Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2020 15:29 Flugumferðarstjórarnir starfa fyrir Isavia ANS, dótturfélag Isavia. Þeir stýra flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið yfir norðanverður Atlantshafi. Vísir/Vilhelm Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð, að sögn framkvæmdastjóra Isavia ANS. Formaður stéttarfélags flugumferðarstjóra segir að tillögu þess um aðra leið hafi ekki verið svarað. Starfsmönnum Isavia ANS var tilkynnt um að ráðningarsamningi allra flugumferðarstjóra í flugstjórnarmiðstöð yrði sagt upp á fundi klukkan 14:00 í dag. Þeim verður öllum boðinn nýr ráðningarsamningur sem miðar við 75% starfshlutfall að lágmarki. Kórónuveiruheimsfaraldurinn og takmarkanir til þess að hefta útbreiðslu hans hafa leitt til mikils samdráttar í farþegaflugi í heiminum. Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir við Vísi að uppsagnirnar séu í takti við minnkun í flugi við landið. Tekjur félagsins hafi verið um 10-20% af því sem þær hafa vanalega verið undanfarið. Gripið var til uppsagnanna eftir að niðurstaða um aðgerðir náðist ekki í viðræðum Isavia ANS við Félag íslenskra flugumferðarstjóra. Tilkynnt hefur verið um hópuppsögnina til Vinnumálastofnunar. Flugumferðarstjórar Isavia ANS stýra flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu sem nær yfir um 5,4 milljón ferkílómetra svæði yfir Norður-Atlantshafi. Isavia ANS rekur flugleiðsöguþjónustu og alþjóðaflugþjónustu auk ýmissar tækniþjónustu fyrir flugvelli á Íslandi. Buðust til að taka á sig launaskerðingu Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), segir að leiðin sem Isavia ANS kaus að fara til að leysa úr sjóðsstreymi sínu hafi komið félaginu á óvart. Flugumferðarstjórar hafi ítrekað sagst tilbúnir að leita allra leiða til að leysa vandann og bent á aðrar leiðir sem þeir telja færari. Ekki hafi fengist viðbrögð við þeim hugmyndum. Að hans mati hafi engar eiginlegar viðræður um lausn átt sér stað. Isavia ANS hafi lagt fram eina tillögu sem stjórn FÍF hafi ekki talið færa og hafnað. Um leið hafi félagið hins vegar lýst sig tilbúið til annarra lausna, þar á meðal að taka upp launalið í kjarasamningum FÍF við Isavia ohf þannig að félagsmenn tækju á sig launaskerðingu. Slík lausn hefði ekki aðeins dregið úr launakostnaði Isavia ANS heldur samsteypunnar í heild. „Þeirri leið var í raun ekki svarað,“ segir Arnar. Ásgeir, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir að áður hafi verið gripið til annarra aðgerða til að bregðast við ástandinu en nú sé komin röðin að flugstjórnarmiðstöðinni. „Við erum ekki að breyta neinum kjarasamningum eða breyta launum. Við erum einungis að segja upp öllum kjarasamningum til þess að geta breytt vinnuframlaginu og þar með lækkar auðvitað launakostnaðurinn. Síðan auðvitað um leið og umferð fer að aukast á ný þá verður vinnuframlagið hækkað samsíða því aftur upp í 100% þegar þar að kemur,“ segir hann. Með uppsögn ráðningarsamnings flugumferðarstjóra segir Ásgeir að vonir standi til að komast hjá því að segja 20-30 manns upp varanlega og haldið verði í ráðningarsamband við þá. Arnar, formaður FÍF, segir að aðferðafræði Isavia ASN komi sér spánskt fyrir sjónir. Með uppsögn á ráðningarsamningi sé í raun verið að rjúfa ráðningarsamband við flugumferðarstjóra. Hann vill ekki fullyrða hvað félagið gerir í framhaldinu fyrr en eftir stjórnarfund. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð, að sögn framkvæmdastjóra Isavia ANS. Formaður stéttarfélags flugumferðarstjóra segir að tillögu þess um aðra leið hafi ekki verið svarað. Starfsmönnum Isavia ANS var tilkynnt um að ráðningarsamningi allra flugumferðarstjóra í flugstjórnarmiðstöð yrði sagt upp á fundi klukkan 14:00 í dag. Þeim verður öllum boðinn nýr ráðningarsamningur sem miðar við 75% starfshlutfall að lágmarki. Kórónuveiruheimsfaraldurinn og takmarkanir til þess að hefta útbreiðslu hans hafa leitt til mikils samdráttar í farþegaflugi í heiminum. Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir við Vísi að uppsagnirnar séu í takti við minnkun í flugi við landið. Tekjur félagsins hafi verið um 10-20% af því sem þær hafa vanalega verið undanfarið. Gripið var til uppsagnanna eftir að niðurstaða um aðgerðir náðist ekki í viðræðum Isavia ANS við Félag íslenskra flugumferðarstjóra. Tilkynnt hefur verið um hópuppsögnina til Vinnumálastofnunar. Flugumferðarstjórar Isavia ANS stýra flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu sem nær yfir um 5,4 milljón ferkílómetra svæði yfir Norður-Atlantshafi. Isavia ANS rekur flugleiðsöguþjónustu og alþjóðaflugþjónustu auk ýmissar tækniþjónustu fyrir flugvelli á Íslandi. Buðust til að taka á sig launaskerðingu Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), segir að leiðin sem Isavia ANS kaus að fara til að leysa úr sjóðsstreymi sínu hafi komið félaginu á óvart. Flugumferðarstjórar hafi ítrekað sagst tilbúnir að leita allra leiða til að leysa vandann og bent á aðrar leiðir sem þeir telja færari. Ekki hafi fengist viðbrögð við þeim hugmyndum. Að hans mati hafi engar eiginlegar viðræður um lausn átt sér stað. Isavia ANS hafi lagt fram eina tillögu sem stjórn FÍF hafi ekki talið færa og hafnað. Um leið hafi félagið hins vegar lýst sig tilbúið til annarra lausna, þar á meðal að taka upp launalið í kjarasamningum FÍF við Isavia ohf þannig að félagsmenn tækju á sig launaskerðingu. Slík lausn hefði ekki aðeins dregið úr launakostnaði Isavia ANS heldur samsteypunnar í heild. „Þeirri leið var í raun ekki svarað,“ segir Arnar. Ásgeir, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir að áður hafi verið gripið til annarra aðgerða til að bregðast við ástandinu en nú sé komin röðin að flugstjórnarmiðstöðinni. „Við erum ekki að breyta neinum kjarasamningum eða breyta launum. Við erum einungis að segja upp öllum kjarasamningum til þess að geta breytt vinnuframlaginu og þar með lækkar auðvitað launakostnaðurinn. Síðan auðvitað um leið og umferð fer að aukast á ný þá verður vinnuframlagið hækkað samsíða því aftur upp í 100% þegar þar að kemur,“ segir hann. Með uppsögn ráðningarsamnings flugumferðarstjóra segir Ásgeir að vonir standi til að komast hjá því að segja 20-30 manns upp varanlega og haldið verði í ráðningarsamband við þá. Arnar, formaður FÍF, segir að aðferðafræði Isavia ASN komi sér spánskt fyrir sjónir. Með uppsögn á ráðningarsamningi sé í raun verið að rjúfa ráðningarsamband við flugumferðarstjóra. Hann vill ekki fullyrða hvað félagið gerir í framhaldinu fyrr en eftir stjórnarfund. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira