Fótbolti

Van Gaal heldur á­fram: „Með veltu upp á 600 milljónir og geta ekki keypt leik­mennina sem þú þarft“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Louis van Gaal var með Ryan Giggs sér við hlið.
Louis van Gaal var með Ryan Giggs sér við hlið. vísir/getty

Louis van Gaal, knattspyrnustjórinn sem stýrði Manchester United í tvö tímabil, heldur áfram að rifja upp tíma sinn hjá United og nýjasta viðtal hans sýnir að margir af þeim leikmönnum sem hann fékk til félagsins voru ekki ofarlega á óskalista hans.

Á sínu fyrsta ári hjá United eyddi hann meðal annars 150 milljónum punda í Ander Herrera, Luke Shaw, Marcos Rojo, Falcao, Daley Blind og Angel Di Maria en ekki margir þeirra náðu að slá í gegn á Old Trafford.

Hollendingurinn hefur verið duglegur að skjóta á Ed Woodward, stjórnarformann liðsins, að undanförnu og nú segir hann að Woodward hafi borgað alltof mikið fyrir leikmenn sem voru númer sjö eða átta á óskalista Van Gaal.

„Manchester United hafði ekki hæfileikana til þess að verða meistari og voru með tíu leikmenn yfir þrítugu og fimm sem voru eldri en 35. Svo ég sagði við þá að ég væri að fara yngja upp hópinn og hvaða leikmenn ættu að koma. Ég fékk ekki einn af þessum leikmönnum,“ sagði Hollendingurinn.

„Þú býst ekki við því hjá ríkasta félagi í heimi. Þeir voru með veltu upp á 600 milljónir punda og geta ekki keypt leikmennina sem þú þarft. Þú ættir að kaupa þann sem er númer eitt en ekki þann sem er númer sjö á listanum.“

„Auðvitað, ef þú ert félagið sem er að selja leikmann þá hugsarðu: Ef þið eruð svona ríkir þá þurfi þið að borga hæsta mögulega verð fyrir leikmanninn. Það gerðist í þessum kaupum og þú þarft að gera það með leikmenn númer sjö og átta á listanum. Þú borgar of mikið fyrir hann og stjórinn er svo dæmdur af því.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×