Reyndi að koma sér út en lenti undir framhjólinu og lést Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júní 2020 17:41 Frá vettvangi slyssins í lok júní í fyrra. RNSA Stjórnandi veghefils sem lést við störf á Ingjaldssandsvegi á í Gerðhamradal á Vestfjörðum í lok júní í fyrra náði líklegast ekki að stöðva hefilinn er hann tók að renna aftur á bak niður brekku. Hann reyndi því að forða sér út úr farartækinu en lenti undir framhjóli. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) sem birt var á vef nefndarinnar í dag. Maðurinn var við vinnu á vegheflinum, sem var af gerðinni Volvo, í brekku við Ingjaldssandsveg á Sandheiði þann 27. júní 2019. Tilkynning um slysið barst lögreglu á Vestfjörðum rétt fyrir klukkan sex síðdegis umræddan dag. Miðað við hjólför hefilsins á vettvangi virðist maðurinn hafa verið að bakka niður brekkuna þegar slysið varð, að því er segir í skýrslunni. Þá þykir sennilegt að hreyfill hefilsins hafi óvænt drepið á sér vegna ofálags. „Þegar það gerist hætta hemlar að virka og hefillinn fríhjólar. Varakerfi fer í gang ef stigið er á hemlafetil en það tekur nokkrar sekúndur að virkja hemlana,“ segir í skýrslunni. Veghefillinn hafi því líklegast runnið aftur á bak og maðurinn ekki náð að stöðva farartækið. Ekki sáust ummerki um að hemlað hefði verið en hjólför eftir hefilinn voru greinileg á nýhefluðu malaryfirborði vegarins. Þá bentu ummerki á vettvangi til þess að maðurinn hafi farið út um dyrnar vinstra megin en lent að hluta undir framhjóli hefilsins. Sennilega hafi maðurinn farið út til þess að reyna að forða sér áður en hefillinn hafnaði utan vegar. „Samstarfsmaður, sem tilkynnti slysið, kom að heflinum þar sem hann lá utan vegar, með blikkandi vinnuljós og bakkflautu í gangi. Hreyfill hefilsins var ekki í gangi. Hefilstjórinn lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust,“ segir í skýrslunni. Veghefillinn var smíðaður árið 2007 og var nýkominn úr viðgerð þegar slysið varð, þar sem skipt hafði verið um hreyfil. Hefillinn var rannsakaður eftir slysið og var þar gangviss og virkaði eðlilega. Þá hafði maðurinn tilskilin réttindi til að stjórna heflinum og var vanur að stýra honum. Þá var niðurstaða áfengis- og lyfjarannsóknar á honum neikvæð. RNSA beinir þeirri tillögu til Vinnueftirlitsins að bætt verði inn í bóklega og verklega kennslu til vinnuvélaprófs að ítarlegar sé farið yfir virkni varakerfis fyrir hemla- og stýrisbúnað. Skýrsla RNSA í heild. Samgönguslys Ísafjarðarbær Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Stjórnandi veghefils sem lést við störf á Ingjaldssandsvegi á í Gerðhamradal á Vestfjörðum í lok júní í fyrra náði líklegast ekki að stöðva hefilinn er hann tók að renna aftur á bak niður brekku. Hann reyndi því að forða sér út úr farartækinu en lenti undir framhjóli. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) sem birt var á vef nefndarinnar í dag. Maðurinn var við vinnu á vegheflinum, sem var af gerðinni Volvo, í brekku við Ingjaldssandsveg á Sandheiði þann 27. júní 2019. Tilkynning um slysið barst lögreglu á Vestfjörðum rétt fyrir klukkan sex síðdegis umræddan dag. Miðað við hjólför hefilsins á vettvangi virðist maðurinn hafa verið að bakka niður brekkuna þegar slysið varð, að því er segir í skýrslunni. Þá þykir sennilegt að hreyfill hefilsins hafi óvænt drepið á sér vegna ofálags. „Þegar það gerist hætta hemlar að virka og hefillinn fríhjólar. Varakerfi fer í gang ef stigið er á hemlafetil en það tekur nokkrar sekúndur að virkja hemlana,“ segir í skýrslunni. Veghefillinn hafi því líklegast runnið aftur á bak og maðurinn ekki náð að stöðva farartækið. Ekki sáust ummerki um að hemlað hefði verið en hjólför eftir hefilinn voru greinileg á nýhefluðu malaryfirborði vegarins. Þá bentu ummerki á vettvangi til þess að maðurinn hafi farið út um dyrnar vinstra megin en lent að hluta undir framhjóli hefilsins. Sennilega hafi maðurinn farið út til þess að reyna að forða sér áður en hefillinn hafnaði utan vegar. „Samstarfsmaður, sem tilkynnti slysið, kom að heflinum þar sem hann lá utan vegar, með blikkandi vinnuljós og bakkflautu í gangi. Hreyfill hefilsins var ekki í gangi. Hefilstjórinn lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust,“ segir í skýrslunni. Veghefillinn var smíðaður árið 2007 og var nýkominn úr viðgerð þegar slysið varð, þar sem skipt hafði verið um hreyfil. Hefillinn var rannsakaður eftir slysið og var þar gangviss og virkaði eðlilega. Þá hafði maðurinn tilskilin réttindi til að stjórna heflinum og var vanur að stýra honum. Þá var niðurstaða áfengis- og lyfjarannsóknar á honum neikvæð. RNSA beinir þeirri tillögu til Vinnueftirlitsins að bætt verði inn í bóklega og verklega kennslu til vinnuvélaprófs að ítarlegar sé farið yfir virkni varakerfis fyrir hemla- og stýrisbúnað. Skýrsla RNSA í heild.
Samgönguslys Ísafjarðarbær Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira