Forstjóri og stjórnendur Bláa lónsins lækka laun sín Stefán Ó. Jónsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 28. maí 2020 11:12 Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, er meðal þeirra sem taka á sig launaskerðingu vegna tekjufalls fyrirtækisins. stöð 2 „Við höfum það ekkert sérstaklega gott. Þetta er náttúrulega langerfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka á mínum starfsferli, að segja upp þessu fólki. Þetta er auðvitað frábær starfsmannahópur sem starfar hjá Bláa lóninu og við erum í þessu uppsagnarferli núna og viðbrögð míns fólks hafa verið eins og ég átti von á. Það standa allir með okkur og við ætlum að komast saman í gegnum þetta.“ Þetta segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, um þá ákvörðun að segja upp rúmlega 400 starfsmönnum fyrirtækisins í morgun. Hann segir uppsagnirnar fyrirvaralausar en að vonir stjórnenda Bláa lónsins standi til til að hægt verði að hafa „aðgang að öllum okkar starfsmannahópi þegar birtir til.“ 100 starfmenn eftir Hann, aðrir stjórnendur og þau sem eftir starfa hjá fyrirtækinu muni taka á sig launaskerðingu enda sé tekjufallið gríðarlegt að sögn Gríms. „Það eru rúmlega 100 manns sem munu halda áfram störfum í fyrirtækinu og þau taka öll á sig launaskerðingu. Þar mun forstjóri og stjórn lækka laun sín um 30 prósent, framkvæmdastjórn um 25 prósent og aðrir minna. Þannig að það munu allir taka á sig skerðingu sem að halda áfram störfum,“ segir Grímur. Fyrirtækið sé hætt að nýta sér hlutabótaleiðina en ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort þess verði óskað að ríkið greiða hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Vilja landann í lónið Aðspurður um hvað viðsnúningurinn þarf að vera mikill til að Bláa lónið ráði starfsmennina aftur segir Grímur að það hafi ekki verið lagt mat á það sérstaklega. „En það er auðvelt fyrir fólk að átta sig á því að á síðasta ári þá vorum við að fá yfir eina milljón gesta í Bláa lónið. Þannig að auðvitað horfir maður til þess að það taki einhver misseri að ná fyrri styrk hvað það varðar. Í þessum efnum erum við að búa okkur undir það versta en vona það besta.“ Stefnt er að því að opna Bláa lónið 19. júní næstkomandi og segir Grímur að reynt verði að höfða til Íslendinga í sumar - „og vera í stakk búin til að taka á móti öllum þeim erlendu ferðamönnum sem hingað koma. Að sjálfsögðu munum við vera með markaðsátak í þessum efnum og reyna að höfða til landans að njóta Bláa lónsins.“ Ferðamennska á Íslandi Grindavík Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bláa lónið Tengdar fréttir 164 sagt upp hjá Bláa Lóninu 164 af 764 starfsmönnum Bláa lónsins hefur verið sagt upp í viðbrögðum fyrirtækisins við stöðunni sem komið hefur upp vegna kórónuveirunnar. 26. mars 2020 18:05 Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51 Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
„Við höfum það ekkert sérstaklega gott. Þetta er náttúrulega langerfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka á mínum starfsferli, að segja upp þessu fólki. Þetta er auðvitað frábær starfsmannahópur sem starfar hjá Bláa lóninu og við erum í þessu uppsagnarferli núna og viðbrögð míns fólks hafa verið eins og ég átti von á. Það standa allir með okkur og við ætlum að komast saman í gegnum þetta.“ Þetta segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, um þá ákvörðun að segja upp rúmlega 400 starfsmönnum fyrirtækisins í morgun. Hann segir uppsagnirnar fyrirvaralausar en að vonir stjórnenda Bláa lónsins standi til til að hægt verði að hafa „aðgang að öllum okkar starfsmannahópi þegar birtir til.“ 100 starfmenn eftir Hann, aðrir stjórnendur og þau sem eftir starfa hjá fyrirtækinu muni taka á sig launaskerðingu enda sé tekjufallið gríðarlegt að sögn Gríms. „Það eru rúmlega 100 manns sem munu halda áfram störfum í fyrirtækinu og þau taka öll á sig launaskerðingu. Þar mun forstjóri og stjórn lækka laun sín um 30 prósent, framkvæmdastjórn um 25 prósent og aðrir minna. Þannig að það munu allir taka á sig skerðingu sem að halda áfram störfum,“ segir Grímur. Fyrirtækið sé hætt að nýta sér hlutabótaleiðina en ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort þess verði óskað að ríkið greiða hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Vilja landann í lónið Aðspurður um hvað viðsnúningurinn þarf að vera mikill til að Bláa lónið ráði starfsmennina aftur segir Grímur að það hafi ekki verið lagt mat á það sérstaklega. „En það er auðvelt fyrir fólk að átta sig á því að á síðasta ári þá vorum við að fá yfir eina milljón gesta í Bláa lónið. Þannig að auðvitað horfir maður til þess að það taki einhver misseri að ná fyrri styrk hvað það varðar. Í þessum efnum erum við að búa okkur undir það versta en vona það besta.“ Stefnt er að því að opna Bláa lónið 19. júní næstkomandi og segir Grímur að reynt verði að höfða til Íslendinga í sumar - „og vera í stakk búin til að taka á móti öllum þeim erlendu ferðamönnum sem hingað koma. Að sjálfsögðu munum við vera með markaðsátak í þessum efnum og reyna að höfða til landans að njóta Bláa lónsins.“
Ferðamennska á Íslandi Grindavík Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bláa lónið Tengdar fréttir 164 sagt upp hjá Bláa Lóninu 164 af 764 starfsmönnum Bláa lónsins hefur verið sagt upp í viðbrögðum fyrirtækisins við stöðunni sem komið hefur upp vegna kórónuveirunnar. 26. mars 2020 18:05 Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51 Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
164 sagt upp hjá Bláa Lóninu 164 af 764 starfsmönnum Bláa lónsins hefur verið sagt upp í viðbrögðum fyrirtækisins við stöðunni sem komið hefur upp vegna kórónuveirunnar. 26. mars 2020 18:05
Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51