Tveir lögreglumenn sviptir frelsi í útkalli: Annar rotaðist og báðir fluttir á slysadeild Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 31. maí 2020 18:55 Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, hefur áhyggjur af ofbeldi í garð lögreglumanna. Vísir/Egill Tveir lögreglumenn voru sviptir frelsi og ráðist á þá þegar þeir fóru í útkall vegna hávaða í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði um síðustu helgi. Annar þeirra rotaðist og þurftu þeir að leita á slysadeild. Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur segir að nánast í hverri viku komi upp mál þar sem lögreglumenn verða fyrir ofbeldi. Í gærmorgun var lögregluþjónn kýldur þegar hann var kallaður út vegna heimilisofbeldis. Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, segir þetta annað málið á rétt um viku þar sem ráðist er á lögreglumenn. „Við fengum mál um síðustu helgi, fyrir viku síðan aðfaranótt sunnudagsins, þar er mjög alvarlegt mál þar sem að lögreglumenn voru frelsissviptir og ráðist á þá. Þau meinuðu þeim að fara út,“ segir Arinbjörn. Hann segir fólkið sem var inni hafa komið í veg fyrir að lögreglumennirnir tveir kæmust út. Fólkið hafi ráðist að þeim og gert þá óvíga. Arinbjörn segir báða lögreglumennina hafa verið flutta á slysadeild. „Það rotaðist þarna lögreglumaður.“ Saklaus tilkynning um hávaða í heimahúsi „Þetta var bara ósköp svona eins og við teljum oft saklaus tilkynning um samkvæmishávaða í heimahúsi og það var bara þetta voru viðbrögðin hjá heimilisfólki og gestum.“ Eftir að lögreglumennirnir komust út úr húsinu náðu þeir að kalla til liðsauka. „Þetta gerist í útjaðri á hérna löggæslusvæðinu okkar þannig að það leið þó nokkur tími.“ Tveir íslenskir karlmenn voru handteknir eftir að liðsaukinn kom. Málið er nú til rannsóknar hjá héraðssaksóknara en lögreglumennirnir voru með myndavélar á sér svo upptaka er til af því sem gerðist. Arinbjörn segir lögreglumenn finna fyrir því að meira hafi verið um drykkju og skemmtanahald í heimahúsum síðustu vikurnar. „Það er talið að heimilisofbeldisflokkurinn hann hafi stigið upp hjá okkur núna frá því að veiran fór í gang. Páskarnir voru slæmir hjá okkur.“ Svona fylgir manni alla tíð Hann segir að nánast í hverri viku komi upp mál þar sem lögreglumenn verði fyrir ofbeldi og að dómar í slíkum málum sé oft of vægir. „Það er nánast ofbeldi gagnvart lögreglumönnum skráð hverja einustu viku hjá okkur. Sko okkur hefur nú alla tíð fundist refsingarnar varðandi ofbeldi gagnvart lögreglumönnum hafa verið mjög vægar og oftar en ekki er verið að dæma fólk til refsingar gagnvart öðrum brotum. Þannig að vægi ofbeldisins gagnvart lögreglumönnum virðist ekki vera mikið því miður.“ Arinbjörn segir mál eins og það sem kom upp í Hafnarfirðinum hafa mikil áhrif á lögregluþjónana sem lentu í því. „Þetta situr í fólki. Maður þekkir það á eigin skinni að þetta fylgir manni alla tíð svona ofbeldi.“ Lögreglumál Lögreglan Hafnarfjörður Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira
Tveir lögreglumenn voru sviptir frelsi og ráðist á þá þegar þeir fóru í útkall vegna hávaða í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði um síðustu helgi. Annar þeirra rotaðist og þurftu þeir að leita á slysadeild. Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur segir að nánast í hverri viku komi upp mál þar sem lögreglumenn verða fyrir ofbeldi. Í gærmorgun var lögregluþjónn kýldur þegar hann var kallaður út vegna heimilisofbeldis. Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, segir þetta annað málið á rétt um viku þar sem ráðist er á lögreglumenn. „Við fengum mál um síðustu helgi, fyrir viku síðan aðfaranótt sunnudagsins, þar er mjög alvarlegt mál þar sem að lögreglumenn voru frelsissviptir og ráðist á þá. Þau meinuðu þeim að fara út,“ segir Arinbjörn. Hann segir fólkið sem var inni hafa komið í veg fyrir að lögreglumennirnir tveir kæmust út. Fólkið hafi ráðist að þeim og gert þá óvíga. Arinbjörn segir báða lögreglumennina hafa verið flutta á slysadeild. „Það rotaðist þarna lögreglumaður.“ Saklaus tilkynning um hávaða í heimahúsi „Þetta var bara ósköp svona eins og við teljum oft saklaus tilkynning um samkvæmishávaða í heimahúsi og það var bara þetta voru viðbrögðin hjá heimilisfólki og gestum.“ Eftir að lögreglumennirnir komust út úr húsinu náðu þeir að kalla til liðsauka. „Þetta gerist í útjaðri á hérna löggæslusvæðinu okkar þannig að það leið þó nokkur tími.“ Tveir íslenskir karlmenn voru handteknir eftir að liðsaukinn kom. Málið er nú til rannsóknar hjá héraðssaksóknara en lögreglumennirnir voru með myndavélar á sér svo upptaka er til af því sem gerðist. Arinbjörn segir lögreglumenn finna fyrir því að meira hafi verið um drykkju og skemmtanahald í heimahúsum síðustu vikurnar. „Það er talið að heimilisofbeldisflokkurinn hann hafi stigið upp hjá okkur núna frá því að veiran fór í gang. Páskarnir voru slæmir hjá okkur.“ Svona fylgir manni alla tíð Hann segir að nánast í hverri viku komi upp mál þar sem lögreglumenn verði fyrir ofbeldi og að dómar í slíkum málum sé oft of vægir. „Það er nánast ofbeldi gagnvart lögreglumönnum skráð hverja einustu viku hjá okkur. Sko okkur hefur nú alla tíð fundist refsingarnar varðandi ofbeldi gagnvart lögreglumönnum hafa verið mjög vægar og oftar en ekki er verið að dæma fólk til refsingar gagnvart öðrum brotum. Þannig að vægi ofbeldisins gagnvart lögreglumönnum virðist ekki vera mikið því miður.“ Arinbjörn segir mál eins og það sem kom upp í Hafnarfirðinum hafa mikil áhrif á lögregluþjónana sem lentu í því. „Þetta situr í fólki. Maður þekkir það á eigin skinni að þetta fylgir manni alla tíð svona ofbeldi.“
Lögreglumál Lögreglan Hafnarfjörður Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira