Icelandair fækkar enn ferðum í mars og apríl Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2020 08:49 Fjárhagsstaða Icelandair Group er sögð sterk og lausafjársstaða félagsins nemur rúmum 39 milljörðum króna í dag. Vísir/Vilhelm Tímabundið ferðabann bandarískra stjórnvalda til og frá Evrópu mun hafa veruleg áhrif á flugáætlun Icelandair á tímabilinu og mun félagið draga enn frekar úr framboði á flugi í mars og apríl, umfram það sem áður hefur verið tilkynnt. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair í Kauphöll rétt í þessu. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun um ferðabann frá Schengen-ríkjunum í Evrópu, þar með talið Íslandi, til Bandaríkjanna næsta mánuðinn. „Um 490 flugferðir eru áætlaðar til Bandaríkjanna á tímabilinu. Ljóst er að útbreiðsla COVID-19 veirunnar hefur veruleg áhrif á ferðalög um allan heim. Fjárhagsleg áhrif þessa á Icelandair Group eru enn óviss en eins og tilkynnt hefur verið um er félagið að greina mögulegar sviðsmyndir og mótvægisaðgerðir í ljósi stöðunnar. Fjárhagsstaða Icelandair Group er sterk og lausafjársstaða félagsins nam rúmum 39 milljörðum króna (301,6 milljónir bandaríkjadala) í árslok 2019 og er á sama stað í dag,“ segir í tilkynningunni. Á áætlun í dag Icelandair sendi frá sér tilkynningu um 10 leytið með nánari útlistun á áhrifum ferðabannsins. Þar segir að allt flug hjá Icelandair verði á áætlun í dag og á morgun. „Þegar ferðabannið tekur gildi á laugardag, verður flug til eftirfarandi áfangastaða Icelandair í Bandaríkjunum á áætlun: New York (JFK og EWR), Chicago, Seattle og Washington DC en ferðabann gildir þá fyrir alla sem dvalið hafa á Schengen svæðinu, nema bandaríska ríkisborgara. Þann 14.-16. mars verður öllu flugi til Boston, Minneapolis, Denver og Orlando aflýst. Flug frá Orlando og Denver laugardaginn 14. mars verður á áætlun. Öll flug til Evrópu eru á áætlun. Ferðabannið gildir ekki um fraktflutninga. Flugáætlun félagsins í heild sinni er í stöðugri skoðun við þessar fordæmalausu aðstæður og er því breytingum háð. Allar breytingar á flugáætlun félagsins verða birtar á heimasíðu félagsins,“ segir í tilkynningunni. Icelandair Wuhan-veiran Fréttir af flugi Markaðir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flugbannið „gríðarlegt reiðarslag“ fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00 Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Tímabundið ferðabann bandarískra stjórnvalda til og frá Evrópu mun hafa veruleg áhrif á flugáætlun Icelandair á tímabilinu og mun félagið draga enn frekar úr framboði á flugi í mars og apríl, umfram það sem áður hefur verið tilkynnt. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair í Kauphöll rétt í þessu. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun um ferðabann frá Schengen-ríkjunum í Evrópu, þar með talið Íslandi, til Bandaríkjanna næsta mánuðinn. „Um 490 flugferðir eru áætlaðar til Bandaríkjanna á tímabilinu. Ljóst er að útbreiðsla COVID-19 veirunnar hefur veruleg áhrif á ferðalög um allan heim. Fjárhagsleg áhrif þessa á Icelandair Group eru enn óviss en eins og tilkynnt hefur verið um er félagið að greina mögulegar sviðsmyndir og mótvægisaðgerðir í ljósi stöðunnar. Fjárhagsstaða Icelandair Group er sterk og lausafjársstaða félagsins nam rúmum 39 milljörðum króna (301,6 milljónir bandaríkjadala) í árslok 2019 og er á sama stað í dag,“ segir í tilkynningunni. Á áætlun í dag Icelandair sendi frá sér tilkynningu um 10 leytið með nánari útlistun á áhrifum ferðabannsins. Þar segir að allt flug hjá Icelandair verði á áætlun í dag og á morgun. „Þegar ferðabannið tekur gildi á laugardag, verður flug til eftirfarandi áfangastaða Icelandair í Bandaríkjunum á áætlun: New York (JFK og EWR), Chicago, Seattle og Washington DC en ferðabann gildir þá fyrir alla sem dvalið hafa á Schengen svæðinu, nema bandaríska ríkisborgara. Þann 14.-16. mars verður öllu flugi til Boston, Minneapolis, Denver og Orlando aflýst. Flug frá Orlando og Denver laugardaginn 14. mars verður á áætlun. Öll flug til Evrópu eru á áætlun. Ferðabannið gildir ekki um fraktflutninga. Flugáætlun félagsins í heild sinni er í stöðugri skoðun við þessar fordæmalausu aðstæður og er því breytingum háð. Allar breytingar á flugáætlun félagsins verða birtar á heimasíðu félagsins,“ segir í tilkynningunni.
Icelandair Wuhan-veiran Fréttir af flugi Markaðir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flugbannið „gríðarlegt reiðarslag“ fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00 Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Flugbannið „gríðarlegt reiðarslag“ fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45
Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00
Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25