Búnir að bíða lengi eftir því að koma vegagerð um Gufudalssveit af stað Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júní 2020 09:52 Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Vegagerðin hefur ákveðið að bjóða út fyrstu kafla hins umdeilda Vestfjarðavegar um Gufudalssveit eftir að kröfu Landverndar um bráðabirgðastöðvun framkvæmda var hafnað. Enn vantar þótt grænt ljós á kaflann um sjálfan Teigsskóg. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Landvernd kærði framkvæmdaleyfi sem Reykhólahreppur veitti Vegagerðinni í febrúar fyrir Teigsskógarleið og krafðist þess um leið að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála stöðvaði verkið þar til endanlegur úrskurður lægi fyrir. Þeirri kröfu Landverndar hefur nú verið hafnað. En lítur Vegagerðin á þetta sem áfangasigur? „Ja, þetta er allavega.. verkið kemst af stað. Við erum búnir að bíða lengi eftir því. En það er ekki komin heildarniðurstaða en nefndin er búin að gefa það út að hún muni úrskurða ekki síðar en í haust,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Vegagerðin hyggst byrja á tengivegunum að Gufudal og Djúpadal. Kaflinn að Gufudal er hluti núverandi Vestfjarðavegar.Kort/Hafsteinn Þórðarson. Þangað til er Vegagerðinni heimilt að byrja á tveimur tengivegum, annars vegar að Gufudal og hins vegar að Djúpadal, og ætlar að drífa verkið af stað. „Og stefnum að því að bjóða út annan eða báða, bara í mánuðinum.“ -Og hvenær gætu þá framkvæmdir hafist? „Það þýðir að menn byrja ekki fyrr en um miðjan ágúst, eitthvað svoleiðis – að þeir fari að hreyfa við jarðvegi. Og svo myndi þessu verkefni ljúka næsta sumar." Nýr sjö kílómetra malbikskafli milli Skálaness og Gufudals yrði hluti núverandi Vestfjarðavegar. „Sem verður þá lagður bundnu slitlagi næsta sumar. Og hann mun í öllu falli, hver sem endirinn verður, nýtast umferðinni í allmörg ár.“ Teigsskógarleiðin styttir Vestfjarðaveg um 22 kílómetra. Veglínan liggur þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og Þorskafjörður verður jafnframt þveraður á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin. Eigendur tveggja jarða neita hins vegar að láta landið af hendi undir veg. „Það þýðir þá að öllum líkindum að við neyðumst til að fara í eignarnám.“ Magnús vonast þó til að framhaldið fáist á hreint í haust. „En við bara erum bjartsýnir og vonumst þá til að geta farið af stað í haust með það að geta boðið stóran hluta af framkvæmdinni út,“ segir framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Vesturbyggð Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Samgöngur Umhverfismál Teigsskógur Tengdar fréttir Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15 Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Vegagerðin hefur ákveðið að bjóða út fyrstu kafla hins umdeilda Vestfjarðavegar um Gufudalssveit eftir að kröfu Landverndar um bráðabirgðastöðvun framkvæmda var hafnað. Enn vantar þótt grænt ljós á kaflann um sjálfan Teigsskóg. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Landvernd kærði framkvæmdaleyfi sem Reykhólahreppur veitti Vegagerðinni í febrúar fyrir Teigsskógarleið og krafðist þess um leið að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála stöðvaði verkið þar til endanlegur úrskurður lægi fyrir. Þeirri kröfu Landverndar hefur nú verið hafnað. En lítur Vegagerðin á þetta sem áfangasigur? „Ja, þetta er allavega.. verkið kemst af stað. Við erum búnir að bíða lengi eftir því. En það er ekki komin heildarniðurstaða en nefndin er búin að gefa það út að hún muni úrskurða ekki síðar en í haust,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Vegagerðin hyggst byrja á tengivegunum að Gufudal og Djúpadal. Kaflinn að Gufudal er hluti núverandi Vestfjarðavegar.Kort/Hafsteinn Þórðarson. Þangað til er Vegagerðinni heimilt að byrja á tveimur tengivegum, annars vegar að Gufudal og hins vegar að Djúpadal, og ætlar að drífa verkið af stað. „Og stefnum að því að bjóða út annan eða báða, bara í mánuðinum.“ -Og hvenær gætu þá framkvæmdir hafist? „Það þýðir að menn byrja ekki fyrr en um miðjan ágúst, eitthvað svoleiðis – að þeir fari að hreyfa við jarðvegi. Og svo myndi þessu verkefni ljúka næsta sumar." Nýr sjö kílómetra malbikskafli milli Skálaness og Gufudals yrði hluti núverandi Vestfjarðavegar. „Sem verður þá lagður bundnu slitlagi næsta sumar. Og hann mun í öllu falli, hver sem endirinn verður, nýtast umferðinni í allmörg ár.“ Teigsskógarleiðin styttir Vestfjarðaveg um 22 kílómetra. Veglínan liggur þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og Þorskafjörður verður jafnframt þveraður á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin. Eigendur tveggja jarða neita hins vegar að láta landið af hendi undir veg. „Það þýðir þá að öllum líkindum að við neyðumst til að fara í eignarnám.“ Magnús vonast þó til að framhaldið fáist á hreint í haust. „En við bara erum bjartsýnir og vonumst þá til að geta farið af stað í haust með það að geta boðið stóran hluta af framkvæmdinni út,“ segir framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Vesturbyggð Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Samgöngur Umhverfismál Teigsskógur Tengdar fréttir Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15 Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15
Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33