, ef leikmenn vilja ekki keppa, hvernig fyrirkomulagið á leikdegi verður, hvort allir þurfi að vera með grímur og almennt hvernig lífið verður í Disney World á meðan keppni fer fram. Ef leikmaður greinist með Covid-19? Leikmaðurinn mun fara í einangrun ásamt því að vera skimaður aftur til að staðfesta smit. Verður sá leikmaður í kjölfarið látinn slaka á í tvær vikur eða 14 daga en þeir læknar sem NBA-deildin hefur ráðfært sig við hafa áhyggjur af álagi á hjartað hjá þeim leikmönnum sem gætu greinst með veiruna. Þeir leikmenn sem greinast munu þurfa að gangast undir próf til að sýna að hjarta þeirra starfi eins og eðlilegt er. Hversu oft verður fólk skimað? Reglulega. Ekki er talað um daglegar skimanir nema eitthvað komi upp á. Hversu margir þurfa að smitast til að deildin verði stöðvuð á nýjan leik? Það kemur ekki fram í regluverkinu en ljóst er að forráðamenn deildarinnar reikni með því að smit muni koma upp. Það segir eingöngu að ef gífurlegur fjöldi smita komi upp muni mögulega þurfa að fresta eða aflýsa tímabilinu. Það kemur þó ekki fram hvað flokkist sem gífurlegur fjöldi smita. Hvað ef leikmaður vill ekki fara til Disney World? Ef leikmaður hefur læknisfræðilega ástæðu fyrir því að fara ekki til Disney World og keppa. Til að mynda undirliggjandi sjúkdómar eða annað slíkt þá fær hann leyfi frá deildinni og ólöglegt verður að skerða laun hans. Lið geta tekið þessa ákvörðun sjálf og svo verður dómnefnd með þremur sérfræðingum sem mun ákvarða hvort leikmenn séu í hættu ef þeir mæti til leiks. Ef leikmaður hefur engar haldbærar ástæður fyrir því að mæta ekki þá má félagið draga frá launum leikmannsins. Leikmaður sem fær 10 milljónir bandaríkjadala á ári - tæplega einn og hálfur milljarður krón - mun verða af um það bil 108 þúsund bandaríkja dölum - tæpum fimmtán milljónum króna - fyrir hvern leik sem hann missir af. Ekki verða laun dregin af þeim leikmönnum sem voru nú þegar á meiðslalistanum, líkt og Kevin Durant og Irving hjá Nets. Hvernig verður lífið í Disney World? Starfslið og leikmenn liðanna munu þurfa að fara í einangrun í 48 tíma eftir að þau mæta. Þurfa allir sem mæta að gangast undir tvær skimanir og báðar þurfa að vera neikvæðar. Þangað til 21. júlí mega leikmenn ekki umgangast þá leikmenn sem eru á öðrum hótelum en verða liðin alls á þremur hótelum. Hvert lið verður með sinn eigin kokk og eigið matarherbergi sem verður opið allan sólahringinn. Hægt verður að panta mat upp á herbergi. Á endanum verður hægt að fara á veitingastaðina sem eru í Disney World en svæðið verður lokað á meðan leikirnir fara fram. Eingöngu má spila einliða leik í borðtennis og nýr spilastokkur verður notaður í hvert sinn sem leikmenn vilja grípa í spil. Would've been an unstoppable duo ... pic.twitter.com/O8NyQN4HKD— ESPN (@espn) June 17, 2020 Þarf fólk að vera grímur? Inn á hótelum þurfa allir að vera með grímur nema þeir séu inn á eigin herbergi eða að borða. Um leið og farið er af hótelunum eru grímur ekki skylda. Hvernig verða leikirnir? Það verður spilað á þremur mismunandi völlum. Þeir leikmenn sem eru ekki að keppa geta mætt á aðra leiki en aðeins ákveðinn fjöldi fólks verður leyfður á hverjum leik.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir NBA með yfirlýsingu vegna áhyggna leikmanna NBA-deildin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra áhyggna sem leikmenn deildarinnar hafa haft af því að hún byrji aftur. 15. júní 2020 07:00 Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Kyrie Irving, eitt af stærstu nöfnum NBA-deildarinnar, vill aflýsa tímabilinu. Ekki eru allir leikmenn deildarinnar sammála því. 14. júní 2020 10:01 Leikmaður í NBA telur endurkomu deildarinnar geta truflað réttindabaráttu Lou Williams, leikmaður Clippers, telur að endurkoma NBA-deildarinnar eftir hlé geti tafið fyrir réttindabaráttu svarts fólks í Bandaríkjunum 13. júní 2020 20:30 Búið að staðfesta breytt fyrirkomulag NBA | 22 lið mæta til leiks í Disney World Sökum kórónufaraldursins mun tímabil NBA-deildarinnar í körfubolta enda með töluvert öðru sniði en venja er. 5. júní 2020 07:30 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Sjá meira
NBA með yfirlýsingu vegna áhyggna leikmanna NBA-deildin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra áhyggna sem leikmenn deildarinnar hafa haft af því að hún byrji aftur. 15. júní 2020 07:00
Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Kyrie Irving, eitt af stærstu nöfnum NBA-deildarinnar, vill aflýsa tímabilinu. Ekki eru allir leikmenn deildarinnar sammála því. 14. júní 2020 10:01
Leikmaður í NBA telur endurkomu deildarinnar geta truflað réttindabaráttu Lou Williams, leikmaður Clippers, telur að endurkoma NBA-deildarinnar eftir hlé geti tafið fyrir réttindabaráttu svarts fólks í Bandaríkjunum 13. júní 2020 20:30
Búið að staðfesta breytt fyrirkomulag NBA | 22 lið mæta til leiks í Disney World Sökum kórónufaraldursins mun tímabil NBA-deildarinnar í körfubolta enda með töluvert öðru sniði en venja er. 5. júní 2020 07:30