Lögregla fylgdi veikum farþega úr flugvél frá München Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2020 18:32 Farþeginn kom með flugi Icelandair frá München á fimmta tímanum. Vísir/vilhelm Veikur farþegi var um borð í vél Icelandair sem kom frá München til Keflavíkur snemma á fimmta tímanum í dag. Grunur er um að farþeginn gæti verið smitaður af kórónuveiru, samkvæmt upplýsingum frá Icelandair. Farþeganum, sem er íslenskur, var fylgt frá borði af lögreglu, að því er fram kemur í frétt Mbl sem greindi fyrst frá málinu. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir í samtali við Vísi að tilkynnt hafi verið um grun um smit í vélinni. Þá fari ákveðin verklagsáætlun í gang en við lendingu í Keflavík taka almannavarnir við viðbragði. „Okkar hlutverki lýkur þá,“ segir Ásdís. Í frétt Mbl segir að farþeginn hafi tilkynnt um veikindi eftir að hann kom upp í vélina. Þá er haft eftir blaðamanni Mbl sem var um borð í vélinni að aðrir farþegar hafi verið óánægðir með það að maðurinn hafi ekki tilkynnt um einkennin fyrr en hann var kominn um borð. Rýma þurfti sætaraðir í kringum hann vegna veikindanna. Eftir komuna til Keflavíkur kom lögregla um borð og ræddi við flugstjóra. Farþegum var leyft að fara frá borði tæplega hálftíma síðar og var manninum svo fylgt frá borði þegar aðrir farþegar voru farnir út, að því er segir í frétt Mbl. Farþegar sem koma frá hættusvæðum í Ölpunum, líkt og flestir farþegarnir um borð í umræddri vél frá München, er skylt að fara strax í sóttkví við komuna til landsins, samkvæmt tilmælum frá sóttvarnalækni. Wuhan-veiran Icelandair Fréttir af flugi Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Veikur farþegi var um borð í vél Icelandair sem kom frá München til Keflavíkur snemma á fimmta tímanum í dag. Grunur er um að farþeginn gæti verið smitaður af kórónuveiru, samkvæmt upplýsingum frá Icelandair. Farþeganum, sem er íslenskur, var fylgt frá borði af lögreglu, að því er fram kemur í frétt Mbl sem greindi fyrst frá málinu. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir í samtali við Vísi að tilkynnt hafi verið um grun um smit í vélinni. Þá fari ákveðin verklagsáætlun í gang en við lendingu í Keflavík taka almannavarnir við viðbragði. „Okkar hlutverki lýkur þá,“ segir Ásdís. Í frétt Mbl segir að farþeginn hafi tilkynnt um veikindi eftir að hann kom upp í vélina. Þá er haft eftir blaðamanni Mbl sem var um borð í vélinni að aðrir farþegar hafi verið óánægðir með það að maðurinn hafi ekki tilkynnt um einkennin fyrr en hann var kominn um borð. Rýma þurfti sætaraðir í kringum hann vegna veikindanna. Eftir komuna til Keflavíkur kom lögregla um borð og ræddi við flugstjóra. Farþegum var leyft að fara frá borði tæplega hálftíma síðar og var manninum svo fylgt frá borði þegar aðrir farþegar voru farnir út, að því er segir í frétt Mbl. Farþegar sem koma frá hættusvæðum í Ölpunum, líkt og flestir farþegarnir um borð í umræddri vél frá München, er skylt að fara strax í sóttkví við komuna til landsins, samkvæmt tilmælum frá sóttvarnalækni.
Wuhan-veiran Icelandair Fréttir af flugi Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira