Rúnar: Fengum bikar, héldum hreinu og hlupum meira en í síðustu tveimur leikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júní 2020 22:00 Rúnar var sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Rúnar var mjög sáttur með leik kvöldsins en KR sýndi svo sannarlega að þeir eru til alls líklegir í Pepsi Max deildinni í sumar með flottum 1-0 sigri á spræku liði Víkinga í uppgjöri Íslands- og bikarmeistaranna frá síðustu leiktíð. „Mér líður vel, við fengum bikar, unnum leikinn, héldum hreinu og hlupum meira en við vorum búnir að hlaupa í hinum leikjunum tveimur. Það var léttara yfir okkur, léttara yfir okkar leik og það er svona margt jákvætt í þessu,“ sagði Rúnar sigurreifur að leiks lokum. „Það er stígandi í liðinu síðan við gátum byrjað að æfa allir saman, þetta er búið að vera þungt. Eins og ég hef sagt áður erum við með eldra lið og við yngdum aðeins liðið núna, settum léttari fætur inn á og menn hlupu mikið og þeir sem eru eldri og hafa verið hægir í síðustu leikjum voru mun hraðari í dag og reikna með að þeir verði enn hraðari á laugardaginn næsta þegar Pepsi Max deildin fer af stað. Það er góður stígandi í þessu og þetta var jákvætt, gefur okkur sjálfstraust og trú. Við skorum eitt mark sem dugar okkur oft til að vinna leiki,“ sagði Rúnar um þá umræðu að KR-liðið væri að ströggla eftir tvo slaka æfingaleiki að undanförnu. „Við viljum skora fleiri mörk og vera með öruggari sigur en Víkingar áttu ekki mörg færi í þessum leik, þeir voru betri en við í síðari hálfleik og héldu boltanum mun meira en mér fannst við miklu betri fyrstu 30-35 mínúturnar þangað til við skorum 1-0. Síðan gáfum við aðeins eftir og þeir tóku sénsa í síðari hálfleik,“ sagði Rúnar um sigurinn en þetta er þriðji leikurinn í röð sem KR vinnur Víking 1-0. „Þetta er gott lið, þeir spila góðan fótbolta og þetta eru ungir og ferskir strákar með góða boltameðferð, mikinn hraða og þú verður að virða það og ef við getum ekki farið hátt upp og pressað þá allan leikinn þá þurfum við að falla niður og verja það sem við höfum. Við þurfum kannski bara að bæta skyndisóknirnar því það var fullt af möguleikum að sækja hratt á þá þegar við unnum boltann í síðari hálfleik,“ sagði Rúnar að lokum. KR-ingar fagna að leik loknum.Vísir/Haraldur Guðjónsson Fótbolti KR Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugs: Þeir kunna þetta og við þurfum að gjöra svo vel að læra það Arnar Gunnlaugsson var sáttur með frammistöðu Víkinga þrátt fyrir 1-0 tap gegn KR í Meistarakeppni KSÍ. 7. júní 2020 21:30 Kristján Flóki enn frá en Óskar Örn og Sölvi Geir einfaldlega gamlir KR mætir Víkingum í Meistarakeppni KSÍ í kvöld en nokkrar af stærstu stjörnum liðanna eru fjarverandi. 7. júní 2020 19:12 Leik lokið: KR - Víkingur 1-0 | KR meistarar meistaranna Íslandsmeistarar KR eru Meistarar Meistaranna eftir 1-0 sigur á Víkingum í kvöld. 7. júní 2020 21:45 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sjá meira
Rúnar var mjög sáttur með leik kvöldsins en KR sýndi svo sannarlega að þeir eru til alls líklegir í Pepsi Max deildinni í sumar með flottum 1-0 sigri á spræku liði Víkinga í uppgjöri Íslands- og bikarmeistaranna frá síðustu leiktíð. „Mér líður vel, við fengum bikar, unnum leikinn, héldum hreinu og hlupum meira en við vorum búnir að hlaupa í hinum leikjunum tveimur. Það var léttara yfir okkur, léttara yfir okkar leik og það er svona margt jákvætt í þessu,“ sagði Rúnar sigurreifur að leiks lokum. „Það er stígandi í liðinu síðan við gátum byrjað að æfa allir saman, þetta er búið að vera þungt. Eins og ég hef sagt áður erum við með eldra lið og við yngdum aðeins liðið núna, settum léttari fætur inn á og menn hlupu mikið og þeir sem eru eldri og hafa verið hægir í síðustu leikjum voru mun hraðari í dag og reikna með að þeir verði enn hraðari á laugardaginn næsta þegar Pepsi Max deildin fer af stað. Það er góður stígandi í þessu og þetta var jákvætt, gefur okkur sjálfstraust og trú. Við skorum eitt mark sem dugar okkur oft til að vinna leiki,“ sagði Rúnar um þá umræðu að KR-liðið væri að ströggla eftir tvo slaka æfingaleiki að undanförnu. „Við viljum skora fleiri mörk og vera með öruggari sigur en Víkingar áttu ekki mörg færi í þessum leik, þeir voru betri en við í síðari hálfleik og héldu boltanum mun meira en mér fannst við miklu betri fyrstu 30-35 mínúturnar þangað til við skorum 1-0. Síðan gáfum við aðeins eftir og þeir tóku sénsa í síðari hálfleik,“ sagði Rúnar um sigurinn en þetta er þriðji leikurinn í röð sem KR vinnur Víking 1-0. „Þetta er gott lið, þeir spila góðan fótbolta og þetta eru ungir og ferskir strákar með góða boltameðferð, mikinn hraða og þú verður að virða það og ef við getum ekki farið hátt upp og pressað þá allan leikinn þá þurfum við að falla niður og verja það sem við höfum. Við þurfum kannski bara að bæta skyndisóknirnar því það var fullt af möguleikum að sækja hratt á þá þegar við unnum boltann í síðari hálfleik,“ sagði Rúnar að lokum. KR-ingar fagna að leik loknum.Vísir/Haraldur Guðjónsson
Fótbolti KR Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugs: Þeir kunna þetta og við þurfum að gjöra svo vel að læra það Arnar Gunnlaugsson var sáttur með frammistöðu Víkinga þrátt fyrir 1-0 tap gegn KR í Meistarakeppni KSÍ. 7. júní 2020 21:30 Kristján Flóki enn frá en Óskar Örn og Sölvi Geir einfaldlega gamlir KR mætir Víkingum í Meistarakeppni KSÍ í kvöld en nokkrar af stærstu stjörnum liðanna eru fjarverandi. 7. júní 2020 19:12 Leik lokið: KR - Víkingur 1-0 | KR meistarar meistaranna Íslandsmeistarar KR eru Meistarar Meistaranna eftir 1-0 sigur á Víkingum í kvöld. 7. júní 2020 21:45 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sjá meira
Arnar Gunnlaugs: Þeir kunna þetta og við þurfum að gjöra svo vel að læra það Arnar Gunnlaugsson var sáttur með frammistöðu Víkinga þrátt fyrir 1-0 tap gegn KR í Meistarakeppni KSÍ. 7. júní 2020 21:30
Kristján Flóki enn frá en Óskar Örn og Sölvi Geir einfaldlega gamlir KR mætir Víkingum í Meistarakeppni KSÍ í kvöld en nokkrar af stærstu stjörnum liðanna eru fjarverandi. 7. júní 2020 19:12
Leik lokið: KR - Víkingur 1-0 | KR meistarar meistaranna Íslandsmeistarar KR eru Meistarar Meistaranna eftir 1-0 sigur á Víkingum í kvöld. 7. júní 2020 21:45