LeBron ekki tilbúinn að gefa tímabilið upp á bátinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2020 19:45 LeBron James ásamt Giannis Antetokounmpo, gríska undrinu í liði Milwaukee Bucks, í stjörnuleiknum á síðasta ári. Andrew D. Bernstein/Getty Images LeBron James, stórstjarna Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, segir leikmenn ekki tilbúna að gefa yfirstandandi tímabil upp á bátinn. Þetta kemur fram á vefsíðu deildarinnar. LeBron segir að hann, liðsfélagar sínir sem og aðrir leikmenn deildarinnar vilji spila. Hann tekur þó fram að það sé ekki hægt fyrr en hægt sé að tryggja heilsu allra sem munu koma að leikjunum. „Þetta er faraldur sem við getum ekki stjórnað,“ segir LeBron en kórónufaraldurinn hefur dregið yfir hundrað þúsund Bandaríkjamenn til dauða. Adam Silver, framkvæmdastjóri deildarinnar, sagði þann 8. maí síðastliðinn að deildin væri að reyna finna lausn á því hvernig mætti klára tímabilið. Hefur hann talað um að deildin muni gefa út tilkynningu þann 5. júní með hvernig framhaldið verði. Í ljósi þess að aðrar íþróttir í Bandaríkjunum virðast í þann mund að fara aftur af stað þá vill LeBron að körfuboltinn fari einnig af stað. „Við sjáum að íþróttaviðburðir eins og UFC, fótbolti og hafnabolti eru að fara aftur af stað og við viljum einnig fara aftur á völlinn. Ég elska körfubolta og ég veit hversu mikil áhrif hann getur haft. Ég veit hvað íþróttin getur verið hvetjandi svo um leið og við getum þa´væri ég til í að fara aftur út völl.“ „Ég veit að við söknum öll körfubolta, Ég væri að ljúga ef ég segði að við gerðum það ekki,“ sagði LeBron að lokum. Los Angeles Lakers voru á toppi Vesturdeildar þegar NBA-deildinni var frestað þann 11. mars síðastliðinn. Liðið hafði unnið 49 leiki og tapað fjórtán, aðeins Milwaukee Bucks eru með betri árangur í deildinni á þessari leiktíð. Þá var félagið nú þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Er það í fyrsta skipti síðan 2013 sem Lakers kemst í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. King James in his element #BestOfLakersBucks pic.twitter.com/RzXBPBhRJU— Los Angeles Lakers (@Lakers) May 29, 2020 Körfubolti NBA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
LeBron James, stórstjarna Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, segir leikmenn ekki tilbúna að gefa yfirstandandi tímabil upp á bátinn. Þetta kemur fram á vefsíðu deildarinnar. LeBron segir að hann, liðsfélagar sínir sem og aðrir leikmenn deildarinnar vilji spila. Hann tekur þó fram að það sé ekki hægt fyrr en hægt sé að tryggja heilsu allra sem munu koma að leikjunum. „Þetta er faraldur sem við getum ekki stjórnað,“ segir LeBron en kórónufaraldurinn hefur dregið yfir hundrað þúsund Bandaríkjamenn til dauða. Adam Silver, framkvæmdastjóri deildarinnar, sagði þann 8. maí síðastliðinn að deildin væri að reyna finna lausn á því hvernig mætti klára tímabilið. Hefur hann talað um að deildin muni gefa út tilkynningu þann 5. júní með hvernig framhaldið verði. Í ljósi þess að aðrar íþróttir í Bandaríkjunum virðast í þann mund að fara aftur af stað þá vill LeBron að körfuboltinn fari einnig af stað. „Við sjáum að íþróttaviðburðir eins og UFC, fótbolti og hafnabolti eru að fara aftur af stað og við viljum einnig fara aftur á völlinn. Ég elska körfubolta og ég veit hversu mikil áhrif hann getur haft. Ég veit hvað íþróttin getur verið hvetjandi svo um leið og við getum þa´væri ég til í að fara aftur út völl.“ „Ég veit að við söknum öll körfubolta, Ég væri að ljúga ef ég segði að við gerðum það ekki,“ sagði LeBron að lokum. Los Angeles Lakers voru á toppi Vesturdeildar þegar NBA-deildinni var frestað þann 11. mars síðastliðinn. Liðið hafði unnið 49 leiki og tapað fjórtán, aðeins Milwaukee Bucks eru með betri árangur í deildinni á þessari leiktíð. Þá var félagið nú þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Er það í fyrsta skipti síðan 2013 sem Lakers kemst í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. King James in his element #BestOfLakersBucks pic.twitter.com/RzXBPBhRJU— Los Angeles Lakers (@Lakers) May 29, 2020
Körfubolti NBA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum