Gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja meðal barna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júní 2020 12:15 Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og doktor í svefnrannsóknum. Gríðarleg aukning hefur orðið á notkun svefnlyfja á meðal barna og eru dæmi um að fjögurra ára börn neyti lyfjanna. Sérfræðingur í svefnrannsóknum segir ekki gripið til nægilega markvissra aðgerða til að bæta svefn ungmenna. Rannsóknir og greining framkvæmdu nýlega ítarlega rannsókn á svefni ungmenna. Þar kemur fram að enn sofi börn of lítið og hefur koffínneysla og skjátími neikvæð áhrif. „Það sem við erum að sjá í þessari rannsókn er að ung fólk á Íslandi eða unglingar eru að sofa of lítið og þetta er auðvitað það sama og við höfum séð síðustu ár en það er verði að spyrja mun ítarlegra um svefninn núna og erum því með fleiri upplýsingar og við erum að tengja þetta við ýmsa þætti þar á meðal skjátíma, koffínneyslu, andlega og líkamlega heilsu. Þar kemur fram að þeir sem sofa of lítið er líka sá hópur sem metur andlega og líkamlega heilsu sína verri of neytir meiri orkudrykkja og er að verja meiri tíma í skjá,“ sagði Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsónum hjá Betri svefn. Hún segir að grípa þurfi til markvissra aðgerða. „Umræðan hefur verið mikil um svefn og það er vitundavakning sem maður finnur fyrir og fólk er almenn að verða meðvitað um að svefninn skiptir máli. Við höfum kannski ekki farið í nægilega markvissar aðgerðir og ég held að það sé það sem fyrst og fremst þurfi að gera. Það þarf að efla fræðslu og við þurfum að koma fræðslu um svefn í námskrá og byrja strax í fyrsta bekk. Þetta er eitthvað sem tekur tíma að síast inn og eins og ég segi við höfum kannski ekki gripið til nógu markvissra aðgerða hvað þetta varðar,“ sagði Erla. Neysla orkudrykkja hafi aukist um 150 prósent hjá ungu fólki. Einnig hafi orðið gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja á meðal barna og ungmenna. „Við höfum séð gögn frá landlæknisembættinu þar sem þau taka gögn frá lyfjaskrá þar sem er sýnt að það hefur orðið gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja á meðal barna. Þá erum við að tala um börn mikið yngri alveg niður í 4 ára. Það er bara mörg hundruð prósenta aukning á þessari notkun ef við horfum bara á síðasta áratug. Það er auðvitað mikið áhyggjuefnið því ef börn eru að glíma við svefnvanda þá eiga svefnlyf að vera algjört neyðarúrræði og notuð í takmarkaðan tíma á meðan verið er að rétta af og í rauninni á að vera búið að reyna að gera allt annað fyrst,“ sagði Erla. Sagði Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum hjá Betri svefn. Heilsa Svefn Börn og uppeldi Orkudrykkir Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira
Gríðarleg aukning hefur orðið á notkun svefnlyfja á meðal barna og eru dæmi um að fjögurra ára börn neyti lyfjanna. Sérfræðingur í svefnrannsóknum segir ekki gripið til nægilega markvissra aðgerða til að bæta svefn ungmenna. Rannsóknir og greining framkvæmdu nýlega ítarlega rannsókn á svefni ungmenna. Þar kemur fram að enn sofi börn of lítið og hefur koffínneysla og skjátími neikvæð áhrif. „Það sem við erum að sjá í þessari rannsókn er að ung fólk á Íslandi eða unglingar eru að sofa of lítið og þetta er auðvitað það sama og við höfum séð síðustu ár en það er verði að spyrja mun ítarlegra um svefninn núna og erum því með fleiri upplýsingar og við erum að tengja þetta við ýmsa þætti þar á meðal skjátíma, koffínneyslu, andlega og líkamlega heilsu. Þar kemur fram að þeir sem sofa of lítið er líka sá hópur sem metur andlega og líkamlega heilsu sína verri of neytir meiri orkudrykkja og er að verja meiri tíma í skjá,“ sagði Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsónum hjá Betri svefn. Hún segir að grípa þurfi til markvissra aðgerða. „Umræðan hefur verið mikil um svefn og það er vitundavakning sem maður finnur fyrir og fólk er almenn að verða meðvitað um að svefninn skiptir máli. Við höfum kannski ekki farið í nægilega markvissar aðgerðir og ég held að það sé það sem fyrst og fremst þurfi að gera. Það þarf að efla fræðslu og við þurfum að koma fræðslu um svefn í námskrá og byrja strax í fyrsta bekk. Þetta er eitthvað sem tekur tíma að síast inn og eins og ég segi við höfum kannski ekki gripið til nógu markvissra aðgerða hvað þetta varðar,“ sagði Erla. Neysla orkudrykkja hafi aukist um 150 prósent hjá ungu fólki. Einnig hafi orðið gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja á meðal barna og ungmenna. „Við höfum séð gögn frá landlæknisembættinu þar sem þau taka gögn frá lyfjaskrá þar sem er sýnt að það hefur orðið gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja á meðal barna. Þá erum við að tala um börn mikið yngri alveg niður í 4 ára. Það er bara mörg hundruð prósenta aukning á þessari notkun ef við horfum bara á síðasta áratug. Það er auðvitað mikið áhyggjuefnið því ef börn eru að glíma við svefnvanda þá eiga svefnlyf að vera algjört neyðarúrræði og notuð í takmarkaðan tíma á meðan verið er að rétta af og í rauninni á að vera búið að reyna að gera allt annað fyrst,“ sagði Erla. Sagði Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum hjá Betri svefn.
Heilsa Svefn Börn og uppeldi Orkudrykkir Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira