Ólafur Darri ræðir um geðlyfjanotkun: „Mamma mín bara bjargaði lífi mínu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. júní 2020 11:29 Ólafur Darri hefur verið einn vinsælasti leikari þjóðarinnar undanfarin ár. Hann hefur náð langt í hinum stóra heimi leikara erlendis. Ólafur Darri Ólafsson er líklega þekktasti leikari Íslands. Hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Þar ræðir hann um listina, geðlyfjanotkun, dýpstu dalina og hæstu hæðirnar. „Það er mjög fyndið hvað fólk hefur alltaf mikla skoðanir á því að maður sé að taka pillur. Þegar ég segi við fólk að ég taki svefnlyf þá hefur fólk miklar skoðanir og segir oftast við mig að ég ætti nú alveg að geta sofið eðlilega. Þá svara ég alltaf, já en ég reyndi það í svona þrjátíu ár og það gekk ekki vel,“ segir Ólafur í viðtalinu við Sölva. „Við sem samfélag ættum að leggja meiri áherslu á það að hugsa að þessi aðferð virkar fyrir þennan og þessi aðferð virkar fyrir einhvern annan. Ég trúi einlægt að besta aðferðin sé bara blanda af mörgu. Ég fer til sálfræðings, ég reyni að hreyfa mig og ef ég geri það líður mér miklu betur. Ég stundum lendi í því að verða svolítið þunglyndur eða þungur. Mér leið mjög illa í Covid, sérstaklega til að byrja með alveg eins og ég væri hengdur upp á þráð. Ég missti sundið mitt sem alveg drap mig. En ég hafði bara áhyggjur og sérstaklega af eldra fólkinu í samfélaginu, af foreldrum sínum.“ Grét þegar hún grét Hann upplifði hræðilegt tímabil fljótlega eftir að hann eignaðist sitt fyrsta barn, þar sem hann sökk djúpt niður og þurfti að leita sér hjálpar. Hann man í raun lítið eftir þessu tímabili, sem er enn í hálfgerðri þoku. Eftir það tímabil áttaði hann sig á því að hann gerði engum greiða með því að halda í stolt gagnvart lyfjanotkun. „Ég varð bara logandi hræddur og mamma mín bara bjargaði lífi mínu. Lovísa, konan mín, var að vinna á fullu á þessum tíma og ég var því heima með dóttur okkar til að byrja með. Ég réði bara ekki við það. Maður sat bara stundum grátandi þegar hún fór að gráta. Ég vissi bara ekki hvað ég átti að gera við mig. Mamma mín lagði sitt líf til hliðar um tíma og var bara með mér og passaði upp á okkur bæði.“ Hann segir að það hafi tekið um tvo til þrjá mánuði að ná sér út úr þessu andlega. „Þetta er samt mjög fyndið því þegar ég reyni að rifja þetta upp, þá bara næ ég ekki að rifja þetta upp. Ég held ég þurfi bara að fara til sálfræðings og fara yfir þetta og reyna að rifja þetta upp. Ég finn alveg að líkaminn vill ekki muna of mikið eftir þessu. Þetta var bara ofboðslega vanmáttartilfinning að ég myndi bera ábyrgð á því að eitthvað myndi koma fyrir barnið mitt. Þetta var bara skelfilegur tími.“ Erfitt að komast að hjá geðlækni Ólafur Darri var á þessum tíma hjá geðlækni en eftir að sá maður fór á eftirlaun hefur hann ekki verið með neinn geðlækni. „Það er mjög erfitt að komast að hjá geðlækni. Ég hitti frábæran lækni sem hjálpaði mér að fara yfir þau lyf sem ég væri að taka og ég var að reyna hætta að taka Fluoxetine. Mér fannst viðbrögðin hjá lækninum svo frábær sem spurði mig bara af hverju? Þarna var ég kominn niður í að taka hálfa pillu þrisvar í viku og læknirinn sagði bara við mig að ég ætti bara að taka eina pillu á dag, það skipti engu máli.“ Ólafur Darri segir að það fara mjög í taugarnar á honum þegar umræðan um of mikla lyfjanotkun Íslendinga kemur upp. Í viðtalinu upplýsir Ólafur Darri að hann hafi reglulega þurft að taka lyf við kvíða og þunglyndi og eins hafi hann á löngum köflum þurft á svefnlyfjum að halda. Hann skilur ekki fordóma gagnvart þeim sem leita sér hjálpar og notast við þau verkfæri sem í boði eru. Ólafur hefur notið aðstoðar sálfræðings og geðlæknis við að komast á miklu betri stað. Auðvitað sé besta lausnin að notast við blöndu af öllum aðferðum til að ná sér í betra stand ef fólk upplifir mikla vanlíðan, en skömm vegna lyfja sé algjörlega fráleit. „Það má alveg líta á þetta á annan hátt. Er það bara kannski af því að við erum meira að vinna í okkur. Er það af því að við erum meira að horfast í augu við það okkur líður ekki vel. Erum við með lækna sem þora að takast á við þetta vandamál. Er það af því að við erum með sálfræðinga sem eru tilbúnir að segja við fólk að það ætti kannski að prófa að fara á lyf.“ Hér að neðan má sjá umræðuna sjálfa. Klippa: Ólafur Darri ræðir um geðlyfjanotkun: Mamma mín bara bjargaði lífi mínu Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Heilsa Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Sjá meira
Ólafur Darri Ólafsson er líklega þekktasti leikari Íslands. Hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Þar ræðir hann um listina, geðlyfjanotkun, dýpstu dalina og hæstu hæðirnar. „Það er mjög fyndið hvað fólk hefur alltaf mikla skoðanir á því að maður sé að taka pillur. Þegar ég segi við fólk að ég taki svefnlyf þá hefur fólk miklar skoðanir og segir oftast við mig að ég ætti nú alveg að geta sofið eðlilega. Þá svara ég alltaf, já en ég reyndi það í svona þrjátíu ár og það gekk ekki vel,“ segir Ólafur í viðtalinu við Sölva. „Við sem samfélag ættum að leggja meiri áherslu á það að hugsa að þessi aðferð virkar fyrir þennan og þessi aðferð virkar fyrir einhvern annan. Ég trúi einlægt að besta aðferðin sé bara blanda af mörgu. Ég fer til sálfræðings, ég reyni að hreyfa mig og ef ég geri það líður mér miklu betur. Ég stundum lendi í því að verða svolítið þunglyndur eða þungur. Mér leið mjög illa í Covid, sérstaklega til að byrja með alveg eins og ég væri hengdur upp á þráð. Ég missti sundið mitt sem alveg drap mig. En ég hafði bara áhyggjur og sérstaklega af eldra fólkinu í samfélaginu, af foreldrum sínum.“ Grét þegar hún grét Hann upplifði hræðilegt tímabil fljótlega eftir að hann eignaðist sitt fyrsta barn, þar sem hann sökk djúpt niður og þurfti að leita sér hjálpar. Hann man í raun lítið eftir þessu tímabili, sem er enn í hálfgerðri þoku. Eftir það tímabil áttaði hann sig á því að hann gerði engum greiða með því að halda í stolt gagnvart lyfjanotkun. „Ég varð bara logandi hræddur og mamma mín bara bjargaði lífi mínu. Lovísa, konan mín, var að vinna á fullu á þessum tíma og ég var því heima með dóttur okkar til að byrja með. Ég réði bara ekki við það. Maður sat bara stundum grátandi þegar hún fór að gráta. Ég vissi bara ekki hvað ég átti að gera við mig. Mamma mín lagði sitt líf til hliðar um tíma og var bara með mér og passaði upp á okkur bæði.“ Hann segir að það hafi tekið um tvo til þrjá mánuði að ná sér út úr þessu andlega. „Þetta er samt mjög fyndið því þegar ég reyni að rifja þetta upp, þá bara næ ég ekki að rifja þetta upp. Ég held ég þurfi bara að fara til sálfræðings og fara yfir þetta og reyna að rifja þetta upp. Ég finn alveg að líkaminn vill ekki muna of mikið eftir þessu. Þetta var bara ofboðslega vanmáttartilfinning að ég myndi bera ábyrgð á því að eitthvað myndi koma fyrir barnið mitt. Þetta var bara skelfilegur tími.“ Erfitt að komast að hjá geðlækni Ólafur Darri var á þessum tíma hjá geðlækni en eftir að sá maður fór á eftirlaun hefur hann ekki verið með neinn geðlækni. „Það er mjög erfitt að komast að hjá geðlækni. Ég hitti frábæran lækni sem hjálpaði mér að fara yfir þau lyf sem ég væri að taka og ég var að reyna hætta að taka Fluoxetine. Mér fannst viðbrögðin hjá lækninum svo frábær sem spurði mig bara af hverju? Þarna var ég kominn niður í að taka hálfa pillu þrisvar í viku og læknirinn sagði bara við mig að ég ætti bara að taka eina pillu á dag, það skipti engu máli.“ Ólafur Darri segir að það fara mjög í taugarnar á honum þegar umræðan um of mikla lyfjanotkun Íslendinga kemur upp. Í viðtalinu upplýsir Ólafur Darri að hann hafi reglulega þurft að taka lyf við kvíða og þunglyndi og eins hafi hann á löngum köflum þurft á svefnlyfjum að halda. Hann skilur ekki fordóma gagnvart þeim sem leita sér hjálpar og notast við þau verkfæri sem í boði eru. Ólafur hefur notið aðstoðar sálfræðings og geðlæknis við að komast á miklu betri stað. Auðvitað sé besta lausnin að notast við blöndu af öllum aðferðum til að ná sér í betra stand ef fólk upplifir mikla vanlíðan, en skömm vegna lyfja sé algjörlega fráleit. „Það má alveg líta á þetta á annan hátt. Er það bara kannski af því að við erum meira að vinna í okkur. Er það af því að við erum meira að horfast í augu við það okkur líður ekki vel. Erum við með lækna sem þora að takast á við þetta vandamál. Er það af því að við erum með sálfræðinga sem eru tilbúnir að segja við fólk að það ætti kannski að prófa að fara á lyf.“ Hér að neðan má sjá umræðuna sjálfa. Klippa: Ólafur Darri ræðir um geðlyfjanotkun: Mamma mín bara bjargaði lífi mínu Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Heilsa Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”