Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Þróttur 4-3 | Eyjastúlkur með sigur í markaveislu Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 14. júní 2020 20:00 Margrét Íris Einarsdóttir. Vísir/Daníel Þór ÍBV tók á móti nýliðum Þróttar í fyrstu umferð Pepsi Max deild kvenna í fótbolta og var boðið upp á markaveislu. Lokatölur 4-3 fyrir Eyjastúlkum. ÍBV hóf leikinn af krafti og kom Miyah Watford heimakonum 1-0 yfir eftir einungis 6. mínútur. Eftir markið var Þróttur mikið með boltann og var mikið af færum sem illa var farið með. Miyah Watford kom svo ÍBV 2-0 yfir þegar 36. mínútur voru liðnar af leiknum og var það mark gegn gangi leiksins. Liðin skildu að 2-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik kom Danielle Sultana Tolmais ÍBV 3-0 yfir. Stephanie Mariana Riberio skoraði úr víti fyrir Þrótt á 66. mínutu og hleypti það lífi inn í leikinn. Laura Hughes skoraði annað mark fyrir Þrótt á 77. mínútu. Á 82. mínútu fær ÍBV dæmt víti og kom Fatma Kara, ÍBV í stöðuna 4-2. Það var svo Stephanie Mariana Ribeiro sem minnkaði muninn fyrir Þrótt og kom þeim í 4-3 á 85. mínútu og skildu liðin þannig að. Af hverju vann ÍBV? ÍBV voru mun agaðri í fyrri hálfleik og leiddu með tveimur mörkum. Þær bættu svo um betur í seinni hálfleik og skoruðu tvö til viðbótar. Þrátt fyrir að missa leikinn aðeins frá sér í seinni náðu þær að klára þetta. Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍBV var það Miyah Watford sem stóð upp úr, frábær byrjun á tímabilinu hjá henni. Hún var með tvö mörk og 2 stoðsendingar. Hjá Þrótti var það Stephanie Mariana Ribeiro með tvö mörk og spilaði fínan bolta. Hvað gekk illa? Þrótti gekk illa að skora í fyrri hálfleik. Þær voru að spila góðan bolta en það vantaði herslumuninn upp á að það kæmi mark hjá þeim. Það vantaði líka upp á varnarleikinn hjá þeim. Þær voru alltof lengi að taka við sér. Seinni hálfleikurinn hjá ÍBV var ekki sá besti. Eftir að þær fengu vítið á sig misstu þær leikinn aðeins frá sér. Hvað gerist næst? Þróttur fær Valskonur í heimsókn til sín 18. júní kl 19:15. ÍBV gera sér hinsvegar ferð til Akureyrar þar sem þær sækja Þór/KA heim, laugardaginn 20. júní kl 15:30. Andri Ólafsson: Við hleyptum þessu upp í óþarfa spennu „Ég er gríðarlega ánægður með að ná í þrjú stig á heimavelli. Við hleyptum þessu upp í óþarfa spennu. Þetta var ekki okkar besti leikur,” sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV eftir 4-3 sigur á Þrótti á Hásteinsvelli í dag. ÍBV var 3-0 yfir þegar að Þróttur fær vítaspyrnu. „Við fáum á okkur vítaspyrnu, þá kemur stress í liðið. Við erum með leikmenn meidda og áttum eftir með að nota skiptingarnar okkar og stelpurnar orðnar þreyttar. Það kemur pínu panikk, kannski okkur þjálfurunum að kenna og sjálfur var ég orðin stressaður og mögulega skilar það sér inn á völlinn og ég tek það á mig.” „Ég horfði á Þór/KA á móti Stjörnunni og eru þær með hörku lið. Við ætlum að slaka aðeins á í kvöld og pælum í þeim leik í vikunni,” sagði Andri Ólafsson að lokum en liðið sækir Þór/KA heim laugardaginn 20. júní. Miyah Watford: Ég legg mig fram fyrir liðið mitt ,,Mér fannst við spila mjög vel í dag. Við framherjarnir tengdum vel í sóknarleiknum. Þetta er fyrsti leikurinn á tímabilinu og í ljósi Covid-19 sem hafði mikil áhrif á tímabilið stóðum við okkur nokkuð vel,” sagði Miyah Watford, leikmaður ÍBV eftir 4-3 sigur á Þrótti í dag. Miyah Watford var gríðarlega öflug í liði ÍBV og skoraði tvö mörk og lagði seinni tvö upp. ,,Ég er mjög ánægð með frammistöðuna mína í dag. Ég legg mig fram fyrir liðið mitt og ég veit að þær styðja við bakið á mér og hvetja mig áfram.” Nik Anthony Chamberlain: Vissi að við ættum eftir að koma okkur aftur inn í leikinn „Ég var spenntur fyrir leiknum en við mikluðum þetta fyrir okkur og vörðumst mjög illa sem voru vonbrigði þar sem að við höfum gert það vel í gegnum árin. Við gáfum þeim fjögur mörk. Þrátt fyrir að vera 3-0 undir vissi ég alltaf að við ættum eftir að koma okkur aftur inn í leikinn,” sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar eftir tapið á móti ÍBV í dag. ,,Við vorum ennþá inn í leiknum þrátt fyrir að vera 2-0 undir í hálfleik. Ég vissi að það kæmi mark því við áttum svo mikið inni.” Stephanie Mariana Ribeiro setti fyrsta markið fyrir Þrótt á 66. mínutu og kom þeim í stöðuna 3-1, í kjölfarið komu 2 mörk til viðbótar frá Lauru Hughes á 79. mínútu og Stephanie minnkaði muninn í eitt mark á 85. mínútu. ,,Það verða breytingar gerðar á liðinu fyrir næsta leik, stelpurnar fá tveggja daga hvíld núna, eftir að hafa spilað á grasi sem þær eru ekki vanar og það verður farið yfir hlutina,” sagði Nik að lokum, en liðið fær Val í heimsókn til sín fimmtudaginn 18. júní næstkomandi. Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Þróttur Reykjavík
ÍBV tók á móti nýliðum Þróttar í fyrstu umferð Pepsi Max deild kvenna í fótbolta og var boðið upp á markaveislu. Lokatölur 4-3 fyrir Eyjastúlkum. ÍBV hóf leikinn af krafti og kom Miyah Watford heimakonum 1-0 yfir eftir einungis 6. mínútur. Eftir markið var Þróttur mikið með boltann og var mikið af færum sem illa var farið með. Miyah Watford kom svo ÍBV 2-0 yfir þegar 36. mínútur voru liðnar af leiknum og var það mark gegn gangi leiksins. Liðin skildu að 2-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik kom Danielle Sultana Tolmais ÍBV 3-0 yfir. Stephanie Mariana Riberio skoraði úr víti fyrir Þrótt á 66. mínutu og hleypti það lífi inn í leikinn. Laura Hughes skoraði annað mark fyrir Þrótt á 77. mínútu. Á 82. mínútu fær ÍBV dæmt víti og kom Fatma Kara, ÍBV í stöðuna 4-2. Það var svo Stephanie Mariana Ribeiro sem minnkaði muninn fyrir Þrótt og kom þeim í 4-3 á 85. mínútu og skildu liðin þannig að. Af hverju vann ÍBV? ÍBV voru mun agaðri í fyrri hálfleik og leiddu með tveimur mörkum. Þær bættu svo um betur í seinni hálfleik og skoruðu tvö til viðbótar. Þrátt fyrir að missa leikinn aðeins frá sér í seinni náðu þær að klára þetta. Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍBV var það Miyah Watford sem stóð upp úr, frábær byrjun á tímabilinu hjá henni. Hún var með tvö mörk og 2 stoðsendingar. Hjá Þrótti var það Stephanie Mariana Ribeiro með tvö mörk og spilaði fínan bolta. Hvað gekk illa? Þrótti gekk illa að skora í fyrri hálfleik. Þær voru að spila góðan bolta en það vantaði herslumuninn upp á að það kæmi mark hjá þeim. Það vantaði líka upp á varnarleikinn hjá þeim. Þær voru alltof lengi að taka við sér. Seinni hálfleikurinn hjá ÍBV var ekki sá besti. Eftir að þær fengu vítið á sig misstu þær leikinn aðeins frá sér. Hvað gerist næst? Þróttur fær Valskonur í heimsókn til sín 18. júní kl 19:15. ÍBV gera sér hinsvegar ferð til Akureyrar þar sem þær sækja Þór/KA heim, laugardaginn 20. júní kl 15:30. Andri Ólafsson: Við hleyptum þessu upp í óþarfa spennu „Ég er gríðarlega ánægður með að ná í þrjú stig á heimavelli. Við hleyptum þessu upp í óþarfa spennu. Þetta var ekki okkar besti leikur,” sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV eftir 4-3 sigur á Þrótti á Hásteinsvelli í dag. ÍBV var 3-0 yfir þegar að Þróttur fær vítaspyrnu. „Við fáum á okkur vítaspyrnu, þá kemur stress í liðið. Við erum með leikmenn meidda og áttum eftir með að nota skiptingarnar okkar og stelpurnar orðnar þreyttar. Það kemur pínu panikk, kannski okkur þjálfurunum að kenna og sjálfur var ég orðin stressaður og mögulega skilar það sér inn á völlinn og ég tek það á mig.” „Ég horfði á Þór/KA á móti Stjörnunni og eru þær með hörku lið. Við ætlum að slaka aðeins á í kvöld og pælum í þeim leik í vikunni,” sagði Andri Ólafsson að lokum en liðið sækir Þór/KA heim laugardaginn 20. júní. Miyah Watford: Ég legg mig fram fyrir liðið mitt ,,Mér fannst við spila mjög vel í dag. Við framherjarnir tengdum vel í sóknarleiknum. Þetta er fyrsti leikurinn á tímabilinu og í ljósi Covid-19 sem hafði mikil áhrif á tímabilið stóðum við okkur nokkuð vel,” sagði Miyah Watford, leikmaður ÍBV eftir 4-3 sigur á Þrótti í dag. Miyah Watford var gríðarlega öflug í liði ÍBV og skoraði tvö mörk og lagði seinni tvö upp. ,,Ég er mjög ánægð með frammistöðuna mína í dag. Ég legg mig fram fyrir liðið mitt og ég veit að þær styðja við bakið á mér og hvetja mig áfram.” Nik Anthony Chamberlain: Vissi að við ættum eftir að koma okkur aftur inn í leikinn „Ég var spenntur fyrir leiknum en við mikluðum þetta fyrir okkur og vörðumst mjög illa sem voru vonbrigði þar sem að við höfum gert það vel í gegnum árin. Við gáfum þeim fjögur mörk. Þrátt fyrir að vera 3-0 undir vissi ég alltaf að við ættum eftir að koma okkur aftur inn í leikinn,” sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar eftir tapið á móti ÍBV í dag. ,,Við vorum ennþá inn í leiknum þrátt fyrir að vera 2-0 undir í hálfleik. Ég vissi að það kæmi mark því við áttum svo mikið inni.” Stephanie Mariana Ribeiro setti fyrsta markið fyrir Þrótt á 66. mínutu og kom þeim í stöðuna 3-1, í kjölfarið komu 2 mörk til viðbótar frá Lauru Hughes á 79. mínútu og Stephanie minnkaði muninn í eitt mark á 85. mínútu. ,,Það verða breytingar gerðar á liðinu fyrir næsta leik, stelpurnar fá tveggja daga hvíld núna, eftir að hafa spilað á grasi sem þær eru ekki vanar og það verður farið yfir hlutina,” sagði Nik að lokum, en liðið fær Val í heimsókn til sín fimmtudaginn 18. júní næstkomandi.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti