Skilja ekkert í því af hverju fólk er að hamstra klósettpappír Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2020 15:04 Engin þörf er á að hamstra mat. Alma Möller landlæknir og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segjast lítið skilja í því af hverju einhverjir hafa ákveðið að hamstra klósettpappír síðustu daga. Andrés var sérstaklega spurður að þessu á upplýsingafundi almannavarna klukkan 14. Sagði hann að þau sem sætu þar fyrir svörum hafi klórað sér í höfðinu yfir nákvæmlega þessu. „Eins og ég sagði áðan þá er engin ástæða til þess að hamstra mat, frekar en aðrar nauðsynjavörur til heimilisins, þar með talið klósettpappír.“ Alma bætti þá við: „Ef við ætlum að verja okkur verður næsti maður líka að eiga sápu og salernispappír.“ Í lok fundar var Andrés svo spurður hvort að öruggt væri að fólk þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af vörum, mat, olíu og fleiru á næstu mánuðum og vikum. „Það er alveg á hreinu og það eru skilaboðin sem við viljum senda héðan mjög skýrt. Það er til nóg af mat í landinu, bæði innfluttum og innlendum. Vöruflutningar til landsins eru algerlega ótruflaðir. Það eru engin merki um það að það sé vöruskortur í uppsiglingu í landinu. Hvorki á mat, lyfjum né yfir höfuð öðrum vörum. Þannig er það,“ sagði Andrés. Skil ekki fólk sem er að HÓLKA klósettpappír. Er planið í sóttkví að kúka stanslaust í tvær vikur?— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) March 13, 2020 Heilbrigðismál Wuhan-veiran Neytendur Verslun Tengdar fréttir Ítrekar að fólk í sóttkví fari ekki í sýnatöku hjá Íslenskri erfðgreiningu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekaði þau tilmæli sem Íslensk erfðagreining sendi frá sér í morgun varðandi það að fólk sem sé í sóttkví panti sér ekki í tíma í sýnatöku hjá fyrirtækinu og mæti til þess að láta taka sýni á því tímabili sem það er enn í sóttkví. 13. mars 2020 14:35 Örtröð í verslunum: „Það er til nóg af vöru í landinu“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að oft sé sagt að almenning skynsemi sé ekki mjög almenn. Það eigi ekki við um Íslendinga. Íslendingar séu almennt með mjög góða skynsemi. 13. mars 2020 12:23 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Alma Möller landlæknir og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segjast lítið skilja í því af hverju einhverjir hafa ákveðið að hamstra klósettpappír síðustu daga. Andrés var sérstaklega spurður að þessu á upplýsingafundi almannavarna klukkan 14. Sagði hann að þau sem sætu þar fyrir svörum hafi klórað sér í höfðinu yfir nákvæmlega þessu. „Eins og ég sagði áðan þá er engin ástæða til þess að hamstra mat, frekar en aðrar nauðsynjavörur til heimilisins, þar með talið klósettpappír.“ Alma bætti þá við: „Ef við ætlum að verja okkur verður næsti maður líka að eiga sápu og salernispappír.“ Í lok fundar var Andrés svo spurður hvort að öruggt væri að fólk þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af vörum, mat, olíu og fleiru á næstu mánuðum og vikum. „Það er alveg á hreinu og það eru skilaboðin sem við viljum senda héðan mjög skýrt. Það er til nóg af mat í landinu, bæði innfluttum og innlendum. Vöruflutningar til landsins eru algerlega ótruflaðir. Það eru engin merki um það að það sé vöruskortur í uppsiglingu í landinu. Hvorki á mat, lyfjum né yfir höfuð öðrum vörum. Þannig er það,“ sagði Andrés. Skil ekki fólk sem er að HÓLKA klósettpappír. Er planið í sóttkví að kúka stanslaust í tvær vikur?— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) March 13, 2020
Heilbrigðismál Wuhan-veiran Neytendur Verslun Tengdar fréttir Ítrekar að fólk í sóttkví fari ekki í sýnatöku hjá Íslenskri erfðgreiningu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekaði þau tilmæli sem Íslensk erfðagreining sendi frá sér í morgun varðandi það að fólk sem sé í sóttkví panti sér ekki í tíma í sýnatöku hjá fyrirtækinu og mæti til þess að láta taka sýni á því tímabili sem það er enn í sóttkví. 13. mars 2020 14:35 Örtröð í verslunum: „Það er til nóg af vöru í landinu“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að oft sé sagt að almenning skynsemi sé ekki mjög almenn. Það eigi ekki við um Íslendinga. Íslendingar séu almennt með mjög góða skynsemi. 13. mars 2020 12:23 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Ítrekar að fólk í sóttkví fari ekki í sýnatöku hjá Íslenskri erfðgreiningu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ítrekaði þau tilmæli sem Íslensk erfðagreining sendi frá sér í morgun varðandi það að fólk sem sé í sóttkví panti sér ekki í tíma í sýnatöku hjá fyrirtækinu og mæti til þess að láta taka sýni á því tímabili sem það er enn í sóttkví. 13. mars 2020 14:35
Örtröð í verslunum: „Það er til nóg af vöru í landinu“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að oft sé sagt að almenning skynsemi sé ekki mjög almenn. Það eigi ekki við um Íslendinga. Íslendingar séu almennt með mjög góða skynsemi. 13. mars 2020 12:23