Play áætlar að hefja leik næsta haust Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júní 2020 08:26 Flugfélagið Play kynnt í Perlunni í nóvember á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Skúli Skúlason, stjórnaformaður flugfélagsins Play, segir félagið stefna á að hefja sig til flugs í október á þessu ári. Hann segir flugmarkaðinn gjörbreyttan í kjölfar kórónuveirufaraldursins og segir stöðuna hagstæða fyrir nýtt flugfélag. Þetta kemur fram í viðtali við Skúla í Viðskiptablaðinu. Þar segir hann að mörgu að huga. Mikill tími fari í viðræður við flugvélaleigusala og viðræður við þá um kjör, hvaða flugvélar henta félaginu best og hvernig þær koma til með að passa inn í samsetningu flota félagsins þegar fram líða stundir. „Það liggur ekkert á þegar verið er að fara af stað með flug yfir vetrarmánuðina þegar fjöldi ferðamanna er minni. Það kostar mikið að vaxa ef þú gerir það of hratt, en ég held að við værum ekki að flýta okkur of hratt ef við værum komnir með sex til átta vélar með vorinu, jafnvel fleiri,“ hefur blaðið eftir Skúla. Hann segir að hafa verði í huga að Play sé ekki eiginlegt frumkvöðlafyrirtæki, heldur sé verið að endurnýja aðgang að vel þjálfuðu starfsfólki. Innviðir og kerfi félagsins séu þannig klár. Í raun sé bara framkvæmdarhlutinn, flugið sjálft, eftir. Standa vel miðað við keppinautana Þá segir Skúli að Play standi vel miðað við keppinauta sína, sem sitji uppi með ónothæfar flugvélar og mikinn fjölda starfsfólks á launum. Hann segir Play vera með 36 manns í vinnu eins og er. Þó hafi ekki allir verið í fullu starfi meðan faraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst, og starfsemin eftir því. Hann segir að þrátt fyrir að verið sé að „brenna á bilinu 200 til 300 þúsund evrum á mánuði í reksturinn núna,“ muni félagið geta staðið undir því þegar tekjustreymi kemur inn. Hann segist vona að það verði í haust. Skúli segir þá að mesta óvissan felist einfaldlega í því hvernig faraldur kórónuveirunnar og hlutir tengdir henni komi til með að þróast. „Flugrekstrarleyfið er klárt, bókunarsíðan er tilbúin, sem og samningar komnir við þjónustuaðila, birgja sem og kjarasamningar. Það eina sem er í raun eftir núna er að átta sig á hvenær Covid endar og hvernig við klárum restina.“ Hér má lesa viðtal Viðskiptablaðsins við Skúla. Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skúli segir allt tilbúið og Play klárt í bátana Skúli Skúlason, stjórnarformaður og aðaleigandi Play, segir að flugfélagið muni fara í loftið. Það sé bara spurning um dagsetningu sem ráðist af ytri aðstæðum, frekar en hitt. 15. maí 2020 08:09 Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Sjá meira
Skúli Skúlason, stjórnaformaður flugfélagsins Play, segir félagið stefna á að hefja sig til flugs í október á þessu ári. Hann segir flugmarkaðinn gjörbreyttan í kjölfar kórónuveirufaraldursins og segir stöðuna hagstæða fyrir nýtt flugfélag. Þetta kemur fram í viðtali við Skúla í Viðskiptablaðinu. Þar segir hann að mörgu að huga. Mikill tími fari í viðræður við flugvélaleigusala og viðræður við þá um kjör, hvaða flugvélar henta félaginu best og hvernig þær koma til með að passa inn í samsetningu flota félagsins þegar fram líða stundir. „Það liggur ekkert á þegar verið er að fara af stað með flug yfir vetrarmánuðina þegar fjöldi ferðamanna er minni. Það kostar mikið að vaxa ef þú gerir það of hratt, en ég held að við værum ekki að flýta okkur of hratt ef við værum komnir með sex til átta vélar með vorinu, jafnvel fleiri,“ hefur blaðið eftir Skúla. Hann segir að hafa verði í huga að Play sé ekki eiginlegt frumkvöðlafyrirtæki, heldur sé verið að endurnýja aðgang að vel þjálfuðu starfsfólki. Innviðir og kerfi félagsins séu þannig klár. Í raun sé bara framkvæmdarhlutinn, flugið sjálft, eftir. Standa vel miðað við keppinautana Þá segir Skúli að Play standi vel miðað við keppinauta sína, sem sitji uppi með ónothæfar flugvélar og mikinn fjölda starfsfólks á launum. Hann segir Play vera með 36 manns í vinnu eins og er. Þó hafi ekki allir verið í fullu starfi meðan faraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst, og starfsemin eftir því. Hann segir að þrátt fyrir að verið sé að „brenna á bilinu 200 til 300 þúsund evrum á mánuði í reksturinn núna,“ muni félagið geta staðið undir því þegar tekjustreymi kemur inn. Hann segist vona að það verði í haust. Skúli segir þá að mesta óvissan felist einfaldlega í því hvernig faraldur kórónuveirunnar og hlutir tengdir henni komi til með að þróast. „Flugrekstrarleyfið er klárt, bókunarsíðan er tilbúin, sem og samningar komnir við þjónustuaðila, birgja sem og kjarasamningar. Það eina sem er í raun eftir núna er að átta sig á hvenær Covid endar og hvernig við klárum restina.“ Hér má lesa viðtal Viðskiptablaðsins við Skúla.
Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skúli segir allt tilbúið og Play klárt í bátana Skúli Skúlason, stjórnarformaður og aðaleigandi Play, segir að flugfélagið muni fara í loftið. Það sé bara spurning um dagsetningu sem ráðist af ytri aðstæðum, frekar en hitt. 15. maí 2020 08:09 Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Sjá meira
Skúli segir allt tilbúið og Play klárt í bátana Skúli Skúlason, stjórnarformaður og aðaleigandi Play, segir að flugfélagið muni fara í loftið. Það sé bara spurning um dagsetningu sem ráðist af ytri aðstæðum, frekar en hitt. 15. maí 2020 08:09