Cleese segir BBC „bleyður“ að taka „Hótel Tindastól“ úr sýningu Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2020 21:22 John Cleese fór með aðalhlutverkið í „Hótel Tindastóli“. Hann er ekki sáttur við stjórnendur BBC sem fjarlægðu einn þáttanna úr efnisveitu. Vísir/EPA Ákvörðun breska ríkisútvarpsins BBC um að taka þátt úr þáttaröðinni „Hótel Tindastóli“ (e. Fawlty Towers) úr sýningu er „huglaus, duglaus og fyrirlitleg“, að mati Johns Cleese, gamanleikarans sem fór með aðalhlutverkið í þáttunum. Þátturinn var fjarlægður úr efnisveitu BBC vegna kynþáttaníðs sem ein persónan hefur uppi. BBC segir að þátturinn „Ekki minnast á stríðið“ frá 1975 hafi verið tekinn úr sýningu tímabundið á meðan farið væri yfir efni hans í ljósi kynþáttaníðs sem í honum er að finna. Slíkt sé reglulega gert með eldra efni, sérstaklega hvað varðar úr sér gengið orðfæri. Cleese fordæmdi ákvörðun BBC á Twitter í dag. Sagði hann BBC nú stjórnað af markaðsfólki og smámunasömum skriffinnum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. „Ég hefði viljað vona að einhver hjá BBC skildi að það er tvær leiðir til að gera grín að mannlegri hegðun. Önnur er að ráðast beint á hana. Hin er að láta einhvern sem er augljóslega grínfígúra tala fyrir slíkri hegðun,“ tísti gamanleikarinn. I would have hoped that someone at the BBC would understand that there are two ways of making fun ofhuman behaviourOne is to attack it directly. The other is to have someone who is patently a figure of fun, speak up on behalf of that behaviourThank of Alf Garnett...— John Cleese (@JohnCleese) June 12, 2020 Fjölmiðlar og skemmtikraftar víða um heim hafa endurskoðað eldra efni sitt í kjölfar mikilla mótmæli í Bandaríkjunum og víðar eftir dauða George Floyd. Þannig fjarlægði HBO Max kvikmyndina „Á hverfanda hveli“ úr streymisveitunni vegna þess hversu ólíkir kynþættir eru sýndir í henni. Þá kippti BBC gamanþáttaröðinni „Litla Bretland“ úr sýningum og vísaði til „breyttra tíma“. Bíó og sjónvarp Dauði George Floyd Bretland Fjölmiðlar Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Ákvörðun breska ríkisútvarpsins BBC um að taka þátt úr þáttaröðinni „Hótel Tindastóli“ (e. Fawlty Towers) úr sýningu er „huglaus, duglaus og fyrirlitleg“, að mati Johns Cleese, gamanleikarans sem fór með aðalhlutverkið í þáttunum. Þátturinn var fjarlægður úr efnisveitu BBC vegna kynþáttaníðs sem ein persónan hefur uppi. BBC segir að þátturinn „Ekki minnast á stríðið“ frá 1975 hafi verið tekinn úr sýningu tímabundið á meðan farið væri yfir efni hans í ljósi kynþáttaníðs sem í honum er að finna. Slíkt sé reglulega gert með eldra efni, sérstaklega hvað varðar úr sér gengið orðfæri. Cleese fordæmdi ákvörðun BBC á Twitter í dag. Sagði hann BBC nú stjórnað af markaðsfólki og smámunasömum skriffinnum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. „Ég hefði viljað vona að einhver hjá BBC skildi að það er tvær leiðir til að gera grín að mannlegri hegðun. Önnur er að ráðast beint á hana. Hin er að láta einhvern sem er augljóslega grínfígúra tala fyrir slíkri hegðun,“ tísti gamanleikarinn. I would have hoped that someone at the BBC would understand that there are two ways of making fun ofhuman behaviourOne is to attack it directly. The other is to have someone who is patently a figure of fun, speak up on behalf of that behaviourThank of Alf Garnett...— John Cleese (@JohnCleese) June 12, 2020 Fjölmiðlar og skemmtikraftar víða um heim hafa endurskoðað eldra efni sitt í kjölfar mikilla mótmæli í Bandaríkjunum og víðar eftir dauða George Floyd. Þannig fjarlægði HBO Max kvikmyndina „Á hverfanda hveli“ úr streymisveitunni vegna þess hversu ólíkir kynþættir eru sýndir í henni. Þá kippti BBC gamanþáttaröðinni „Litla Bretland“ úr sýningum og vísaði til „breyttra tíma“.
Bíó og sjónvarp Dauði George Floyd Bretland Fjölmiðlar Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira