Afstýrum kjaraskerðingu Drífa Snædal skrifar 29. maí 2020 14:30 Það hafa verið teknar afdrifaríkar ákvarðanir á skömmum tíma síðustu mánuði, ákvarðanir sem var ætlað að tryggja lífskjör og koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot fyrirtækja. Það var alveg ljóst að í þeirri vegferð yrðu gerð mistök en nú erum við á stað þar sem mistökunum á að fækka. Við höfum betri upplýsingar um stöðu mála og getum vandað okkur. Tvö stórmál liggja nú fyrir Alþingi og verða hugsanlega afgreidd í dag. Annars vegar lög um framlengingu hlutabótaleiðarinnar og hins vegar greiðslu hluta launa á uppsagnarfresti. Það hefur komið mörgum á óvart að verkalýðshreyfingin hefur stutt þá hugmynd að skattfé okkar fari í greiðslu launa á uppsagnarfresti en forsendur þess eru að ellegar færu þessi fyrirtæki í þrot, starfsfólk væri verr sett en áður (nú fær starfsfólk uppsagnarfrestinn greiddan áður en það þarf hugsanlega að leita í atvinnuleysistryggingar) og gjaldþrota fyrirtæki færu á brunaútsölu með tilheyrandi tapi verðmæta. Þessi stuðningur hreyfingarinnar er þó ekki skilyrðislaus. Fyrir utan þau skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla og mikið hafa verið til umfjöllunar þá er það líka skilyrði af okkar hálfu að þegar fyrirtækin taka við sér, verði fólk endurráðið samkvæmt starfsaldursröð á sömu kjörum og það var á. Við höfum líka lagt áherslu á að fólk hafi tækifæri til endurmenntunar á uppsagnarfresti. Ekkert þessara atriða hefur ratað inn í frumvarpið í meðförum þingsins á þessum tímapunkti. Því er ljóst að fyrirtæki geta sagt fólki upp og endurráðið á lakari kjörum og sleppt því að endurráða starfsfólk sem hefur áunnið sér starfsaldurstengd réttindi. Ef frumvarpið nær fram að ganga í þessari mynd gæti það leitt til mestu kjaraskerðingar síðari tíma með stuðningi löggjafans. Við höfum sent þingmönnum bréf með ítrekuðum kröfum og átt milliliðalaust samtal við þingmenn í dag. Ég ætlast til þess af þingmönnum og öllum þeim sem geta látið rödd sína heyrast að þau tryggi að þetta stórslys verði ekki að veruleika. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Drífa Snædal Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það hafa verið teknar afdrifaríkar ákvarðanir á skömmum tíma síðustu mánuði, ákvarðanir sem var ætlað að tryggja lífskjör og koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot fyrirtækja. Það var alveg ljóst að í þeirri vegferð yrðu gerð mistök en nú erum við á stað þar sem mistökunum á að fækka. Við höfum betri upplýsingar um stöðu mála og getum vandað okkur. Tvö stórmál liggja nú fyrir Alþingi og verða hugsanlega afgreidd í dag. Annars vegar lög um framlengingu hlutabótaleiðarinnar og hins vegar greiðslu hluta launa á uppsagnarfresti. Það hefur komið mörgum á óvart að verkalýðshreyfingin hefur stutt þá hugmynd að skattfé okkar fari í greiðslu launa á uppsagnarfresti en forsendur þess eru að ellegar færu þessi fyrirtæki í þrot, starfsfólk væri verr sett en áður (nú fær starfsfólk uppsagnarfrestinn greiddan áður en það þarf hugsanlega að leita í atvinnuleysistryggingar) og gjaldþrota fyrirtæki færu á brunaútsölu með tilheyrandi tapi verðmæta. Þessi stuðningur hreyfingarinnar er þó ekki skilyrðislaus. Fyrir utan þau skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla og mikið hafa verið til umfjöllunar þá er það líka skilyrði af okkar hálfu að þegar fyrirtækin taka við sér, verði fólk endurráðið samkvæmt starfsaldursröð á sömu kjörum og það var á. Við höfum líka lagt áherslu á að fólk hafi tækifæri til endurmenntunar á uppsagnarfresti. Ekkert þessara atriða hefur ratað inn í frumvarpið í meðförum þingsins á þessum tímapunkti. Því er ljóst að fyrirtæki geta sagt fólki upp og endurráðið á lakari kjörum og sleppt því að endurráða starfsfólk sem hefur áunnið sér starfsaldurstengd réttindi. Ef frumvarpið nær fram að ganga í þessari mynd gæti það leitt til mestu kjaraskerðingar síðari tíma með stuðningi löggjafans. Við höfum sent þingmönnum bréf með ítrekuðum kröfum og átt milliliðalaust samtal við þingmenn í dag. Ég ætlast til þess af þingmönnum og öllum þeim sem geta látið rödd sína heyrast að þau tryggi að þetta stórslys verði ekki að veruleika. Höfundur er forseti ASÍ.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun