Hópurinn ekki sterkari en veikasti hlekkurinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. júní 2020 21:00 11 konur lögðu af stað yfir Vatnajökul á sunnudag. Þær safna fyrir samtökin Kraft og Líf. Mynd/LífsKraftur Snemma á sunnudag fór hópur kvenna af stað upp á Vatnajökul en þær ætla að þvera jökulinn á tíu dögum fyrir góð málefni. Snjódrífan Brynhildur Ólafsdóttir er fararstjóri leiðangursins ásamt Vilborgu Örnu Gissurardóttur pól- og Everestfara. Safnað er fyrir félögin Kraft og Líf. „Ég fæ þetta eiginlega bara með móðurmjólkinni, segir Brynhildur um útivistaráhugann. Hún hefur fengist við fararstjórn hjá Ferðafélagi Íslands frá árinu 2011 og haldið um skipulagningu á Landvættaverkefni FÍ sem hefur slegið í gegn á meðal útivistarfólks og þjálfar hópa í skíðagöngu, fjallahjólreiðum, vatnasundi og náttúruhlaupum. „Mamma var gríðarlegur náttúruunnandi og dró okkur með sér út í náttúrunna, upp á fjöll og í ferðalög. Það var það sem var hennar yndi og ánægja og smitast síðan algjörlega.“ Ást Brynhildar á fjöllum er skiljanleg þar sem hún ólst upp undir Kirkjufelli í Grundarfirði sem af mörgum er talið eitt formfegursta fjall veraldar. Móðir Brynhildar lést úr krabbameini síðasta sumar og hefur því ferðalagið sérstaka merkingu fyrir hana persónulega. „Þessi leiðangur núna kemur mjög fallega saman fyrir mér, bæði er þetta mikið í hennar anda og málefnið sem verið er að safna fyrir er mjög brýnt og það sem hún barðist fyrir.“ Brynhildur Ólafsdóttir er mikil útivistarmanneskja og þakkar móður sinni áhugann.Mynd/LífsKraftur Nauðsynlegt að fara varlega Brynhildur segir að sjálf fái hún sinn lífskraft úti við. „Ég skil allt eftir þegar ég fer í ferðalög. Ég svara helst ekki í síma, ég er ekki á miðlum,“ útskýrir Brynhildur. Hún segir að það sé skelfilegt að það sé komið 4G samband víða um hálendið og reynir að hunsa það eins og hún getur. „Maður er bara í núinu og það kemst ekkert annað að.“ Hulda Bjarnadóttir ræddi við Brynhildi fyrir brottför og hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: LífsKraftur - Brynhildur Ólafsdóttir Brynhildur segir að helsta flækjustigið varðandi leiðangurinn sé lengdin og svo stærð hópsins. „Þetta er langur leiðangur sem að eykur líkurnar á því að eitthvað geti farið úrskeiðis,“ segir Brynhildur um tækni- og erfiðleikastig göngunnar. Hópurinn gefur sér tíu daga til að þvera jökulinn, en þetta fer þó allt eftir veðrinu. „Við erum margar, við erum 11, sem eykur líkurnar á einhverju sem getur komið upp á.“ Hópinn skipa auk Brynhildar og Vilborgar þær Anna Sigríður Arnardóttir, Birna Bragadóttir, Heiða (Nikita) Birgisdóttir, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Hulda Hjálmarsdóttir, Karen Kjartansdóttir, Sirrý Ágústsdóttir, Soffía S. Sigurgeirsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir. „Þetta er jökull og jöklar eru lifandi og það þarf að fara farlega. Það þarf að gæta að mjög mörgu, það þarf að kunna að haga sér í námunda við jökla og passa sig.“ Hæðir og lægðir hjá öllum Veðrið, aðstæður, líðan hópsins og framgangan er á meðal þess sem Brynhildur og Vilborg Arna þurfa að huga að sem leiðangursstjórar. „Maður er alltaf að huga að þessu. Þetta er alveg gríðarleg teymisvinna og allir eru auðvitað meðvitaðir um það. Við erum búnar að fara í gegnum undirbúningsvinnu, meðal annars með íþróttasálfræðingi þar sem farið er í gegnum styrkleika og veikleika hvers leiðangursmanns.“ Hluti hópsins sem nú þverar Vatnajökul.Mynd/LífsKraftur Einnig ræddu þær áður hvernig þær vildu láta tala við sig ef eitthvað kemur upp á, því það er mjög mismunandi hvað virkar á hvern einstakling. „Það eru hæðir og lægðir hjá öllum í svona leiðangri.“ Aðalatriðið er að passa vel upp á hver aðra. Brynhildur segir að þær muni gista í tjöldum á jöklinum en þær geta einnig gist eina nótt í skála og hlýjað sér. „Hópurinn skiptir öllu máli, hann er eins og keðja og er ekkert sterkari en veikasti hlekkurinn. Þannig að við erum allar í því að halda honum saman og halda öllu gangandi.“ Hægt er að styðja við LífsKraft með því að leggja inn á söfnunarreikning 1161-26-9900, kennitala 501219-0290, eða með AUR í síma 789-4010. Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðunni Lífskraftur. Heilsa Lífskraftur Tengdar fréttir Magnað að vera á lífi og hafa heilsu til að geta í alvöru klifið þetta fjall Hulda Hjálmarsdóttir sigraðist á krabbameini fyrir 17 árum síðan. Hún er nú framkvæmdastjóri Krafts sem er að setja af stað hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein. Hulda tekur einnig þátt í verkefninu Lífskraftur og ætlar að þvera Vatnajökul. 7. júní 2020 09:00 Dómsmálaráðherra og 98 ára afi verndarar ferðarinnar Snjódrífurnar sem standa að baki átaksverkefninu, Lífskraftur, leggja af stað í göngu sína yfir Vatnajökul á morgun sunnudaginn 7. júní. 6. júní 2020 07:00 Greind með ólæknandi krabbamein en fagnar nú með að ganga þvert yfir Vatnajökul Ég vildi fagna lífinu og fagna því að vera til. Bara sýna fram á það að það er allt hægt, eitt skref í einu. Litlir sigrar verða að stórum, segir G. Sigríður Ágústsdóttir, betur þekkt sem Sirrý. 17. janúar 2020 12:20 Ætla að þvera Vatnajökul á tíu dögum Það óraði aldrei fyrir Sirrý Ágústsdóttur að fimm árum eftir að hún greindist með krabbamein í annað sinn væri hún á leið í tíu daga ferðalag yfir Vatnajökul. 6. júní 2020 21:00 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Snemma á sunnudag fór hópur kvenna af stað upp á Vatnajökul en þær ætla að þvera jökulinn á tíu dögum fyrir góð málefni. Snjódrífan Brynhildur Ólafsdóttir er fararstjóri leiðangursins ásamt Vilborgu Örnu Gissurardóttur pól- og Everestfara. Safnað er fyrir félögin Kraft og Líf. „Ég fæ þetta eiginlega bara með móðurmjólkinni, segir Brynhildur um útivistaráhugann. Hún hefur fengist við fararstjórn hjá Ferðafélagi Íslands frá árinu 2011 og haldið um skipulagningu á Landvættaverkefni FÍ sem hefur slegið í gegn á meðal útivistarfólks og þjálfar hópa í skíðagöngu, fjallahjólreiðum, vatnasundi og náttúruhlaupum. „Mamma var gríðarlegur náttúruunnandi og dró okkur með sér út í náttúrunna, upp á fjöll og í ferðalög. Það var það sem var hennar yndi og ánægja og smitast síðan algjörlega.“ Ást Brynhildar á fjöllum er skiljanleg þar sem hún ólst upp undir Kirkjufelli í Grundarfirði sem af mörgum er talið eitt formfegursta fjall veraldar. Móðir Brynhildar lést úr krabbameini síðasta sumar og hefur því ferðalagið sérstaka merkingu fyrir hana persónulega. „Þessi leiðangur núna kemur mjög fallega saman fyrir mér, bæði er þetta mikið í hennar anda og málefnið sem verið er að safna fyrir er mjög brýnt og það sem hún barðist fyrir.“ Brynhildur Ólafsdóttir er mikil útivistarmanneskja og þakkar móður sinni áhugann.Mynd/LífsKraftur Nauðsynlegt að fara varlega Brynhildur segir að sjálf fái hún sinn lífskraft úti við. „Ég skil allt eftir þegar ég fer í ferðalög. Ég svara helst ekki í síma, ég er ekki á miðlum,“ útskýrir Brynhildur. Hún segir að það sé skelfilegt að það sé komið 4G samband víða um hálendið og reynir að hunsa það eins og hún getur. „Maður er bara í núinu og það kemst ekkert annað að.“ Hulda Bjarnadóttir ræddi við Brynhildi fyrir brottför og hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: LífsKraftur - Brynhildur Ólafsdóttir Brynhildur segir að helsta flækjustigið varðandi leiðangurinn sé lengdin og svo stærð hópsins. „Þetta er langur leiðangur sem að eykur líkurnar á því að eitthvað geti farið úrskeiðis,“ segir Brynhildur um tækni- og erfiðleikastig göngunnar. Hópurinn gefur sér tíu daga til að þvera jökulinn, en þetta fer þó allt eftir veðrinu. „Við erum margar, við erum 11, sem eykur líkurnar á einhverju sem getur komið upp á.“ Hópinn skipa auk Brynhildar og Vilborgar þær Anna Sigríður Arnardóttir, Birna Bragadóttir, Heiða (Nikita) Birgisdóttir, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Hulda Hjálmarsdóttir, Karen Kjartansdóttir, Sirrý Ágústsdóttir, Soffía S. Sigurgeirsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir. „Þetta er jökull og jöklar eru lifandi og það þarf að fara farlega. Það þarf að gæta að mjög mörgu, það þarf að kunna að haga sér í námunda við jökla og passa sig.“ Hæðir og lægðir hjá öllum Veðrið, aðstæður, líðan hópsins og framgangan er á meðal þess sem Brynhildur og Vilborg Arna þurfa að huga að sem leiðangursstjórar. „Maður er alltaf að huga að þessu. Þetta er alveg gríðarleg teymisvinna og allir eru auðvitað meðvitaðir um það. Við erum búnar að fara í gegnum undirbúningsvinnu, meðal annars með íþróttasálfræðingi þar sem farið er í gegnum styrkleika og veikleika hvers leiðangursmanns.“ Hluti hópsins sem nú þverar Vatnajökul.Mynd/LífsKraftur Einnig ræddu þær áður hvernig þær vildu láta tala við sig ef eitthvað kemur upp á, því það er mjög mismunandi hvað virkar á hvern einstakling. „Það eru hæðir og lægðir hjá öllum í svona leiðangri.“ Aðalatriðið er að passa vel upp á hver aðra. Brynhildur segir að þær muni gista í tjöldum á jöklinum en þær geta einnig gist eina nótt í skála og hlýjað sér. „Hópurinn skiptir öllu máli, hann er eins og keðja og er ekkert sterkari en veikasti hlekkurinn. Þannig að við erum allar í því að halda honum saman og halda öllu gangandi.“ Hægt er að styðja við LífsKraft með því að leggja inn á söfnunarreikning 1161-26-9900, kennitala 501219-0290, eða með AUR í síma 789-4010. Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðunni Lífskraftur.
Heilsa Lífskraftur Tengdar fréttir Magnað að vera á lífi og hafa heilsu til að geta í alvöru klifið þetta fjall Hulda Hjálmarsdóttir sigraðist á krabbameini fyrir 17 árum síðan. Hún er nú framkvæmdastjóri Krafts sem er að setja af stað hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein. Hulda tekur einnig þátt í verkefninu Lífskraftur og ætlar að þvera Vatnajökul. 7. júní 2020 09:00 Dómsmálaráðherra og 98 ára afi verndarar ferðarinnar Snjódrífurnar sem standa að baki átaksverkefninu, Lífskraftur, leggja af stað í göngu sína yfir Vatnajökul á morgun sunnudaginn 7. júní. 6. júní 2020 07:00 Greind með ólæknandi krabbamein en fagnar nú með að ganga þvert yfir Vatnajökul Ég vildi fagna lífinu og fagna því að vera til. Bara sýna fram á það að það er allt hægt, eitt skref í einu. Litlir sigrar verða að stórum, segir G. Sigríður Ágústsdóttir, betur þekkt sem Sirrý. 17. janúar 2020 12:20 Ætla að þvera Vatnajökul á tíu dögum Það óraði aldrei fyrir Sirrý Ágústsdóttur að fimm árum eftir að hún greindist með krabbamein í annað sinn væri hún á leið í tíu daga ferðalag yfir Vatnajökul. 6. júní 2020 21:00 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Magnað að vera á lífi og hafa heilsu til að geta í alvöru klifið þetta fjall Hulda Hjálmarsdóttir sigraðist á krabbameini fyrir 17 árum síðan. Hún er nú framkvæmdastjóri Krafts sem er að setja af stað hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein. Hulda tekur einnig þátt í verkefninu Lífskraftur og ætlar að þvera Vatnajökul. 7. júní 2020 09:00
Dómsmálaráðherra og 98 ára afi verndarar ferðarinnar Snjódrífurnar sem standa að baki átaksverkefninu, Lífskraftur, leggja af stað í göngu sína yfir Vatnajökul á morgun sunnudaginn 7. júní. 6. júní 2020 07:00
Greind með ólæknandi krabbamein en fagnar nú með að ganga þvert yfir Vatnajökul Ég vildi fagna lífinu og fagna því að vera til. Bara sýna fram á það að það er allt hægt, eitt skref í einu. Litlir sigrar verða að stórum, segir G. Sigríður Ágústsdóttir, betur þekkt sem Sirrý. 17. janúar 2020 12:20
Ætla að þvera Vatnajökul á tíu dögum Það óraði aldrei fyrir Sirrý Ágústsdóttur að fimm árum eftir að hún greindist með krabbamein í annað sinn væri hún á leið í tíu daga ferðalag yfir Vatnajökul. 6. júní 2020 21:00