Vilja reisa nýtt húsnæði Menntavísindasviðs innan fjögurra ára Andri Eysteinsson skrifar 10. júní 2020 15:32 Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í dag. Aðsend Nýju húsnæði Háskóla Íslands sem áætlað er að rísi á svæði Vísindagarða skólans í Vatnsmýri á næstu fjórum árum er ætlað að verða framtíðarhúsnæði Menntavísindasviðs HÍ. Þetta kemur fram í viljayfirlýsingu sem undirrituð var á ársfundi HÍ í hátíðarsal skólans í morgun. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands undirritaði yfirlýsinguna ásamt Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur forseta Menntavísindasviðs og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Aðstaða menntavísindasviðs hefur verið til húsa í Stakkahlíð og í Skipholti frá sameiningu HÍ og Kennaraháskóla Íslands árið 2008. Húsnæðið þykir ekki henta og er því áætlað að byggja nýtt húsnæði fyrir deildina. „Ég er þess fullviss að flutningur Menntavísindasviðs muni stuðla að heilsteyptara háskólasamfélagi, samhæfðari stoðþjónustu við bæði kennara og nemendur sviðsins og betra aðgengi að félagslífi fyrir nemendur í menntavísindum,“ segir Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs. Stefnt er að því að byggingin rísi á lóðinni sem merkt er með tölunni 9.Aðsend Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ sagði að stefnt hafi verið að því frá sameiningu HÍ og KHÍ að starfsemi yrði flutt á meginsvæði Háskólans í Safamýri. Málið hafi hins vegar ekki komist á rekspöl fyrr en nú. „Það er von mín að nýbygging sviðsins verði tilbúin innan fjögurra ára. Hún mun leggja grunn að betri samþættingu fræðigreina innan Háskóla Íslands, efla Háskóla Íslands, kennaramenntun og menntavísindi og verða íslensku skólakerfi og samfélagi til heilla,“ sagði Jón Atli. Menntamálaráðherra sagði að með nýrri og nútímalegri aðstöðu yrði fræðastarf Menntavísindasviðs enn öflugra. Sviðið gegndi lykilhlutverki í menntakerfinu og nú eigi að blása í herlúðra og bæta um betur. „Kerfið okkar er gott í grunninn, en við ætlum að bæta um betur og bjóða fyrsta flokks menntun fyrir alla, sem bæði nýtist einstaklingum og samfélaginu í heild,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Nýju húsnæði Háskóla Íslands sem áætlað er að rísi á svæði Vísindagarða skólans í Vatnsmýri á næstu fjórum árum er ætlað að verða framtíðarhúsnæði Menntavísindasviðs HÍ. Þetta kemur fram í viljayfirlýsingu sem undirrituð var á ársfundi HÍ í hátíðarsal skólans í morgun. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands undirritaði yfirlýsinguna ásamt Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur forseta Menntavísindasviðs og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Aðstaða menntavísindasviðs hefur verið til húsa í Stakkahlíð og í Skipholti frá sameiningu HÍ og Kennaraháskóla Íslands árið 2008. Húsnæðið þykir ekki henta og er því áætlað að byggja nýtt húsnæði fyrir deildina. „Ég er þess fullviss að flutningur Menntavísindasviðs muni stuðla að heilsteyptara háskólasamfélagi, samhæfðari stoðþjónustu við bæði kennara og nemendur sviðsins og betra aðgengi að félagslífi fyrir nemendur í menntavísindum,“ segir Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs. Stefnt er að því að byggingin rísi á lóðinni sem merkt er með tölunni 9.Aðsend Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ sagði að stefnt hafi verið að því frá sameiningu HÍ og KHÍ að starfsemi yrði flutt á meginsvæði Háskólans í Safamýri. Málið hafi hins vegar ekki komist á rekspöl fyrr en nú. „Það er von mín að nýbygging sviðsins verði tilbúin innan fjögurra ára. Hún mun leggja grunn að betri samþættingu fræðigreina innan Háskóla Íslands, efla Háskóla Íslands, kennaramenntun og menntavísindi og verða íslensku skólakerfi og samfélagi til heilla,“ sagði Jón Atli. Menntamálaráðherra sagði að með nýrri og nútímalegri aðstöðu yrði fræðastarf Menntavísindasviðs enn öflugra. Sviðið gegndi lykilhlutverki í menntakerfinu og nú eigi að blása í herlúðra og bæta um betur. „Kerfið okkar er gott í grunninn, en við ætlum að bæta um betur og bjóða fyrsta flokks menntun fyrir alla, sem bæði nýtist einstaklingum og samfélaginu í heild,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira