14 dagar í Pepsi Max: Hundraðasta tímabil Valsmanna í efstu deild í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2020 12:00 Haukur Páll Sigurðsson tók við Íslandsbikarnum sem fyrirliði Valsmanna bæði 2017 og 2018. Vísir/Bára Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 14 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Valsmenn luku 99. tímabili sínu í efstu deild síðasta haust og sumarið í ár er því tímamótatímabil á Hlíðarenda. Þeir munu hefja hundraðasta tímabil sitt í efstu deild þegar KR-ingar koma í heimsókn til þeirra í opnunarleik mótsins. Valsmenn verða þar annað íslenska félagið á eftir KR til að spila hundrað tímabil í efstu deild. Hundraðasta tímabil KR-inga var sumarið 2014. Framarar voru langt á undan Valsmönnum þegar þeir féllu úr deildinni árið 2014. Framarar hafa spilað í b-deildinni síðan og á sama tíma hafa Valsmenn komist upp fyrir þá. Fyrsta tímabil Valsmanna var 1915 og þér léku í deildinni til 1919. Valur var ekki með frá 1920 til 1922 en misstu síðan ekki úr tímabil í efstu deild frá 1923 til 1999 þegar þeir féllu í fyrsta sinn. Valsliðið fór upp og niður á næstu árum en hefur síðan spilað meðal bestu liða landsins frá og með 2005 tímabilinu eða undanfarnar fimmtán leiktíðir. Sumarið 2020 verður því sextánda sumar Valsliðsins í röð í úrvalsdeild karla. Valsmenn hafa oftast endað í fyrsta sætinu því þeir hafa verið Íslandsmeistarar 22 sinnum. Valsliðið hefur síðan átján sinnum endað í bæði þriðja og fimmta sætið og þá hafa Hlíðarendapiltar fengið silfurverðlaunin á sautján tímabilum í efstu deild. Valsmenn hafa aðeins endað neðar en fimmta sæti á 11 af 99 tímabilum eða ellefu prósent leiktíða sinna í efstu deild. Eitt af þeim tímabilum var í fyrra þegar Valur endaði í sjötta sæti. Flest tímabil í efstu deild á Íslandi: 1. KR 106 2. Valur 100 3. Fram 98 4. Víkingur R. 69 5. ÍA 67 6. Keflavík 52 7. ÍBV 51 8. FH 36 9. Breiðablik 35 10. Fylkir 23 11. Grindavík 20 11. ÍBA 20 13. Þróttur R. 19 14. KA 18 14. Stjarnan 18 Sæti Valsmanna á 99 tímabilum í efstu deild: Íslandsmeistarar - 22 tímabil (Síðast 2018) Silfurverðlaun - 17 tímabil (2005) Þriðja sæti - 18 tímabil (2006) Fjórða sæti - 13 tímabil (1994) Fimmta sæti - 18 tímabil (2016) Sjötta sæti - 2 tímabil (2019) Sjöunda sæti - 2 tímabil (2010) Áttunda sæti - 4 tímabil (2012) Níunda sæti - 2 tímabil (2001) Tíunda sæti - 1 tímabil (2003) Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Valur Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 14 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Valsmenn luku 99. tímabili sínu í efstu deild síðasta haust og sumarið í ár er því tímamótatímabil á Hlíðarenda. Þeir munu hefja hundraðasta tímabil sitt í efstu deild þegar KR-ingar koma í heimsókn til þeirra í opnunarleik mótsins. Valsmenn verða þar annað íslenska félagið á eftir KR til að spila hundrað tímabil í efstu deild. Hundraðasta tímabil KR-inga var sumarið 2014. Framarar voru langt á undan Valsmönnum þegar þeir féllu úr deildinni árið 2014. Framarar hafa spilað í b-deildinni síðan og á sama tíma hafa Valsmenn komist upp fyrir þá. Fyrsta tímabil Valsmanna var 1915 og þér léku í deildinni til 1919. Valur var ekki með frá 1920 til 1922 en misstu síðan ekki úr tímabil í efstu deild frá 1923 til 1999 þegar þeir féllu í fyrsta sinn. Valsliðið fór upp og niður á næstu árum en hefur síðan spilað meðal bestu liða landsins frá og með 2005 tímabilinu eða undanfarnar fimmtán leiktíðir. Sumarið 2020 verður því sextánda sumar Valsliðsins í röð í úrvalsdeild karla. Valsmenn hafa oftast endað í fyrsta sætinu því þeir hafa verið Íslandsmeistarar 22 sinnum. Valsliðið hefur síðan átján sinnum endað í bæði þriðja og fimmta sætið og þá hafa Hlíðarendapiltar fengið silfurverðlaunin á sautján tímabilum í efstu deild. Valsmenn hafa aðeins endað neðar en fimmta sæti á 11 af 99 tímabilum eða ellefu prósent leiktíða sinna í efstu deild. Eitt af þeim tímabilum var í fyrra þegar Valur endaði í sjötta sæti. Flest tímabil í efstu deild á Íslandi: 1. KR 106 2. Valur 100 3. Fram 98 4. Víkingur R. 69 5. ÍA 67 6. Keflavík 52 7. ÍBV 51 8. FH 36 9. Breiðablik 35 10. Fylkir 23 11. Grindavík 20 11. ÍBA 20 13. Þróttur R. 19 14. KA 18 14. Stjarnan 18 Sæti Valsmanna á 99 tímabilum í efstu deild: Íslandsmeistarar - 22 tímabil (Síðast 2018) Silfurverðlaun - 17 tímabil (2005) Þriðja sæti - 18 tímabil (2006) Fjórða sæti - 13 tímabil (1994) Fimmta sæti - 18 tímabil (2016) Sjötta sæti - 2 tímabil (2019) Sjöunda sæti - 2 tímabil (2010) Áttunda sæti - 4 tímabil (2012) Níunda sæti - 2 tímabil (2001) Tíunda sæti - 1 tímabil (2003)
Flest tímabil í efstu deild á Íslandi: 1. KR 106 2. Valur 100 3. Fram 98 4. Víkingur R. 69 5. ÍA 67 6. Keflavík 52 7. ÍBV 51 8. FH 36 9. Breiðablik 35 10. Fylkir 23 11. Grindavík 20 11. ÍBA 20 13. Þróttur R. 19 14. KA 18 14. Stjarnan 18 Sæti Valsmanna á 99 tímabilum í efstu deild: Íslandsmeistarar - 22 tímabil (Síðast 2018) Silfurverðlaun - 17 tímabil (2005) Þriðja sæti - 18 tímabil (2006) Fjórða sæti - 13 tímabil (1994) Fimmta sæti - 18 tímabil (2016) Sjötta sæti - 2 tímabil (2019) Sjöunda sæti - 2 tímabil (2010) Áttunda sæti - 4 tímabil (2012) Níunda sæti - 2 tímabil (2001) Tíunda sæti - 1 tímabil (2003)
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Valur Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira