Partí gæti kostað prinsinn eina og hálfa milljón Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. maí 2020 22:31 Jóakim prins, fyrir miðju, ásamt föður sínum og systur. Patrick van Katwijk/Getty Belgíski prinsinn Jóakim hefur verið greindur með kórónuveiruna eftir að hafa sótt gleðskap í spænsku borginni Córdoba. Þetta kemur fram í tilkynningu frá belgísku konungshöllinni. Komi í ljós að prinsinn hafi gerst sekur um brot á reglum um samkomur gæti hann þurft að greiða háa sekt. Hinn 28 ára Jóakim, sem er sonur prinsessunnar Astrid og þar með systursonur Filippusar konungs, ferðaðist til Córdoba til þess að leggja stund á starfsnám. Tveimur dögum eftir komuna þangað, þann 28. maí, fór prinsinn í partí og greindist með kórónuveiruna í kjölfarið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir spænskum fjölmiðlum að 27 manns hafi verið viðstaddir, en það telst brot á samkomubanni sem nú er í gildi á Spáni. Aðeins 15 eða færri mega koma saman á hverjum stað. Lögreglan í Córdoba rannsakar nú gleðskapinn. Komi í ljós að samkomubann hafi verið brotið gætu allir gestir átt von á sekt upp á allt að tíu þúsund evrur, en það samsvarar rúmlega einni og hálfri milljón íslenskra króna. Jóakim prins, sem er tíundi í röðinni að belgísku krúnunni, er nú í sóttkví í Córdoba. Einkenni hans af Covid-19, sem kórónuveiran getur valdið, eru sögð væg. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Belgía Spánn Kóngafólk Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Belgíski prinsinn Jóakim hefur verið greindur með kórónuveiruna eftir að hafa sótt gleðskap í spænsku borginni Córdoba. Þetta kemur fram í tilkynningu frá belgísku konungshöllinni. Komi í ljós að prinsinn hafi gerst sekur um brot á reglum um samkomur gæti hann þurft að greiða háa sekt. Hinn 28 ára Jóakim, sem er sonur prinsessunnar Astrid og þar með systursonur Filippusar konungs, ferðaðist til Córdoba til þess að leggja stund á starfsnám. Tveimur dögum eftir komuna þangað, þann 28. maí, fór prinsinn í partí og greindist með kórónuveiruna í kjölfarið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir spænskum fjölmiðlum að 27 manns hafi verið viðstaddir, en það telst brot á samkomubanni sem nú er í gildi á Spáni. Aðeins 15 eða færri mega koma saman á hverjum stað. Lögreglan í Córdoba rannsakar nú gleðskapinn. Komi í ljós að samkomubann hafi verið brotið gætu allir gestir átt von á sekt upp á allt að tíu þúsund evrur, en það samsvarar rúmlega einni og hálfri milljón íslenskra króna. Jóakim prins, sem er tíundi í röðinni að belgísku krúnunni, er nú í sóttkví í Córdoba. Einkenni hans af Covid-19, sem kórónuveiran getur valdið, eru sögð væg.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Belgía Spánn Kóngafólk Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira