LEGO bað auglýsendur um að fjarlægja markaðsefni með lögguþema Sylvía Hall skrifar 4. júní 2020 14:29 LEGO lýsti yfir samstöðu með Black Lives Matter hreyfingunni á samfélagsmiðlum. Vísir/GEtty Leikfangaframleiðandinn LEGO hefur ákveðið að styrkja Black Lives Matter hreyfinguna um fjórar milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar rúmlega hálfum milljarði íslenskra króna. Þá sendi fyrirtækið tölvupóst á markaðsaðila þar sem þeir voru beðnir um að fjarlægja allar auglýsingar frá fyrirtækinu sem sýndi varning með lögregluþema. Í tölvupósti sem ToyBook hefur undir höndum og var sendur frá LEGO var beðið um að slíkt markaðsefni yrði fjarlægt í ljósi ástandsins vestanhafs. Í tölvupóstinum var að finna langan lista yfir varning sem fyrirtækið vildi ekki láta auglýsa, til að mynda varning tengdan lögreglunni og slökkviliðsmönnum. „Í ljósi nýskeðra atburða vill LEGO biðja um að neðangreindar vörur verði fjarlægðar af síðum og af markaðsefni eins fljótt og auðið er,“ stóð í tölvupóstinum. Got an email earlier from @Rakuten telling us to remove any ad links for @LEGO_Group products including a police theme.The products are still for sale, they just don't want them advertised.Challenging times. pic.twitter.com/sxdjyUXZmJ— Michael P Clark (@firstmentormike) June 3, 2020 Í svari LEGO til miðilsins segist fyrirtækið hafa beðið auglýsendur um að birta ekkert markaðsefni tengd fyrirtækinu til þess að sýna #BlackOutTuesday samstöðu, en herferðin vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum í fyrradag. Þetta hafi því átt við um allt efni frá fyrirtækinu, þó listinn taldi aðeins upp fyrrnefndan varning. „Við hörmum allan misskilning og munum sjá til þess að við séum skýrari með ætlun okkar í framtíðinni.“ Fyrirtækið birti yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni í gær það sem það sagðist standa með svörtu fólki og þeirra baráttu gegn rasisma og óréttlæti. Enn væri langt í land og því gaf fyrirtækið fjórar milljónir Bandaríkjadala til hreyfingarinnar. „Við munum gefa fjórar milljónir til samtaka sem stuðla að því að styðja við svört börn og fræða öll börn um jafnrétti allra kynþátta.“ pic.twitter.com/gpWKJ8pr7V— LEGO (@LEGO_Group) June 3, 2020 Black Lives Matter Danmörk Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Leikfangaframleiðandinn LEGO hefur ákveðið að styrkja Black Lives Matter hreyfinguna um fjórar milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar rúmlega hálfum milljarði íslenskra króna. Þá sendi fyrirtækið tölvupóst á markaðsaðila þar sem þeir voru beðnir um að fjarlægja allar auglýsingar frá fyrirtækinu sem sýndi varning með lögregluþema. Í tölvupósti sem ToyBook hefur undir höndum og var sendur frá LEGO var beðið um að slíkt markaðsefni yrði fjarlægt í ljósi ástandsins vestanhafs. Í tölvupóstinum var að finna langan lista yfir varning sem fyrirtækið vildi ekki láta auglýsa, til að mynda varning tengdan lögreglunni og slökkviliðsmönnum. „Í ljósi nýskeðra atburða vill LEGO biðja um að neðangreindar vörur verði fjarlægðar af síðum og af markaðsefni eins fljótt og auðið er,“ stóð í tölvupóstinum. Got an email earlier from @Rakuten telling us to remove any ad links for @LEGO_Group products including a police theme.The products are still for sale, they just don't want them advertised.Challenging times. pic.twitter.com/sxdjyUXZmJ— Michael P Clark (@firstmentormike) June 3, 2020 Í svari LEGO til miðilsins segist fyrirtækið hafa beðið auglýsendur um að birta ekkert markaðsefni tengd fyrirtækinu til þess að sýna #BlackOutTuesday samstöðu, en herferðin vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum í fyrradag. Þetta hafi því átt við um allt efni frá fyrirtækinu, þó listinn taldi aðeins upp fyrrnefndan varning. „Við hörmum allan misskilning og munum sjá til þess að við séum skýrari með ætlun okkar í framtíðinni.“ Fyrirtækið birti yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni í gær það sem það sagðist standa með svörtu fólki og þeirra baráttu gegn rasisma og óréttlæti. Enn væri langt í land og því gaf fyrirtækið fjórar milljónir Bandaríkjadala til hreyfingarinnar. „Við munum gefa fjórar milljónir til samtaka sem stuðla að því að styðja við svört börn og fræða öll börn um jafnrétti allra kynþátta.“ pic.twitter.com/gpWKJ8pr7V— LEGO (@LEGO_Group) June 3, 2020
Black Lives Matter Danmörk Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira