Norræna siglir farþegalaus til Íslands Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. mars 2020 06:26 Hér má sjá Norrænu sigla frá Þórshöfn í Færeyjum á leið sinni til Seyðisfjarðar. Getty/ullstein bild Farþegaferjan MS Norræna siglir ekki með farþega frá Færeyjum til Seyðisfjarðar næstu tvær vikurnar eins og til hafði staðið. Vöruflutningar halda þó áfram. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Smyril Line, sem rekur ferjuna. Þó svo að engin ástæða sé tilgreind fyrir ákvörðuninni má ætla að útbreiðsla kórónuveirunnar leiki þar lykilhlutverk, en tilkynningin flokkast undir „upplýsingar um Covid-19“ á vefsíðu Norrænu. Áður hefur verið gripið til almennra ráðstafana í ferjunni; búið er að fjölga handþvottastöðvum, þrif aukin og farþegum sem sýna einkenni kórónuveirusmits hefur verið meinaður aðgangur. Nú hefur hins vegar verið tekin ákvörðun um að breyta ferðafyrirkomulaginu. Norræna sigldi frá Færeyjum til Danmerkur í gær og mun sigla aftur til baka á morgun. Ferjan siglir síðan áfram til Íslands - farþegalaus. „Hverjum þeim sem hóf ekki ferðalag sitt eða er ekki á heimleið verður bannað að ferðast með MS Norrænu,“ segir auk þess í tilkynningunni og bætt við að ölllum þeim sem „þurfa ekki að ferðast“ verði ekki hleypt inn í ferjuna. Smyril Line segist jafnframt ætla að styðjast við þetta fyrirkomulag til 28. mars næstkomandi, nema annað verði sérstaklega tekið fram. Uppfært kl. 7:10 Samkvæmt upplýsingum frá Lindu Gunnlaugsdóttur, framkvæmdastjóra Smyril Line á Íslandi, mun Norræna halda vöruflutningum sínum til Íslands áfram. Ferjan mun hins vegar ekki sigla með farþega frá Færeyjum til Seyðisfjarðar næstu tvær vikurnar. Fréttin hefur verið uppfærð með þessum upplýsingum. Samgöngur Færeyjar Danmörk Norræna Ferðamennska á Íslandi Seyðisfjörður Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Farþegaferjan MS Norræna siglir ekki með farþega frá Færeyjum til Seyðisfjarðar næstu tvær vikurnar eins og til hafði staðið. Vöruflutningar halda þó áfram. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Smyril Line, sem rekur ferjuna. Þó svo að engin ástæða sé tilgreind fyrir ákvörðuninni má ætla að útbreiðsla kórónuveirunnar leiki þar lykilhlutverk, en tilkynningin flokkast undir „upplýsingar um Covid-19“ á vefsíðu Norrænu. Áður hefur verið gripið til almennra ráðstafana í ferjunni; búið er að fjölga handþvottastöðvum, þrif aukin og farþegum sem sýna einkenni kórónuveirusmits hefur verið meinaður aðgangur. Nú hefur hins vegar verið tekin ákvörðun um að breyta ferðafyrirkomulaginu. Norræna sigldi frá Færeyjum til Danmerkur í gær og mun sigla aftur til baka á morgun. Ferjan siglir síðan áfram til Íslands - farþegalaus. „Hverjum þeim sem hóf ekki ferðalag sitt eða er ekki á heimleið verður bannað að ferðast með MS Norrænu,“ segir auk þess í tilkynningunni og bætt við að ölllum þeim sem „þurfa ekki að ferðast“ verði ekki hleypt inn í ferjuna. Smyril Line segist jafnframt ætla að styðjast við þetta fyrirkomulag til 28. mars næstkomandi, nema annað verði sérstaklega tekið fram. Uppfært kl. 7:10 Samkvæmt upplýsingum frá Lindu Gunnlaugsdóttur, framkvæmdastjóra Smyril Line á Íslandi, mun Norræna halda vöruflutningum sínum til Íslands áfram. Ferjan mun hins vegar ekki sigla með farþega frá Færeyjum til Seyðisfjarðar næstu tvær vikurnar. Fréttin hefur verið uppfærð með þessum upplýsingum.
Samgöngur Færeyjar Danmörk Norræna Ferðamennska á Íslandi Seyðisfjörður Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum