Það er ekkert sjálfgefið, Kristinn H. Svanur Guðmundsson skrifar 9. júní 2020 17:00 Kristni H. Gunnarssyni liggur mikið á að koma hugtakinu gjafakvóti á framfæri. Um leið leggur hann í óvissuferðir í umræðunni og reiknar eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta sést ágætlega í nýlegri grein hans sem birtist á Vísi 5. júní síðastliðinn. Gallinn við vangaveltur Kristins er sá að hann gefur sér rangar forsendur. Kristinn segir í upphafi greinar sinnar að „[ú]tgerðir sem höfðu stofnað til útgjalda og skulda fengu því forgang til kvótans. Fjárfesting í greininni var ekki mikil miðað við aflaverðmæti og það þurfti ekki mörg ár til að borga upp gott skip.“ Staðreyndin er sú að þeir sem höfðu stundað veiðar fengu veiðireynslu sína metna til áframhaldandi veiða með þeim skerðingum sem kvótinn hafði í för með sér. Fjárfesting var gríðarleg á þeim tíma og verðbólga illviðráðanleg. Fyrirtæki í sjávarútvegi réðu ekkert við skuldirnar sem hækkuðu stöðugt vegna gengisbreytinga og verðtryggingar. Eitt sinn var haft á orði að þegar einn togarinn kom nýr til heimahafnar þá skuldaði hann svo mikið að það hefðist ekki undan að landa upp úr honum til að geta greitt niður skuldirnar! Þessa sögu þekkir Kristinn mætavel en skautar yfir hana með rangfærslum og talnaleik. Þá veit ég ekki hvað honum gengur til með útúrsnúningum sínum þegar kemur að aflaheimildum Samherja. Það vita allir sem þekkja til í sjávarútvegi að Samherji, eins og nær öll önnur sjávarútvegsfyrirtæki, hefur keypt megnið af þeim kvóta sem hann hefur yfir að ráða. Höfum í huga að í upphafi var kvótanum að stærstum hluta úthlutað á bæjarútgerðir og ríkisfyrirtæki. Upphafskvótinn var að auki skorinn allverulega niður. Strax árið 1975 var reynt að ná tökum á sókn í þorskinn eftir svarta skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Enn harðari áminning kom með skýrslunni haustið 1983 sem sagði að við yrðum að ná tökum á þorskveiðum ef ekki ætti illa að fara. Þá voru þrjár leiðir í boði. Ein var að láta ríkið hafa allan kvótann og leigja til útgerðar, önnur var að deila kvótanum á alla Íslendinga og sú þriðja að láta þá fá kvótann sem höfðu verið að veiða fyrir daga kvótakerfisins. Menn sáu að ef ríkið tæki kvótann myndu fjármunir sem þar yrðu til fara út greininni og hún sæti eftir án getu til fjárfestinga og nýsköpunar. Ef almenningur fengi kvótann þá hefði það sama gerst og að samneyslan aukist. Aftur á móti ef útgerðin fengi kvótann þá myndi það leiða til þess að fjármunir sem mynduðust myndu fara til uppbyggingar innan greinarinnar. Það var gert og það hefur verið reyndin. Nýsköpun og hagræðing hefur verið í gangi innan greinarinnar eftir að frjálsa framsalið hófst. Sjávarútvegurinn en núna rekinn með hagnaði og stofnarnir eru sjálfbærir. Kvótakerfið var sett á til að vernda þorskstofninn og aðra stofna í kjölfarið svo sóknin færðist ekki um of á þá. Rekstrarumhverfið og þau viðskipti sem útgerðin stundar gerir það verkum að fjármunir færast til innan greinarinnar og verð myndast á aflaheimildum og skipum. Af þeim viðskiptum fær ríkið sína skatta eins og lög gera ráð fyrir og allt samfélagið hagnast. Áður fyrr voru sjóðir og millifærslur meginviðfangsefni ríkisins í sjávarútvegi. Nú er hausverkurinn hvað á að gera við þá fjármuni sem sjávarútvegurinn útvegar. Þetta átt þú að vita Kristinn eftir veru þína í þrem stjórnmálaflokkum, sem þingmaður og sem stjórnarformaður Byggðastofnunar. Höfundur er Sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Kristni H. Gunnarssyni liggur mikið á að koma hugtakinu gjafakvóti á framfæri. Um leið leggur hann í óvissuferðir í umræðunni og reiknar eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta sést ágætlega í nýlegri grein hans sem birtist á Vísi 5. júní síðastliðinn. Gallinn við vangaveltur Kristins er sá að hann gefur sér rangar forsendur. Kristinn segir í upphafi greinar sinnar að „[ú]tgerðir sem höfðu stofnað til útgjalda og skulda fengu því forgang til kvótans. Fjárfesting í greininni var ekki mikil miðað við aflaverðmæti og það þurfti ekki mörg ár til að borga upp gott skip.“ Staðreyndin er sú að þeir sem höfðu stundað veiðar fengu veiðireynslu sína metna til áframhaldandi veiða með þeim skerðingum sem kvótinn hafði í för með sér. Fjárfesting var gríðarleg á þeim tíma og verðbólga illviðráðanleg. Fyrirtæki í sjávarútvegi réðu ekkert við skuldirnar sem hækkuðu stöðugt vegna gengisbreytinga og verðtryggingar. Eitt sinn var haft á orði að þegar einn togarinn kom nýr til heimahafnar þá skuldaði hann svo mikið að það hefðist ekki undan að landa upp úr honum til að geta greitt niður skuldirnar! Þessa sögu þekkir Kristinn mætavel en skautar yfir hana með rangfærslum og talnaleik. Þá veit ég ekki hvað honum gengur til með útúrsnúningum sínum þegar kemur að aflaheimildum Samherja. Það vita allir sem þekkja til í sjávarútvegi að Samherji, eins og nær öll önnur sjávarútvegsfyrirtæki, hefur keypt megnið af þeim kvóta sem hann hefur yfir að ráða. Höfum í huga að í upphafi var kvótanum að stærstum hluta úthlutað á bæjarútgerðir og ríkisfyrirtæki. Upphafskvótinn var að auki skorinn allverulega niður. Strax árið 1975 var reynt að ná tökum á sókn í þorskinn eftir svarta skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Enn harðari áminning kom með skýrslunni haustið 1983 sem sagði að við yrðum að ná tökum á þorskveiðum ef ekki ætti illa að fara. Þá voru þrjár leiðir í boði. Ein var að láta ríkið hafa allan kvótann og leigja til útgerðar, önnur var að deila kvótanum á alla Íslendinga og sú þriðja að láta þá fá kvótann sem höfðu verið að veiða fyrir daga kvótakerfisins. Menn sáu að ef ríkið tæki kvótann myndu fjármunir sem þar yrðu til fara út greininni og hún sæti eftir án getu til fjárfestinga og nýsköpunar. Ef almenningur fengi kvótann þá hefði það sama gerst og að samneyslan aukist. Aftur á móti ef útgerðin fengi kvótann þá myndi það leiða til þess að fjármunir sem mynduðust myndu fara til uppbyggingar innan greinarinnar. Það var gert og það hefur verið reyndin. Nýsköpun og hagræðing hefur verið í gangi innan greinarinnar eftir að frjálsa framsalið hófst. Sjávarútvegurinn en núna rekinn með hagnaði og stofnarnir eru sjálfbærir. Kvótakerfið var sett á til að vernda þorskstofninn og aðra stofna í kjölfarið svo sóknin færðist ekki um of á þá. Rekstrarumhverfið og þau viðskipti sem útgerðin stundar gerir það verkum að fjármunir færast til innan greinarinnar og verð myndast á aflaheimildum og skipum. Af þeim viðskiptum fær ríkið sína skatta eins og lög gera ráð fyrir og allt samfélagið hagnast. Áður fyrr voru sjóðir og millifærslur meginviðfangsefni ríkisins í sjávarútvegi. Nú er hausverkurinn hvað á að gera við þá fjármuni sem sjávarútvegurinn útvegar. Þetta átt þú að vita Kristinn eftir veru þína í þrem stjórnmálaflokkum, sem þingmaður og sem stjórnarformaður Byggðastofnunar. Höfundur er Sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar