Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júní 2020 23:33 Albertína Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Stöð 2/Einar Árnason. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Örri þróun í smíði rafmagnsflugvéla var lýst í fréttum okkar í gærkvöldi en þar spáði Friðrik Pálsson því að Íslendingar yrðu farnir að fljúga á rafmagni innan sjö til átta ára. „Ég held að það sé virkilega raunhæfur kostur að við séum að sjá, sérstaklega þessar styttri leiðir, bara rafvæddar á þeim tíma,“ segir Albertína, sem er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Magni X flaug í fyrsta sinn á rafmagnshreyfli fyrir hálfum mánuði í Bandaríkjunum og varð þar með stærsta rafmagnsflugvél heims. Þetta er í raun breytt vél af gerðinni Cessna Grand Caravan og tekur níu farþega.Mynd/Magni X. Albertína er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um rafvæðingu styttri flugferða. Þar er lagt til að rannsóknir og undirbúningur rafvæðingar flugsins fari strax inn á samgönguáætlun. Hún segir Íslendinga ekki mega sitja eftir þegar aðrar Norðurlandaþjóðir séu að marka slíka stefnu. „Nordic Innovation, sem er undir Norðurlandaráði, er að vinna að þessu statt og stöðugt bara núna,“ segir Albertína en í greinargerð tillögunnar kemur fram að stofnunin hafi styrkt sameiginlegt verkefni systurstofnana Isavia; Swedavia, Finavia og Avinor, til þess að þróa staðla fyrir rafmagnsflugvélar. Þannig stefni Norðurlöndin að því að verða í forystu á þessu sviði. Sænska fyrirtækið Heart Aerospace stefnir að því að þessi 19 sæta vél verði farin að fljúga með farþega eftir 5 ár. Henni er ætlað að þjóna áfangastöðum í allt að 400 kílómetra fjarlægð. Loftlínan milli Reykjavíkurflugvallar og Egilsstaðaflugvallar, lengstu áætlunarleiðarinnar á Íslandi, er 380 kílómetrar.Mynd/Heart Aerospace. Íslendingar eigi að taka fullan þátt í þessu, að mati Albertínu, og leggja sitt af mörkum til þess að rafvæða flugið. Hún segir þarna gríðarleg tækifæri. „Þá erum við að tala um að nota innlenda orkugjafa til þess að keyra flugið, - að ég tali ekki um að lækka kolefnisfótsporið af fluginu. En flugið er gríðarlega mikilvæg samgönguleið fyrir bæði höfuðborg og landsbyggðina,“ segir hún. Athygli vekur að þingflokkur Samfylkingarinnar skuli flytja málið, þess flokks sem leiðir baráttuna gegn Reykjavíkurflugvelli. En er rafvæðing flugsins ekki rök fyrir því að halda flugvellinum? „Nei, þetta kemur flugvellinum í rauninni ekkert við. Við þurfum að rafvæða flugið hvort sem flugvöllurinn verður áfram í Vatnsmýrinni eða annarsstaðar. Hins vegar varðandi Reykjavíkurflugvöll þá er náttúrlega alveg ljóst að góð tenging er nauðsynleg milli landsbyggðanna og höfuðborgarinnar. En það liggur fyrir samkomulag um að flugvöllurinn verður þar sem hann er þangað til jafngóður eða betri kostur finnst. Og við það samkomulag á að standa,“ segir Albertína Elíasdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Loftslagsmál Borgarstjórn Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Örri þróun í smíði rafmagnsflugvéla var lýst í fréttum okkar í gærkvöldi en þar spáði Friðrik Pálsson því að Íslendingar yrðu farnir að fljúga á rafmagni innan sjö til átta ára. „Ég held að það sé virkilega raunhæfur kostur að við séum að sjá, sérstaklega þessar styttri leiðir, bara rafvæddar á þeim tíma,“ segir Albertína, sem er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Magni X flaug í fyrsta sinn á rafmagnshreyfli fyrir hálfum mánuði í Bandaríkjunum og varð þar með stærsta rafmagnsflugvél heims. Þetta er í raun breytt vél af gerðinni Cessna Grand Caravan og tekur níu farþega.Mynd/Magni X. Albertína er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um rafvæðingu styttri flugferða. Þar er lagt til að rannsóknir og undirbúningur rafvæðingar flugsins fari strax inn á samgönguáætlun. Hún segir Íslendinga ekki mega sitja eftir þegar aðrar Norðurlandaþjóðir séu að marka slíka stefnu. „Nordic Innovation, sem er undir Norðurlandaráði, er að vinna að þessu statt og stöðugt bara núna,“ segir Albertína en í greinargerð tillögunnar kemur fram að stofnunin hafi styrkt sameiginlegt verkefni systurstofnana Isavia; Swedavia, Finavia og Avinor, til þess að þróa staðla fyrir rafmagnsflugvélar. Þannig stefni Norðurlöndin að því að verða í forystu á þessu sviði. Sænska fyrirtækið Heart Aerospace stefnir að því að þessi 19 sæta vél verði farin að fljúga með farþega eftir 5 ár. Henni er ætlað að þjóna áfangastöðum í allt að 400 kílómetra fjarlægð. Loftlínan milli Reykjavíkurflugvallar og Egilsstaðaflugvallar, lengstu áætlunarleiðarinnar á Íslandi, er 380 kílómetrar.Mynd/Heart Aerospace. Íslendingar eigi að taka fullan þátt í þessu, að mati Albertínu, og leggja sitt af mörkum til þess að rafvæða flugið. Hún segir þarna gríðarleg tækifæri. „Þá erum við að tala um að nota innlenda orkugjafa til þess að keyra flugið, - að ég tali ekki um að lækka kolefnisfótsporið af fluginu. En flugið er gríðarlega mikilvæg samgönguleið fyrir bæði höfuðborg og landsbyggðina,“ segir hún. Athygli vekur að þingflokkur Samfylkingarinnar skuli flytja málið, þess flokks sem leiðir baráttuna gegn Reykjavíkurflugvelli. En er rafvæðing flugsins ekki rök fyrir því að halda flugvellinum? „Nei, þetta kemur flugvellinum í rauninni ekkert við. Við þurfum að rafvæða flugið hvort sem flugvöllurinn verður áfram í Vatnsmýrinni eða annarsstaðar. Hins vegar varðandi Reykjavíkurflugvöll þá er náttúrlega alveg ljóst að góð tenging er nauðsynleg milli landsbyggðanna og höfuðborgarinnar. En það liggur fyrir samkomulag um að flugvöllurinn verður þar sem hann er þangað til jafngóður eða betri kostur finnst. Og við það samkomulag á að standa,“ segir Albertína Elíasdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Loftslagsmál Borgarstjórn Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24