Ætla sér upp á 105 ára afmælinu: „Þór vill spila á meðal þeirra bestu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júní 2020 20:00 Páll Viðar er mættur aftur í Þorpið. vísir/s2s Páll Viðar Gíslason, sem tók aftur við Þór í vetur, segir að það sé ekkert annað markmið hjá félaginu en að koma sér aftur upp í deild þeirra bestu, Pepsi Max-deildina. Páll Viðar er mættur aftur í stjórastólinn í Þorpinu eftir veru meðal annars á Húsavík og á Grenivík en hann þjálfaði Þórsara síðast þegar þeir voru í efstu deild. Hann ræddi við Tryggva Pál Tryggvason á dögunum. „Ég er hálf montinn með mitt lið eftir þetta ástand. Menn hafa æft vel og hugsuðu vel um sig og svo þegar við byrjuðum að æfa þá komu þeir vel undan. Ég get ekki annað sagt en að ég sé sáttur við hvernig staðan er,“ en hvernig sér Páll fyrir sér Lengjudeildina í ár? „Ég held að ef maður rýnir í leikmannahópanna þá finnst mér eins og að það séu fleiri lið sem leggja meira í þetta núna og að þetta verði hugsanlega jafnari og sterkari deild en í fyrra. Mér sýnist að menn eru ekkert að reikna sér stigin fyrir.“ „Það eru mikið af ferðalögum fyrir liðin vítt og breitt. Ég held að þetta verði skemmtilegt og örugglega mörg óvænt úrslit þrátt fyrir spár og væntingar og markmið og þess háttar.“ Það leit lengi vel út fyrir það að Þór myndi fara upp á síðustu leiktíð en liðið gaf eftir þegar leið á leiktíðina og Páll vonast til þess að menn nýti sér það í ár. „Það var einhver hiksti í þessu í lokin og menn voru eðlilega sárir og svekktir eftir tímabilið. Ég vona það, þar sem margir eru áfram, að þeir vilji bæta upp fyrir þetta og að sjálfsögðu vona ég að við verðum ekki aftur fyrir vonbrigðum.“ Hann segir að það þurfi engan markmiðafund til að ákveða markmið Þórs. „Ég hef ekki sett á fund og sett mér markmið með leikmönnum þar sem mér finnst blasa beinast við, eftir svekkelsið síðasta sumar, að markmiðið sé ekkert sem þarf að ræða um. Þór vill spila meðal þeirra bestu og þangað ætlum við að reyna að komast. Hvort að við eigum efni á því eða ekki, það er aukaatriði. Þór vill alltaf spila á meðal þeirra bestu, eins fljótt og hægt er.“ Allt viðtal við Pál má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Páll Viðar Íslenski boltinn Sportpakkinn Þór Akureyri Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Sjá meira
Páll Viðar Gíslason, sem tók aftur við Þór í vetur, segir að það sé ekkert annað markmið hjá félaginu en að koma sér aftur upp í deild þeirra bestu, Pepsi Max-deildina. Páll Viðar er mættur aftur í stjórastólinn í Þorpinu eftir veru meðal annars á Húsavík og á Grenivík en hann þjálfaði Þórsara síðast þegar þeir voru í efstu deild. Hann ræddi við Tryggva Pál Tryggvason á dögunum. „Ég er hálf montinn með mitt lið eftir þetta ástand. Menn hafa æft vel og hugsuðu vel um sig og svo þegar við byrjuðum að æfa þá komu þeir vel undan. Ég get ekki annað sagt en að ég sé sáttur við hvernig staðan er,“ en hvernig sér Páll fyrir sér Lengjudeildina í ár? „Ég held að ef maður rýnir í leikmannahópanna þá finnst mér eins og að það séu fleiri lið sem leggja meira í þetta núna og að þetta verði hugsanlega jafnari og sterkari deild en í fyrra. Mér sýnist að menn eru ekkert að reikna sér stigin fyrir.“ „Það eru mikið af ferðalögum fyrir liðin vítt og breitt. Ég held að þetta verði skemmtilegt og örugglega mörg óvænt úrslit þrátt fyrir spár og væntingar og markmið og þess háttar.“ Það leit lengi vel út fyrir það að Þór myndi fara upp á síðustu leiktíð en liðið gaf eftir þegar leið á leiktíðina og Páll vonast til þess að menn nýti sér það í ár. „Það var einhver hiksti í þessu í lokin og menn voru eðlilega sárir og svekktir eftir tímabilið. Ég vona það, þar sem margir eru áfram, að þeir vilji bæta upp fyrir þetta og að sjálfsögðu vona ég að við verðum ekki aftur fyrir vonbrigðum.“ Hann segir að það þurfi engan markmiðafund til að ákveða markmið Þórs. „Ég hef ekki sett á fund og sett mér markmið með leikmönnum þar sem mér finnst blasa beinast við, eftir svekkelsið síðasta sumar, að markmiðið sé ekkert sem þarf að ræða um. Þór vill spila meðal þeirra bestu og þangað ætlum við að reyna að komast. Hvort að við eigum efni á því eða ekki, það er aukaatriði. Þór vill alltaf spila á meðal þeirra bestu, eins fljótt og hægt er.“ Allt viðtal við Pál má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Páll Viðar
Íslenski boltinn Sportpakkinn Þór Akureyri Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Sjá meira