Mun nýta öll úrræði yfirvalda til þess að stöðva óeirðirnar Sylvía Hall skrifar 1. júní 2020 23:27 Donald Trump fyrir ávarp sitt í kvöld. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að binda endi á óeirðirnar og mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin. Fólk ætti rétt á því að vera hneykslað vegna dauða George Floyd en minning hans mætti ekki vera svert af „reiðum skríl“. Þetta kom fram í ávarpi forsetans í Rósagarði Hvíta hússins í kvöld. Þar sagðist hann vera forseti laga og reglu og stuðningsmaður friðsælla mótmæla. Þjóðin væri aldrei frjáls ef illgirni og ofbeldi réði för. „Þetta eru ekki friðsæl mótmæli. Þetta eru innlend hryðjuverk,“ sagði forsetinn. Hann sagði mótmælin jafnframt vera móðgun við manngæsku og „glæp gegn guði“ og að mótmælendum yrði refsað fyrir skaðaverk sín. „Í þessum töluðu orðum er ég að senda þúsundir þungvopnaðra hermanna og lögreglumanna til þess að stöðva óeirðirnar, þjófnaðinn, skemmdarverkin, árásirnar og eignaspjöllin.“ Sjá einnig: Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Þetta er í samræmi við það sem kom fram á fundi forsetans með ríkisstjórum landsins í dag, þar sem hann sagði þá þurfa að beita meiri hörku í aðgerðum gegn mótmælendum. Taldi hann flesta ríkisstjórana vera veikburða og að þeir ættu að nýta sér þau úrræði sem væru í boði. Mótmælin náðu hápunkti í Washington D.C. í gær og sagði Trump ástandið hafa verið skammarlegt. Útgöngubanni yrði fylgt eftir í kvöld og allir þeir sem brytu gegn því yrðu handteknir og saksóttir eins lög leyfðu. Skipuleggjendur ættu jafnframt yfir höfði sér hörð viðurlög og langa fangelsisdóma. „Réttlæti en ekki ringulreið. Það er okkar markmið og okkur mun takast það 100 prósent. Okkur mun takast það. Landið okkar vinnur alltaf,“ sagði Trump og bætti síðar við að bestu dagar Ameríku væru fram undan. Yfir fjögur þúsund mótmælendur hafa verið handteknir í óeirðum og mótmælum víða um Bandaríkin síðasta sólarhringinn. Ekkert lát er á mótmælunum en þau ná nú til allra ríkja Bandaríkjanna og hefur verið gripið til þess að setja á útgöngubann í mörgum borgum víða um landið. Frá mótmælunum í Washington D.C. í gærkvöldi.Vísir/getty Mótmælin snúast um rasisma og ofbeldi lögreglu og vegna dauða George Floyd sem lést þegar hann var handtekinn í byrjun síðustu viku. George Floyd var 46 ára og starfaði sem öryggisvörður á veitingastað. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, ásamt borgaryfirvöldum í Minneapolis, rannsakar nú andlát hans. Atvikið náðist á myndband en þar sést hvernig hvítur lögregluþjónn krýpur yfir Floyd, þar sem hann liggur á maganum á jörðinni, og þrýstir hné sínu að hálsi hans. Floyd heyrist m.a. hrópa „Ég næ ekki andanum!“ og „Ekki drepa mig!“. Dauði George Floyd Black Lives Matter Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum“ Samstöðumótmæli eru skipulögð á Austurvelli vegna ástandsins Vestanhafs. Skipuleggjendur segja mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. 1. júní 2020 22:58 Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31 „Bróðir minn vildi frið“ Terrence Floyd segir skiljanlegt að mótmælendur séu reiðir og að mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin séu réttlætanleg. 1. júní 2020 20:04 Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Fleiri fréttir Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að binda endi á óeirðirnar og mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin. Fólk ætti rétt á því að vera hneykslað vegna dauða George Floyd en minning hans mætti ekki vera svert af „reiðum skríl“. Þetta kom fram í ávarpi forsetans í Rósagarði Hvíta hússins í kvöld. Þar sagðist hann vera forseti laga og reglu og stuðningsmaður friðsælla mótmæla. Þjóðin væri aldrei frjáls ef illgirni og ofbeldi réði för. „Þetta eru ekki friðsæl mótmæli. Þetta eru innlend hryðjuverk,“ sagði forsetinn. Hann sagði mótmælin jafnframt vera móðgun við manngæsku og „glæp gegn guði“ og að mótmælendum yrði refsað fyrir skaðaverk sín. „Í þessum töluðu orðum er ég að senda þúsundir þungvopnaðra hermanna og lögreglumanna til þess að stöðva óeirðirnar, þjófnaðinn, skemmdarverkin, árásirnar og eignaspjöllin.“ Sjá einnig: Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Þetta er í samræmi við það sem kom fram á fundi forsetans með ríkisstjórum landsins í dag, þar sem hann sagði þá þurfa að beita meiri hörku í aðgerðum gegn mótmælendum. Taldi hann flesta ríkisstjórana vera veikburða og að þeir ættu að nýta sér þau úrræði sem væru í boði. Mótmælin náðu hápunkti í Washington D.C. í gær og sagði Trump ástandið hafa verið skammarlegt. Útgöngubanni yrði fylgt eftir í kvöld og allir þeir sem brytu gegn því yrðu handteknir og saksóttir eins lög leyfðu. Skipuleggjendur ættu jafnframt yfir höfði sér hörð viðurlög og langa fangelsisdóma. „Réttlæti en ekki ringulreið. Það er okkar markmið og okkur mun takast það 100 prósent. Okkur mun takast það. Landið okkar vinnur alltaf,“ sagði Trump og bætti síðar við að bestu dagar Ameríku væru fram undan. Yfir fjögur þúsund mótmælendur hafa verið handteknir í óeirðum og mótmælum víða um Bandaríkin síðasta sólarhringinn. Ekkert lát er á mótmælunum en þau ná nú til allra ríkja Bandaríkjanna og hefur verið gripið til þess að setja á útgöngubann í mörgum borgum víða um landið. Frá mótmælunum í Washington D.C. í gærkvöldi.Vísir/getty Mótmælin snúast um rasisma og ofbeldi lögreglu og vegna dauða George Floyd sem lést þegar hann var handtekinn í byrjun síðustu viku. George Floyd var 46 ára og starfaði sem öryggisvörður á veitingastað. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, ásamt borgaryfirvöldum í Minneapolis, rannsakar nú andlát hans. Atvikið náðist á myndband en þar sést hvernig hvítur lögregluþjónn krýpur yfir Floyd, þar sem hann liggur á maganum á jörðinni, og þrýstir hné sínu að hálsi hans. Floyd heyrist m.a. hrópa „Ég næ ekki andanum!“ og „Ekki drepa mig!“.
Dauði George Floyd Black Lives Matter Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum“ Samstöðumótmæli eru skipulögð á Austurvelli vegna ástandsins Vestanhafs. Skipuleggjendur segja mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. 1. júní 2020 22:58 Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31 „Bróðir minn vildi frið“ Terrence Floyd segir skiljanlegt að mótmælendur séu reiðir og að mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin séu réttlætanleg. 1. júní 2020 20:04 Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Fleiri fréttir Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Sjá meira
„Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum“ Samstöðumótmæli eru skipulögð á Austurvelli vegna ástandsins Vestanhafs. Skipuleggjendur segja mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. 1. júní 2020 22:58
Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31
„Bróðir minn vildi frið“ Terrence Floyd segir skiljanlegt að mótmælendur séu reiðir og að mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin séu réttlætanleg. 1. júní 2020 20:04