Hópurinn ekki sterkari en veikasti hlekkurinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. júní 2020 21:00 11 konur lögðu af stað yfir Vatnajökul á sunnudag. Þær safna fyrir samtökin Kraft og Líf. Mynd/LífsKraftur Snemma á sunnudag fór hópur kvenna af stað upp á Vatnajökul en þær ætla að þvera jökulinn á tíu dögum fyrir góð málefni. Snjódrífan Brynhildur Ólafsdóttir er fararstjóri leiðangursins ásamt Vilborgu Örnu Gissurardóttur pól- og Everestfara. Safnað er fyrir félögin Kraft og Líf. „Ég fæ þetta eiginlega bara með móðurmjólkinni, segir Brynhildur um útivistaráhugann. Hún hefur fengist við fararstjórn hjá Ferðafélagi Íslands frá árinu 2011 og haldið um skipulagningu á Landvættaverkefni FÍ sem hefur slegið í gegn á meðal útivistarfólks og þjálfar hópa í skíðagöngu, fjallahjólreiðum, vatnasundi og náttúruhlaupum. „Mamma var gríðarlegur náttúruunnandi og dró okkur með sér út í náttúrunna, upp á fjöll og í ferðalög. Það var það sem var hennar yndi og ánægja og smitast síðan algjörlega.“ Ást Brynhildar á fjöllum er skiljanleg þar sem hún ólst upp undir Kirkjufelli í Grundarfirði sem af mörgum er talið eitt formfegursta fjall veraldar. Móðir Brynhildar lést úr krabbameini síðasta sumar og hefur því ferðalagið sérstaka merkingu fyrir hana persónulega. „Þessi leiðangur núna kemur mjög fallega saman fyrir mér, bæði er þetta mikið í hennar anda og málefnið sem verið er að safna fyrir er mjög brýnt og það sem hún barðist fyrir.“ Brynhildur Ólafsdóttir er mikil útivistarmanneskja og þakkar móður sinni áhugann.Mynd/LífsKraftur Nauðsynlegt að fara varlega Brynhildur segir að sjálf fái hún sinn lífskraft úti við. „Ég skil allt eftir þegar ég fer í ferðalög. Ég svara helst ekki í síma, ég er ekki á miðlum,“ útskýrir Brynhildur. Hún segir að það sé skelfilegt að það sé komið 4G samband víða um hálendið og reynir að hunsa það eins og hún getur. „Maður er bara í núinu og það kemst ekkert annað að.“ Hulda Bjarnadóttir ræddi við Brynhildi fyrir brottför og hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: LífsKraftur - Brynhildur Ólafsdóttir Brynhildur segir að helsta flækjustigið varðandi leiðangurinn sé lengdin og svo stærð hópsins. „Þetta er langur leiðangur sem að eykur líkurnar á því að eitthvað geti farið úrskeiðis,“ segir Brynhildur um tækni- og erfiðleikastig göngunnar. Hópurinn gefur sér tíu daga til að þvera jökulinn, en þetta fer þó allt eftir veðrinu. „Við erum margar, við erum 11, sem eykur líkurnar á einhverju sem getur komið upp á.“ Hópinn skipa auk Brynhildar og Vilborgar þær Anna Sigríður Arnardóttir, Birna Bragadóttir, Heiða (Nikita) Birgisdóttir, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Hulda Hjálmarsdóttir, Karen Kjartansdóttir, Sirrý Ágústsdóttir, Soffía S. Sigurgeirsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir. „Þetta er jökull og jöklar eru lifandi og það þarf að fara farlega. Það þarf að gæta að mjög mörgu, það þarf að kunna að haga sér í námunda við jökla og passa sig.“ Hæðir og lægðir hjá öllum Veðrið, aðstæður, líðan hópsins og framgangan er á meðal þess sem Brynhildur og Vilborg Arna þurfa að huga að sem leiðangursstjórar. „Maður er alltaf að huga að þessu. Þetta er alveg gríðarleg teymisvinna og allir eru auðvitað meðvitaðir um það. Við erum búnar að fara í gegnum undirbúningsvinnu, meðal annars með íþróttasálfræðingi þar sem farið er í gegnum styrkleika og veikleika hvers leiðangursmanns.“ Hluti hópsins sem nú þverar Vatnajökul.Mynd/LífsKraftur Einnig ræddu þær áður hvernig þær vildu láta tala við sig ef eitthvað kemur upp á, því það er mjög mismunandi hvað virkar á hvern einstakling. „Það eru hæðir og lægðir hjá öllum í svona leiðangri.“ Aðalatriðið er að passa vel upp á hver aðra. Brynhildur segir að þær muni gista í tjöldum á jöklinum en þær geta einnig gist eina nótt í skála og hlýjað sér. „Hópurinn skiptir öllu máli, hann er eins og keðja og er ekkert sterkari en veikasti hlekkurinn. Þannig að við erum allar í því að halda honum saman og halda öllu gangandi.“ Hægt er að styðja við LífsKraft með því að leggja inn á söfnunarreikning 1161-26-9900, kennitala 501219-0290, eða með AUR í síma 789-4010. Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðunni Lífskraftur. Heilsa Lífskraftur Tengdar fréttir Magnað að vera á lífi og hafa heilsu til að geta í alvöru klifið þetta fjall Hulda Hjálmarsdóttir sigraðist á krabbameini fyrir 17 árum síðan. Hún er nú framkvæmdastjóri Krafts sem er að setja af stað hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein. Hulda tekur einnig þátt í verkefninu Lífskraftur og ætlar að þvera Vatnajökul. 7. júní 2020 09:00 Dómsmálaráðherra og 98 ára afi verndarar ferðarinnar Snjódrífurnar sem standa að baki átaksverkefninu, Lífskraftur, leggja af stað í göngu sína yfir Vatnajökul á morgun sunnudaginn 7. júní. 6. júní 2020 07:00 Greind með ólæknandi krabbamein en fagnar nú með að ganga þvert yfir Vatnajökul Ég vildi fagna lífinu og fagna því að vera til. Bara sýna fram á það að það er allt hægt, eitt skref í einu. Litlir sigrar verða að stórum, segir G. Sigríður Ágústsdóttir, betur þekkt sem Sirrý. 17. janúar 2020 12:20 Ætla að þvera Vatnajökul á tíu dögum Það óraði aldrei fyrir Sirrý Ágústsdóttur að fimm árum eftir að hún greindist með krabbamein í annað sinn væri hún á leið í tíu daga ferðalag yfir Vatnajökul. 6. júní 2020 21:00 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Snemma á sunnudag fór hópur kvenna af stað upp á Vatnajökul en þær ætla að þvera jökulinn á tíu dögum fyrir góð málefni. Snjódrífan Brynhildur Ólafsdóttir er fararstjóri leiðangursins ásamt Vilborgu Örnu Gissurardóttur pól- og Everestfara. Safnað er fyrir félögin Kraft og Líf. „Ég fæ þetta eiginlega bara með móðurmjólkinni, segir Brynhildur um útivistaráhugann. Hún hefur fengist við fararstjórn hjá Ferðafélagi Íslands frá árinu 2011 og haldið um skipulagningu á Landvættaverkefni FÍ sem hefur slegið í gegn á meðal útivistarfólks og þjálfar hópa í skíðagöngu, fjallahjólreiðum, vatnasundi og náttúruhlaupum. „Mamma var gríðarlegur náttúruunnandi og dró okkur með sér út í náttúrunna, upp á fjöll og í ferðalög. Það var það sem var hennar yndi og ánægja og smitast síðan algjörlega.“ Ást Brynhildar á fjöllum er skiljanleg þar sem hún ólst upp undir Kirkjufelli í Grundarfirði sem af mörgum er talið eitt formfegursta fjall veraldar. Móðir Brynhildar lést úr krabbameini síðasta sumar og hefur því ferðalagið sérstaka merkingu fyrir hana persónulega. „Þessi leiðangur núna kemur mjög fallega saman fyrir mér, bæði er þetta mikið í hennar anda og málefnið sem verið er að safna fyrir er mjög brýnt og það sem hún barðist fyrir.“ Brynhildur Ólafsdóttir er mikil útivistarmanneskja og þakkar móður sinni áhugann.Mynd/LífsKraftur Nauðsynlegt að fara varlega Brynhildur segir að sjálf fái hún sinn lífskraft úti við. „Ég skil allt eftir þegar ég fer í ferðalög. Ég svara helst ekki í síma, ég er ekki á miðlum,“ útskýrir Brynhildur. Hún segir að það sé skelfilegt að það sé komið 4G samband víða um hálendið og reynir að hunsa það eins og hún getur. „Maður er bara í núinu og það kemst ekkert annað að.“ Hulda Bjarnadóttir ræddi við Brynhildi fyrir brottför og hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: LífsKraftur - Brynhildur Ólafsdóttir Brynhildur segir að helsta flækjustigið varðandi leiðangurinn sé lengdin og svo stærð hópsins. „Þetta er langur leiðangur sem að eykur líkurnar á því að eitthvað geti farið úrskeiðis,“ segir Brynhildur um tækni- og erfiðleikastig göngunnar. Hópurinn gefur sér tíu daga til að þvera jökulinn, en þetta fer þó allt eftir veðrinu. „Við erum margar, við erum 11, sem eykur líkurnar á einhverju sem getur komið upp á.“ Hópinn skipa auk Brynhildar og Vilborgar þær Anna Sigríður Arnardóttir, Birna Bragadóttir, Heiða (Nikita) Birgisdóttir, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Hulda Hjálmarsdóttir, Karen Kjartansdóttir, Sirrý Ágústsdóttir, Soffía S. Sigurgeirsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir. „Þetta er jökull og jöklar eru lifandi og það þarf að fara farlega. Það þarf að gæta að mjög mörgu, það þarf að kunna að haga sér í námunda við jökla og passa sig.“ Hæðir og lægðir hjá öllum Veðrið, aðstæður, líðan hópsins og framgangan er á meðal þess sem Brynhildur og Vilborg Arna þurfa að huga að sem leiðangursstjórar. „Maður er alltaf að huga að þessu. Þetta er alveg gríðarleg teymisvinna og allir eru auðvitað meðvitaðir um það. Við erum búnar að fara í gegnum undirbúningsvinnu, meðal annars með íþróttasálfræðingi þar sem farið er í gegnum styrkleika og veikleika hvers leiðangursmanns.“ Hluti hópsins sem nú þverar Vatnajökul.Mynd/LífsKraftur Einnig ræddu þær áður hvernig þær vildu láta tala við sig ef eitthvað kemur upp á, því það er mjög mismunandi hvað virkar á hvern einstakling. „Það eru hæðir og lægðir hjá öllum í svona leiðangri.“ Aðalatriðið er að passa vel upp á hver aðra. Brynhildur segir að þær muni gista í tjöldum á jöklinum en þær geta einnig gist eina nótt í skála og hlýjað sér. „Hópurinn skiptir öllu máli, hann er eins og keðja og er ekkert sterkari en veikasti hlekkurinn. Þannig að við erum allar í því að halda honum saman og halda öllu gangandi.“ Hægt er að styðja við LífsKraft með því að leggja inn á söfnunarreikning 1161-26-9900, kennitala 501219-0290, eða með AUR í síma 789-4010. Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðunni Lífskraftur.
Heilsa Lífskraftur Tengdar fréttir Magnað að vera á lífi og hafa heilsu til að geta í alvöru klifið þetta fjall Hulda Hjálmarsdóttir sigraðist á krabbameini fyrir 17 árum síðan. Hún er nú framkvæmdastjóri Krafts sem er að setja af stað hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein. Hulda tekur einnig þátt í verkefninu Lífskraftur og ætlar að þvera Vatnajökul. 7. júní 2020 09:00 Dómsmálaráðherra og 98 ára afi verndarar ferðarinnar Snjódrífurnar sem standa að baki átaksverkefninu, Lífskraftur, leggja af stað í göngu sína yfir Vatnajökul á morgun sunnudaginn 7. júní. 6. júní 2020 07:00 Greind með ólæknandi krabbamein en fagnar nú með að ganga þvert yfir Vatnajökul Ég vildi fagna lífinu og fagna því að vera til. Bara sýna fram á það að það er allt hægt, eitt skref í einu. Litlir sigrar verða að stórum, segir G. Sigríður Ágústsdóttir, betur þekkt sem Sirrý. 17. janúar 2020 12:20 Ætla að þvera Vatnajökul á tíu dögum Það óraði aldrei fyrir Sirrý Ágústsdóttur að fimm árum eftir að hún greindist með krabbamein í annað sinn væri hún á leið í tíu daga ferðalag yfir Vatnajökul. 6. júní 2020 21:00 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Magnað að vera á lífi og hafa heilsu til að geta í alvöru klifið þetta fjall Hulda Hjálmarsdóttir sigraðist á krabbameini fyrir 17 árum síðan. Hún er nú framkvæmdastjóri Krafts sem er að setja af stað hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein. Hulda tekur einnig þátt í verkefninu Lífskraftur og ætlar að þvera Vatnajökul. 7. júní 2020 09:00
Dómsmálaráðherra og 98 ára afi verndarar ferðarinnar Snjódrífurnar sem standa að baki átaksverkefninu, Lífskraftur, leggja af stað í göngu sína yfir Vatnajökul á morgun sunnudaginn 7. júní. 6. júní 2020 07:00
Greind með ólæknandi krabbamein en fagnar nú með að ganga þvert yfir Vatnajökul Ég vildi fagna lífinu og fagna því að vera til. Bara sýna fram á það að það er allt hægt, eitt skref í einu. Litlir sigrar verða að stórum, segir G. Sigríður Ágústsdóttir, betur þekkt sem Sirrý. 17. janúar 2020 12:20
Ætla að þvera Vatnajökul á tíu dögum Það óraði aldrei fyrir Sirrý Ágústsdóttur að fimm árum eftir að hún greindist með krabbamein í annað sinn væri hún á leið í tíu daga ferðalag yfir Vatnajökul. 6. júní 2020 21:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“