Man Utd og Tottenham töpuðu bæði í undirbúningi sínum fyrir komandi leik liðanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2020 10:45 Úr leik liðanna í desember sem Man Utd vann 2-1 þökk sé tvennu frá Marcus Rashford. EPA-EFE/Lynne Cameron Manchester United og Tottenham Hotspur mætast á heimavelli síðarnefnda liðsins þann 19. júní næstkomandi í opinbera leik beggja liða eftir að öllu var skellt í lás á Englandi sökum kórónufaraldursins. Bæði lið léku æfingaleiki í gær og máttu þola nokkuð óvænt töp þó svo að leikirnir hafi farið fram með breyttu sniði. Tottenham fékk botnlið úrvalsdeildarinnar, Norwich City, í heimsókn og var leiknum skipt upp í fjóra 30 mínútna leikhluta. Fjórmenningarnir Harry Kane, Moussa Sissoko, Heung-Min Son og Steven Bergwijn – sem voru allir meiddir þegar deildin var sett á ís – léku með liðinu í gær. Tottenham komst yfir í fyrsta leikhluta þökk sé marki Erik Lamela eftir sendingu Bergwijn en Norwich skoraði tvívegi sá síðustu tíu mínútum fjórða leikhluta. Josip Drmic jafnaði metin og Mario Vrancic skoraði svo úr aukaspyrnu undir lok leiks. Preparations continue at Tottenham Hotspur Stadium.#THFC #COYS pic.twitter.com/q1UNFPUbhP— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) June 12, 2020 Á Old Trafford, heimavelli Man Utd, var West Bromich Albion í heimsókn en liðið leiðir B-deildina sem stendur og stefnir allt í að liðið verði í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Í stað fjögurra leikhluta voru spilaðir tveir 60 mínútna leikir. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, stillti upp mjög jöfnum liðum og því erfitt að lesa í hvaða leikmenn verða í byrjunarliðinu er liðið heimsækir Tottenham eftir sex daga. West Brom vann fyrri leikinn 2-1 en Man Utd þann seinni 3-1 þökk sé tveimur mörkum frá Andreas Pereira og einu frá Tahith Chong. Það helsta úr leiknum má sjá á vefsíðu Man Utd. Finish, @AndrinhoPereira More footage from Old Trafford #MUFC— Manchester United (@ManUtd) June 12, 2020 Bæði lið þurfa nauðsynlega á sigri að halda þegar þau mætast í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans eru sem stendur í 5. sæti með 45 stig, þremur minna en Chelsea sem situr í fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. José Mourinho og hans menn eru í 8. sæti deildarinnar með 41 stig og því sjö stigum á eftir Chelsea að svo stöddu. Það gæti þó farið svo að 5. sætið gefi sæti í Meistaradeildinni ef bann Manchester City frá keppnum á vegum knattspyrnusambands Evrópu standi en félagið á að hafa brotið fjárhagsreglugerð sambandsins. Enn er óvíst hvenær endanleg niðurstaða kemst í það mál. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Manchester United og Tottenham Hotspur mætast á heimavelli síðarnefnda liðsins þann 19. júní næstkomandi í opinbera leik beggja liða eftir að öllu var skellt í lás á Englandi sökum kórónufaraldursins. Bæði lið léku æfingaleiki í gær og máttu þola nokkuð óvænt töp þó svo að leikirnir hafi farið fram með breyttu sniði. Tottenham fékk botnlið úrvalsdeildarinnar, Norwich City, í heimsókn og var leiknum skipt upp í fjóra 30 mínútna leikhluta. Fjórmenningarnir Harry Kane, Moussa Sissoko, Heung-Min Son og Steven Bergwijn – sem voru allir meiddir þegar deildin var sett á ís – léku með liðinu í gær. Tottenham komst yfir í fyrsta leikhluta þökk sé marki Erik Lamela eftir sendingu Bergwijn en Norwich skoraði tvívegi sá síðustu tíu mínútum fjórða leikhluta. Josip Drmic jafnaði metin og Mario Vrancic skoraði svo úr aukaspyrnu undir lok leiks. Preparations continue at Tottenham Hotspur Stadium.#THFC #COYS pic.twitter.com/q1UNFPUbhP— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) June 12, 2020 Á Old Trafford, heimavelli Man Utd, var West Bromich Albion í heimsókn en liðið leiðir B-deildina sem stendur og stefnir allt í að liðið verði í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Í stað fjögurra leikhluta voru spilaðir tveir 60 mínútna leikir. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, stillti upp mjög jöfnum liðum og því erfitt að lesa í hvaða leikmenn verða í byrjunarliðinu er liðið heimsækir Tottenham eftir sex daga. West Brom vann fyrri leikinn 2-1 en Man Utd þann seinni 3-1 þökk sé tveimur mörkum frá Andreas Pereira og einu frá Tahith Chong. Það helsta úr leiknum má sjá á vefsíðu Man Utd. Finish, @AndrinhoPereira More footage from Old Trafford #MUFC— Manchester United (@ManUtd) June 12, 2020 Bæði lið þurfa nauðsynlega á sigri að halda þegar þau mætast í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans eru sem stendur í 5. sæti með 45 stig, þremur minna en Chelsea sem situr í fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. José Mourinho og hans menn eru í 8. sæti deildarinnar með 41 stig og því sjö stigum á eftir Chelsea að svo stöddu. Það gæti þó farið svo að 5. sætið gefi sæti í Meistaradeildinni ef bann Manchester City frá keppnum á vegum knattspyrnusambands Evrópu standi en félagið á að hafa brotið fjárhagsreglugerð sambandsins. Enn er óvíst hvenær endanleg niðurstaða kemst í það mál.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira