Vélmenni hrista kokteila á Hafnartorgi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. júní 2020 20:00 Það eru ekki mennskir barþjónar heldur vélmenni sem hrista kokteila á nýjum stað sem var opnaður á Hafnartorgi nýverið. Það er fyrirtækið Glacierfire sem rekur staðinn sem er sá fyrsti sinnar tegundar hjá fyrirtækinu í Evrópu en stefnan er að opna fleiri staði víðar um álfuna. Eigendur fyrirtækisins eru frá Úganda og Suður Afríku en þeir opnuðu staðinn í samstarfi við íslenskan viðskiptafélaga í lok mars. Ríflega tveimur milljónum Bandaríkjadala hefur verið fjárfest í stofnkostnað en um 70% af starfsemi og þjónustu staðarins, sem ber nafnið Ice + Fries, þarfnast engra beinna mannlegra samskipta. Þegar pöntun hefur verið staðfest í sjálfsafgreiðsluvélum taka vélmenni við og hrista drykkina. Það tekur vélmennin Ragnar og Fróða eina til tvær mínútur að útbúa drykk, afgreiðslutíminn getur þó verið töluvert lengri þegar mikið er að gera. Einnig er hægt að panta mat en á næstunni stendur til að bjóða upp á nokkra rétti af þrívíddarprentuðum mat sem yrði þá í fyrsta sinn á Íslandi. Gervigreind sér þó ekki ein um alla vinnuna en átta manns eru í fullu starfi hjá fyrirtækinu á Íslandi, átta til viðbótar eru í hlutastarfi og nokkrir í verktöku. Í samtali við fréttastofu segist eigandinn Priyesh Patel vera bjartsýnn á að reksturinn muni ganga vel, þótt tímasetning opnunarinnar hafi verið óvenjuleg í ljósi kórónuveirufaraldursins. Hann hafi mikla trú á viðskiptalíkaninu en gervigreindin hjálpi til við að auka framleiðni. Matur Gervigreind Tækni Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
Það eru ekki mennskir barþjónar heldur vélmenni sem hrista kokteila á nýjum stað sem var opnaður á Hafnartorgi nýverið. Það er fyrirtækið Glacierfire sem rekur staðinn sem er sá fyrsti sinnar tegundar hjá fyrirtækinu í Evrópu en stefnan er að opna fleiri staði víðar um álfuna. Eigendur fyrirtækisins eru frá Úganda og Suður Afríku en þeir opnuðu staðinn í samstarfi við íslenskan viðskiptafélaga í lok mars. Ríflega tveimur milljónum Bandaríkjadala hefur verið fjárfest í stofnkostnað en um 70% af starfsemi og þjónustu staðarins, sem ber nafnið Ice + Fries, þarfnast engra beinna mannlegra samskipta. Þegar pöntun hefur verið staðfest í sjálfsafgreiðsluvélum taka vélmenni við og hrista drykkina. Það tekur vélmennin Ragnar og Fróða eina til tvær mínútur að útbúa drykk, afgreiðslutíminn getur þó verið töluvert lengri þegar mikið er að gera. Einnig er hægt að panta mat en á næstunni stendur til að bjóða upp á nokkra rétti af þrívíddarprentuðum mat sem yrði þá í fyrsta sinn á Íslandi. Gervigreind sér þó ekki ein um alla vinnuna en átta manns eru í fullu starfi hjá fyrirtækinu á Íslandi, átta til viðbótar eru í hlutastarfi og nokkrir í verktöku. Í samtali við fréttastofu segist eigandinn Priyesh Patel vera bjartsýnn á að reksturinn muni ganga vel, þótt tímasetning opnunarinnar hafi verið óvenjuleg í ljósi kórónuveirufaraldursins. Hann hafi mikla trú á viðskiptalíkaninu en gervigreindin hjálpi til við að auka framleiðni.
Matur Gervigreind Tækni Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira