„Það er bara hægt að klúðra þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2020 19:00 Darri Freyr Atlason er nýr þjálfari karlaliðs KR í körfubolta. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. KR hefur unnið sex síðustu Íslandsmeistaratitla sem í boði hafa verið, og tvo bikarmeistaratitla á þeim tíma, en enginn Íslandsmeistaratitill var í boði í vor þar sem úrslitakeppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. Ljóst er að Darra, sem vann allt sem hægt er að vinna sem þjálfari kvennaliðs Vals í fyrra og gerði liðið að deildarmeistara í ár, bíður verðugt verkefni að viðhalda árangrinum: „Leiðin liggur eiginlega bara niður á við, því það er ekki hægt að komast neitt ofar,“ segir Darri við Sportið í dag, en viðtalið má sjá hér að neðan. „En ég velti þessum hlutum í raun ekkert fyrir mér. Ég er að gera þetta út af því að ég fæ tækifæri til að vinna með strákum sem ég ólst upp með, strákum sem ég ber gríðarlega virðingu fyrir, klúbbinn KR sem er með langstærsta liðið á Íslandi, og það eru þessir hlutir sem að munu fylla mig af lífsgleði og ánægju með þetta starf. Vonandi leiðir það til þess að við getum haldið áfram þeirri velgengni sem hefur varað hingað til,“ segir Darri. Brotthvarf Inga Þórs Steinþórssonar úr þjálfarastarfinu hjá KR kom flestum á óvart og Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, hefur beðist afsökunar á því hvernig staðið var að þessum málum. „Ég hef í rauninni ekkert um það að segja. Það var bara verið að ráða mig í vinnu og ég hef ekkert slæmt um Inga að segja. Hann þjálfaði mig meira að segja hérna í 9. flokki held ég. Þetta er bara svona og ég er viss um að við getum byrjað á núllpunkti þegar ég tek við, og haldið áfram. KR-ingum líður bara ágætlega þegar þeir eru á milli tannanna á fólki, hvort sem það er út af góðu eða illu,“ segir Darri. Á gott og hreinskiptið vinasamband við þá sem taka við kyndlinum Darri vonast til þess að halda elstu og reyndustu leikmönnum KR í leikmannahópnum, köppum á borð við Jón Arnór Stefánsson og Helga Má Magnússon, sem hafa verið talsvert lengur að en þjálfarinn ungi. Hann er þó hvergi banginn við að stýra slíkum kanónum: „Ég er ekki að fara að kenna þeim að taka sniðskot með vinstri. Ég er að fara að setja einhverja skýra sýn og skýr hlutverk, og þora að taka erfið samtöl og þess konar hluti, sem ég lít miklu frekar á sem mitt hlutverk. Það er líka held ég það sem að ég er bestur í sem þjálfari, frekar en þessi smáatriði. Ég hef því fulla trú á því að þessi hópur henti mér sömuleiðis vel, þetta séu þroskaðir einstaklingar sem hægt er að taka valdeflandi samtal við,“ segir Darri, sem sömuleiðis mun þjálfa vini sína, Matthías Orra Sigurðarson og Kristófer Acox, og segir að það verði ekki vandamál. „Það eru kynslóðaskipti í liðinu að eiga sér stað. Kyndillinn er að fara frá ´82-árgangnum og í hendurnar á Matta og Kristófer fram á við. Þeir munu þurfa að axla mikla ábyrgð, og Kristófer sem búinn er að vera hérna lengi að axla meiri ábyrgð en hann hefur gert áður. Kastljósið er á þeim núna. Ég held að þeir skilji að gott samstarf við þjálfarann sé lykilatriði í því að þeir komi sem best út úr þessu líka. Þetta eru skýrir strákar og við eigum gott, hreinskiptið vinasamband sem mun henta vel í þessar aðstæður held ég.“ Klippa: Sportið í dag - Darri um nýja starfið sem þjálfari KR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Sportið í dag KR Tengdar fréttir Formaður körfuknattleiksdeildar KR bað Inga Þór afsökunar Formaður körfuknattleiksdeildar KR segist hafa misst atburðarrásina í tengslum við uppsögn Inga Þórs Steinþórssonar úr höndunum. 25. maí 2020 15:36 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
„Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. KR hefur unnið sex síðustu Íslandsmeistaratitla sem í boði hafa verið, og tvo bikarmeistaratitla á þeim tíma, en enginn Íslandsmeistaratitill var í boði í vor þar sem úrslitakeppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. Ljóst er að Darra, sem vann allt sem hægt er að vinna sem þjálfari kvennaliðs Vals í fyrra og gerði liðið að deildarmeistara í ár, bíður verðugt verkefni að viðhalda árangrinum: „Leiðin liggur eiginlega bara niður á við, því það er ekki hægt að komast neitt ofar,“ segir Darri við Sportið í dag, en viðtalið má sjá hér að neðan. „En ég velti þessum hlutum í raun ekkert fyrir mér. Ég er að gera þetta út af því að ég fæ tækifæri til að vinna með strákum sem ég ólst upp með, strákum sem ég ber gríðarlega virðingu fyrir, klúbbinn KR sem er með langstærsta liðið á Íslandi, og það eru þessir hlutir sem að munu fylla mig af lífsgleði og ánægju með þetta starf. Vonandi leiðir það til þess að við getum haldið áfram þeirri velgengni sem hefur varað hingað til,“ segir Darri. Brotthvarf Inga Þórs Steinþórssonar úr þjálfarastarfinu hjá KR kom flestum á óvart og Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, hefur beðist afsökunar á því hvernig staðið var að þessum málum. „Ég hef í rauninni ekkert um það að segja. Það var bara verið að ráða mig í vinnu og ég hef ekkert slæmt um Inga að segja. Hann þjálfaði mig meira að segja hérna í 9. flokki held ég. Þetta er bara svona og ég er viss um að við getum byrjað á núllpunkti þegar ég tek við, og haldið áfram. KR-ingum líður bara ágætlega þegar þeir eru á milli tannanna á fólki, hvort sem það er út af góðu eða illu,“ segir Darri. Á gott og hreinskiptið vinasamband við þá sem taka við kyndlinum Darri vonast til þess að halda elstu og reyndustu leikmönnum KR í leikmannahópnum, köppum á borð við Jón Arnór Stefánsson og Helga Má Magnússon, sem hafa verið talsvert lengur að en þjálfarinn ungi. Hann er þó hvergi banginn við að stýra slíkum kanónum: „Ég er ekki að fara að kenna þeim að taka sniðskot með vinstri. Ég er að fara að setja einhverja skýra sýn og skýr hlutverk, og þora að taka erfið samtöl og þess konar hluti, sem ég lít miklu frekar á sem mitt hlutverk. Það er líka held ég það sem að ég er bestur í sem þjálfari, frekar en þessi smáatriði. Ég hef því fulla trú á því að þessi hópur henti mér sömuleiðis vel, þetta séu þroskaðir einstaklingar sem hægt er að taka valdeflandi samtal við,“ segir Darri, sem sömuleiðis mun þjálfa vini sína, Matthías Orra Sigurðarson og Kristófer Acox, og segir að það verði ekki vandamál. „Það eru kynslóðaskipti í liðinu að eiga sér stað. Kyndillinn er að fara frá ´82-árgangnum og í hendurnar á Matta og Kristófer fram á við. Þeir munu þurfa að axla mikla ábyrgð, og Kristófer sem búinn er að vera hérna lengi að axla meiri ábyrgð en hann hefur gert áður. Kastljósið er á þeim núna. Ég held að þeir skilji að gott samstarf við þjálfarann sé lykilatriði í því að þeir komi sem best út úr þessu líka. Þetta eru skýrir strákar og við eigum gott, hreinskiptið vinasamband sem mun henta vel í þessar aðstæður held ég.“ Klippa: Sportið í dag - Darri um nýja starfið sem þjálfari KR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Sportið í dag KR Tengdar fréttir Formaður körfuknattleiksdeildar KR bað Inga Þór afsökunar Formaður körfuknattleiksdeildar KR segist hafa misst atburðarrásina í tengslum við uppsögn Inga Þórs Steinþórssonar úr höndunum. 25. maí 2020 15:36 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Formaður körfuknattleiksdeildar KR bað Inga Þór afsökunar Formaður körfuknattleiksdeildar KR segist hafa misst atburðarrásina í tengslum við uppsögn Inga Þórs Steinþórssonar úr höndunum. 25. maí 2020 15:36
Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16