LeBron ekki tilbúinn að gefa tímabilið upp á bátinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2020 19:45 LeBron James ásamt Giannis Antetokounmpo, gríska undrinu í liði Milwaukee Bucks, í stjörnuleiknum á síðasta ári. Andrew D. Bernstein/Getty Images LeBron James, stórstjarna Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, segir leikmenn ekki tilbúna að gefa yfirstandandi tímabil upp á bátinn. Þetta kemur fram á vefsíðu deildarinnar. LeBron segir að hann, liðsfélagar sínir sem og aðrir leikmenn deildarinnar vilji spila. Hann tekur þó fram að það sé ekki hægt fyrr en hægt sé að tryggja heilsu allra sem munu koma að leikjunum. „Þetta er faraldur sem við getum ekki stjórnað,“ segir LeBron en kórónufaraldurinn hefur dregið yfir hundrað þúsund Bandaríkjamenn til dauða. Adam Silver, framkvæmdastjóri deildarinnar, sagði þann 8. maí síðastliðinn að deildin væri að reyna finna lausn á því hvernig mætti klára tímabilið. Hefur hann talað um að deildin muni gefa út tilkynningu þann 5. júní með hvernig framhaldið verði. Í ljósi þess að aðrar íþróttir í Bandaríkjunum virðast í þann mund að fara aftur af stað þá vill LeBron að körfuboltinn fari einnig af stað. „Við sjáum að íþróttaviðburðir eins og UFC, fótbolti og hafnabolti eru að fara aftur af stað og við viljum einnig fara aftur á völlinn. Ég elska körfubolta og ég veit hversu mikil áhrif hann getur haft. Ég veit hvað íþróttin getur verið hvetjandi svo um leið og við getum þa´væri ég til í að fara aftur út völl.“ „Ég veit að við söknum öll körfubolta, Ég væri að ljúga ef ég segði að við gerðum það ekki,“ sagði LeBron að lokum. Los Angeles Lakers voru á toppi Vesturdeildar þegar NBA-deildinni var frestað þann 11. mars síðastliðinn. Liðið hafði unnið 49 leiki og tapað fjórtán, aðeins Milwaukee Bucks eru með betri árangur í deildinni á þessari leiktíð. Þá var félagið nú þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Er það í fyrsta skipti síðan 2013 sem Lakers kemst í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. King James in his element #BestOfLakersBucks pic.twitter.com/RzXBPBhRJU— Los Angeles Lakers (@Lakers) May 29, 2020 Körfubolti NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
LeBron James, stórstjarna Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, segir leikmenn ekki tilbúna að gefa yfirstandandi tímabil upp á bátinn. Þetta kemur fram á vefsíðu deildarinnar. LeBron segir að hann, liðsfélagar sínir sem og aðrir leikmenn deildarinnar vilji spila. Hann tekur þó fram að það sé ekki hægt fyrr en hægt sé að tryggja heilsu allra sem munu koma að leikjunum. „Þetta er faraldur sem við getum ekki stjórnað,“ segir LeBron en kórónufaraldurinn hefur dregið yfir hundrað þúsund Bandaríkjamenn til dauða. Adam Silver, framkvæmdastjóri deildarinnar, sagði þann 8. maí síðastliðinn að deildin væri að reyna finna lausn á því hvernig mætti klára tímabilið. Hefur hann talað um að deildin muni gefa út tilkynningu þann 5. júní með hvernig framhaldið verði. Í ljósi þess að aðrar íþróttir í Bandaríkjunum virðast í þann mund að fara aftur af stað þá vill LeBron að körfuboltinn fari einnig af stað. „Við sjáum að íþróttaviðburðir eins og UFC, fótbolti og hafnabolti eru að fara aftur af stað og við viljum einnig fara aftur á völlinn. Ég elska körfubolta og ég veit hversu mikil áhrif hann getur haft. Ég veit hvað íþróttin getur verið hvetjandi svo um leið og við getum þa´væri ég til í að fara aftur út völl.“ „Ég veit að við söknum öll körfubolta, Ég væri að ljúga ef ég segði að við gerðum það ekki,“ sagði LeBron að lokum. Los Angeles Lakers voru á toppi Vesturdeildar þegar NBA-deildinni var frestað þann 11. mars síðastliðinn. Liðið hafði unnið 49 leiki og tapað fjórtán, aðeins Milwaukee Bucks eru með betri árangur í deildinni á þessari leiktíð. Þá var félagið nú þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Er það í fyrsta skipti síðan 2013 sem Lakers kemst í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. King James in his element #BestOfLakersBucks pic.twitter.com/RzXBPBhRJU— Los Angeles Lakers (@Lakers) May 29, 2020
Körfubolti NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira