Mun nýta öll úrræði yfirvalda til þess að stöðva óeirðirnar Sylvía Hall skrifar 1. júní 2020 23:27 Donald Trump fyrir ávarp sitt í kvöld. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að binda endi á óeirðirnar og mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin. Fólk ætti rétt á því að vera hneykslað vegna dauða George Floyd en minning hans mætti ekki vera svert af „reiðum skríl“. Þetta kom fram í ávarpi forsetans í Rósagarði Hvíta hússins í kvöld. Þar sagðist hann vera forseti laga og reglu og stuðningsmaður friðsælla mótmæla. Þjóðin væri aldrei frjáls ef illgirni og ofbeldi réði för. „Þetta eru ekki friðsæl mótmæli. Þetta eru innlend hryðjuverk,“ sagði forsetinn. Hann sagði mótmælin jafnframt vera móðgun við manngæsku og „glæp gegn guði“ og að mótmælendum yrði refsað fyrir skaðaverk sín. „Í þessum töluðu orðum er ég að senda þúsundir þungvopnaðra hermanna og lögreglumanna til þess að stöðva óeirðirnar, þjófnaðinn, skemmdarverkin, árásirnar og eignaspjöllin.“ Sjá einnig: Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Þetta er í samræmi við það sem kom fram á fundi forsetans með ríkisstjórum landsins í dag, þar sem hann sagði þá þurfa að beita meiri hörku í aðgerðum gegn mótmælendum. Taldi hann flesta ríkisstjórana vera veikburða og að þeir ættu að nýta sér þau úrræði sem væru í boði. Mótmælin náðu hápunkti í Washington D.C. í gær og sagði Trump ástandið hafa verið skammarlegt. Útgöngubanni yrði fylgt eftir í kvöld og allir þeir sem brytu gegn því yrðu handteknir og saksóttir eins lög leyfðu. Skipuleggjendur ættu jafnframt yfir höfði sér hörð viðurlög og langa fangelsisdóma. „Réttlæti en ekki ringulreið. Það er okkar markmið og okkur mun takast það 100 prósent. Okkur mun takast það. Landið okkar vinnur alltaf,“ sagði Trump og bætti síðar við að bestu dagar Ameríku væru fram undan. Yfir fjögur þúsund mótmælendur hafa verið handteknir í óeirðum og mótmælum víða um Bandaríkin síðasta sólarhringinn. Ekkert lát er á mótmælunum en þau ná nú til allra ríkja Bandaríkjanna og hefur verið gripið til þess að setja á útgöngubann í mörgum borgum víða um landið. Frá mótmælunum í Washington D.C. í gærkvöldi.Vísir/getty Mótmælin snúast um rasisma og ofbeldi lögreglu og vegna dauða George Floyd sem lést þegar hann var handtekinn í byrjun síðustu viku. George Floyd var 46 ára og starfaði sem öryggisvörður á veitingastað. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, ásamt borgaryfirvöldum í Minneapolis, rannsakar nú andlát hans. Atvikið náðist á myndband en þar sést hvernig hvítur lögregluþjónn krýpur yfir Floyd, þar sem hann liggur á maganum á jörðinni, og þrýstir hné sínu að hálsi hans. Floyd heyrist m.a. hrópa „Ég næ ekki andanum!“ og „Ekki drepa mig!“. Dauði George Floyd Black Lives Matter Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum“ Samstöðumótmæli eru skipulögð á Austurvelli vegna ástandsins Vestanhafs. Skipuleggjendur segja mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. 1. júní 2020 22:58 Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31 „Bróðir minn vildi frið“ Terrence Floyd segir skiljanlegt að mótmælendur séu reiðir og að mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin séu réttlætanleg. 1. júní 2020 20:04 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að binda endi á óeirðirnar og mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin. Fólk ætti rétt á því að vera hneykslað vegna dauða George Floyd en minning hans mætti ekki vera svert af „reiðum skríl“. Þetta kom fram í ávarpi forsetans í Rósagarði Hvíta hússins í kvöld. Þar sagðist hann vera forseti laga og reglu og stuðningsmaður friðsælla mótmæla. Þjóðin væri aldrei frjáls ef illgirni og ofbeldi réði för. „Þetta eru ekki friðsæl mótmæli. Þetta eru innlend hryðjuverk,“ sagði forsetinn. Hann sagði mótmælin jafnframt vera móðgun við manngæsku og „glæp gegn guði“ og að mótmælendum yrði refsað fyrir skaðaverk sín. „Í þessum töluðu orðum er ég að senda þúsundir þungvopnaðra hermanna og lögreglumanna til þess að stöðva óeirðirnar, þjófnaðinn, skemmdarverkin, árásirnar og eignaspjöllin.“ Sjá einnig: Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Þetta er í samræmi við það sem kom fram á fundi forsetans með ríkisstjórum landsins í dag, þar sem hann sagði þá þurfa að beita meiri hörku í aðgerðum gegn mótmælendum. Taldi hann flesta ríkisstjórana vera veikburða og að þeir ættu að nýta sér þau úrræði sem væru í boði. Mótmælin náðu hápunkti í Washington D.C. í gær og sagði Trump ástandið hafa verið skammarlegt. Útgöngubanni yrði fylgt eftir í kvöld og allir þeir sem brytu gegn því yrðu handteknir og saksóttir eins lög leyfðu. Skipuleggjendur ættu jafnframt yfir höfði sér hörð viðurlög og langa fangelsisdóma. „Réttlæti en ekki ringulreið. Það er okkar markmið og okkur mun takast það 100 prósent. Okkur mun takast það. Landið okkar vinnur alltaf,“ sagði Trump og bætti síðar við að bestu dagar Ameríku væru fram undan. Yfir fjögur þúsund mótmælendur hafa verið handteknir í óeirðum og mótmælum víða um Bandaríkin síðasta sólarhringinn. Ekkert lát er á mótmælunum en þau ná nú til allra ríkja Bandaríkjanna og hefur verið gripið til þess að setja á útgöngubann í mörgum borgum víða um landið. Frá mótmælunum í Washington D.C. í gærkvöldi.Vísir/getty Mótmælin snúast um rasisma og ofbeldi lögreglu og vegna dauða George Floyd sem lést þegar hann var handtekinn í byrjun síðustu viku. George Floyd var 46 ára og starfaði sem öryggisvörður á veitingastað. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, ásamt borgaryfirvöldum í Minneapolis, rannsakar nú andlát hans. Atvikið náðist á myndband en þar sést hvernig hvítur lögregluþjónn krýpur yfir Floyd, þar sem hann liggur á maganum á jörðinni, og þrýstir hné sínu að hálsi hans. Floyd heyrist m.a. hrópa „Ég næ ekki andanum!“ og „Ekki drepa mig!“.
Dauði George Floyd Black Lives Matter Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum“ Samstöðumótmæli eru skipulögð á Austurvelli vegna ástandsins Vestanhafs. Skipuleggjendur segja mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. 1. júní 2020 22:58 Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31 „Bróðir minn vildi frið“ Terrence Floyd segir skiljanlegt að mótmælendur séu reiðir og að mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin séu réttlætanleg. 1. júní 2020 20:04 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
„Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum“ Samstöðumótmæli eru skipulögð á Austurvelli vegna ástandsins Vestanhafs. Skipuleggjendur segja mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. 1. júní 2020 22:58
Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31
„Bróðir minn vildi frið“ Terrence Floyd segir skiljanlegt að mótmælendur séu reiðir og að mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin séu réttlætanleg. 1. júní 2020 20:04