Cleese segir BBC „bleyður“ að taka „Hótel Tindastól“ úr sýningu Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2020 21:22 John Cleese fór með aðalhlutverkið í „Hótel Tindastóli“. Hann er ekki sáttur við stjórnendur BBC sem fjarlægðu einn þáttanna úr efnisveitu. Vísir/EPA Ákvörðun breska ríkisútvarpsins BBC um að taka þátt úr þáttaröðinni „Hótel Tindastóli“ (e. Fawlty Towers) úr sýningu er „huglaus, duglaus og fyrirlitleg“, að mati Johns Cleese, gamanleikarans sem fór með aðalhlutverkið í þáttunum. Þátturinn var fjarlægður úr efnisveitu BBC vegna kynþáttaníðs sem ein persónan hefur uppi. BBC segir að þátturinn „Ekki minnast á stríðið“ frá 1975 hafi verið tekinn úr sýningu tímabundið á meðan farið væri yfir efni hans í ljósi kynþáttaníðs sem í honum er að finna. Slíkt sé reglulega gert með eldra efni, sérstaklega hvað varðar úr sér gengið orðfæri. Cleese fordæmdi ákvörðun BBC á Twitter í dag. Sagði hann BBC nú stjórnað af markaðsfólki og smámunasömum skriffinnum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. „Ég hefði viljað vona að einhver hjá BBC skildi að það er tvær leiðir til að gera grín að mannlegri hegðun. Önnur er að ráðast beint á hana. Hin er að láta einhvern sem er augljóslega grínfígúra tala fyrir slíkri hegðun,“ tísti gamanleikarinn. I would have hoped that someone at the BBC would understand that there are two ways of making fun ofhuman behaviourOne is to attack it directly. The other is to have someone who is patently a figure of fun, speak up on behalf of that behaviourThank of Alf Garnett...— John Cleese (@JohnCleese) June 12, 2020 Fjölmiðlar og skemmtikraftar víða um heim hafa endurskoðað eldra efni sitt í kjölfar mikilla mótmæli í Bandaríkjunum og víðar eftir dauða George Floyd. Þannig fjarlægði HBO Max kvikmyndina „Á hverfanda hveli“ úr streymisveitunni vegna þess hversu ólíkir kynþættir eru sýndir í henni. Þá kippti BBC gamanþáttaröðinni „Litla Bretland“ úr sýningum og vísaði til „breyttra tíma“. Bíó og sjónvarp Dauði George Floyd Bretland Fjölmiðlar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira
Ákvörðun breska ríkisútvarpsins BBC um að taka þátt úr þáttaröðinni „Hótel Tindastóli“ (e. Fawlty Towers) úr sýningu er „huglaus, duglaus og fyrirlitleg“, að mati Johns Cleese, gamanleikarans sem fór með aðalhlutverkið í þáttunum. Þátturinn var fjarlægður úr efnisveitu BBC vegna kynþáttaníðs sem ein persónan hefur uppi. BBC segir að þátturinn „Ekki minnast á stríðið“ frá 1975 hafi verið tekinn úr sýningu tímabundið á meðan farið væri yfir efni hans í ljósi kynþáttaníðs sem í honum er að finna. Slíkt sé reglulega gert með eldra efni, sérstaklega hvað varðar úr sér gengið orðfæri. Cleese fordæmdi ákvörðun BBC á Twitter í dag. Sagði hann BBC nú stjórnað af markaðsfólki og smámunasömum skriffinnum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. „Ég hefði viljað vona að einhver hjá BBC skildi að það er tvær leiðir til að gera grín að mannlegri hegðun. Önnur er að ráðast beint á hana. Hin er að láta einhvern sem er augljóslega grínfígúra tala fyrir slíkri hegðun,“ tísti gamanleikarinn. I would have hoped that someone at the BBC would understand that there are two ways of making fun ofhuman behaviourOne is to attack it directly. The other is to have someone who is patently a figure of fun, speak up on behalf of that behaviourThank of Alf Garnett...— John Cleese (@JohnCleese) June 12, 2020 Fjölmiðlar og skemmtikraftar víða um heim hafa endurskoðað eldra efni sitt í kjölfar mikilla mótmæli í Bandaríkjunum og víðar eftir dauða George Floyd. Þannig fjarlægði HBO Max kvikmyndina „Á hverfanda hveli“ úr streymisveitunni vegna þess hversu ólíkir kynþættir eru sýndir í henni. Þá kippti BBC gamanþáttaröðinni „Litla Bretland“ úr sýningum og vísaði til „breyttra tíma“.
Bíó og sjónvarp Dauði George Floyd Bretland Fjölmiðlar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira