Segir heilbrigðisráðuneytið ítrekað fresta því að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júní 2020 18:43 Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Heilbrigðisráðunetið hefur ítrekað frestað því að hefja skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi að sögn framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins sem hefur einnig áhyggjur af því að brjóstaskimun falli niður tímabundið um áramótin. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að Landspítali og sjúkrahúsið á Akureyri taki við brjóstaskimunum frá næstu áramótum en Landspítlainn hefur óskað eftir að því verði frestað til 1. maí. Samningur Sjúkratrygginga við Krabbameinsfélagið um skimanir rennur út um áramót og ekki liggur fyrir hver muni sinna skimunum þar til Landspítalinn er tilbúinn að taka við verkefninu. „Það hefur fyrst og fremst áhrif á fólk í landinu. Það eru mjög miklir hagsmunir þarna undir,“ sagði Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Skimun sé fyrir utan tóbaksvarnir, áhrifaríkasta forvarnarleiðin gegn krabbameinum. Ef skimanir fyrir brjóstakrabbameinum falli niður í fjóra mánuði megi gera ráð fyrir að greining og meðferð sjúkdómsins dragist úr hófi fram fyrir tugi kvenna. „Það þýðir ekki að þær muni ekki greinast. Þær greinast seinna. Það þýðir að meðferð hefst seinna og það getur haft mjög alvarlegar afleiðingar,“ sagði Halla. Heilbrigðisráðuneytið sendi út fréttatilkynningu síðdegis þar sem fram kemur að fari svo að ekki takist að tryggja framkvæmd brjóstaskimana með aðkomu annars aðila en LSH frá árslokum 2020 til 1. maí mun Landspítali tryggja að konum standi til boða, hér eftir sem hingað til, góð og örugg þjónusta. Krabbameinsfélag Íslands.EINAR ÁRNASON Samkvæmt samkomulagi Krabbameinsfélagsins og Heilbrigðisráðuneytisins frá árinu 2016 stóð til að hefja skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi haustið 2017. Félagið og ráðuneytið undirbjuggu verkefnið í sameiningu og lögðu í það 45 milljónir. „Síðan hafa stjórnvöld því miður frestað því ítrekað að taka skimunina upp og það er rosalega bagalegt,“ sagði Halla. Ekki liggur fyrir hvenær skimunin hefst. Krabbamein í ristli og endaþarmi er meðal algengustu krabbameina og fer nýgengið vaxandi. Yfir 180 greinast með meinið á hverju ári hér á landi. Með skimun er hægt að finna forstig sjúkdómsins og koma í veg fyrir meinið. „Og auk þess er hægt að greina sjúkdómana fyrr þanng að meðferð verður léttari og fylgikvillar minni þannig þetta er risa stórt mál, rista stórt,“ sagði Halla. Hún segist ekki vita hvers vegna verkefninu sé ekki ýtt úr vör. Árið 2018 bauð Krabbameinsfélagið upp á að prufukeyra verkefnið en því var hafnað af ráðuneytinu. „Við viljum vera í fararbroddi. Við viljum bjarga mannslífum og það getum við gert með þessari skimun,“ sagði Halla. Heilsa Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Heilbrigðisráðunetið hefur ítrekað frestað því að hefja skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi að sögn framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins sem hefur einnig áhyggjur af því að brjóstaskimun falli niður tímabundið um áramótin. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að Landspítali og sjúkrahúsið á Akureyri taki við brjóstaskimunum frá næstu áramótum en Landspítlainn hefur óskað eftir að því verði frestað til 1. maí. Samningur Sjúkratrygginga við Krabbameinsfélagið um skimanir rennur út um áramót og ekki liggur fyrir hver muni sinna skimunum þar til Landspítalinn er tilbúinn að taka við verkefninu. „Það hefur fyrst og fremst áhrif á fólk í landinu. Það eru mjög miklir hagsmunir þarna undir,“ sagði Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Skimun sé fyrir utan tóbaksvarnir, áhrifaríkasta forvarnarleiðin gegn krabbameinum. Ef skimanir fyrir brjóstakrabbameinum falli niður í fjóra mánuði megi gera ráð fyrir að greining og meðferð sjúkdómsins dragist úr hófi fram fyrir tugi kvenna. „Það þýðir ekki að þær muni ekki greinast. Þær greinast seinna. Það þýðir að meðferð hefst seinna og það getur haft mjög alvarlegar afleiðingar,“ sagði Halla. Heilbrigðisráðuneytið sendi út fréttatilkynningu síðdegis þar sem fram kemur að fari svo að ekki takist að tryggja framkvæmd brjóstaskimana með aðkomu annars aðila en LSH frá árslokum 2020 til 1. maí mun Landspítali tryggja að konum standi til boða, hér eftir sem hingað til, góð og örugg þjónusta. Krabbameinsfélag Íslands.EINAR ÁRNASON Samkvæmt samkomulagi Krabbameinsfélagsins og Heilbrigðisráðuneytisins frá árinu 2016 stóð til að hefja skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi haustið 2017. Félagið og ráðuneytið undirbjuggu verkefnið í sameiningu og lögðu í það 45 milljónir. „Síðan hafa stjórnvöld því miður frestað því ítrekað að taka skimunina upp og það er rosalega bagalegt,“ sagði Halla. Ekki liggur fyrir hvenær skimunin hefst. Krabbamein í ristli og endaþarmi er meðal algengustu krabbameina og fer nýgengið vaxandi. Yfir 180 greinast með meinið á hverju ári hér á landi. Með skimun er hægt að finna forstig sjúkdómsins og koma í veg fyrir meinið. „Og auk þess er hægt að greina sjúkdómana fyrr þanng að meðferð verður léttari og fylgikvillar minni þannig þetta er risa stórt mál, rista stórt,“ sagði Halla. Hún segist ekki vita hvers vegna verkefninu sé ekki ýtt úr vör. Árið 2018 bauð Krabbameinsfélagið upp á að prufukeyra verkefnið en því var hafnað af ráðuneytinu. „Við viljum vera í fararbroddi. Við viljum bjarga mannslífum og það getum við gert með þessari skimun,“ sagði Halla.
Heilsa Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent