Náði nær allri eftirför steypubílsins eftir Sæbrautinni á myndband Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2020 17:47 Lögregluþjónar við steypubílinn hjá Kleppsvegi í dag. Vísir/vilhelm Ekki hefur enn náðst að ræða við manninn sem stal steypubíl í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Til stendur að yfirheyra hann seint í kvöld. Fjölmörg myndbönd náðust af atvikinu í dag og einn sjónarvottur náði nær allri eftirför lögreglu eftir Sæbrautinni á myndband, sem sjá má neðar í fréttinni. Málið vakti mikla athygli í morgun. Atburðarásin liggur nokkuð ljóst fyrir, að sögn Guðmundar Páls Jónssonar lögreglufulltrúa hjá lögreglufnni á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var undir áhrifum þegar hann stal steypubílnum, fullum af steypu, á byggingasvæði við Vitastíg á tíunda tímanum í morgun. Ferðalag steypubílsins í morgun sést hér á korti.Vísir/Hjalti Því næst ók maðurinn niður Laugaveg, Bankastræti og Lækjargötu og næst sem leið lá eftir Sæbrautinni. Fjölmennt lögreglulið veitti manninum eftirför og áttu gangandi vegfarendur fótum sínum fjör að launa. För mannsins var loks stöðvuð við Kleppsveg, hann stökk þá út úr bílnum og lögreglumenn eltu hann uppi og handtóku hann. Einn sjónarvottur fylgdi lögreglu eftir nær endilangri Sæbrautinni er hún veitti steypubílnum eftirför og náði herlegheitunum á myndband. Myndbandið, sem sjá má hér fyrir neðan, hefst rétt áður en ökumaður steypubílsins sveigir af akbrautinni, yfir umferðareyju og loks upp á göngustíg við sjóinn. Upptökunni lýkur ekki fyrr en ökumaðurinn stöðvar bílinn við Kleppsveg. Guðmundur Páll segir í samtali við Vísi nú síðdegis að til standi að taka skýrslu af manninum í kvöld, líklega fremur seint. Það hafi ekki náðst í dag vegna ástands mannsins, sem var undir áhrifum líkt og áður segir. Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast í dag. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. 11. mars 2020 11:45 Steypubíll eltur af lögreglu á Sæbraut Lögreglan veitti steypubíl eftirför í Reykjavík í dag. Mikil hætta skapaðist þegar bíllinn ók á móti umferð. 11. mars 2020 08:37 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Ekki hefur enn náðst að ræða við manninn sem stal steypubíl í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Til stendur að yfirheyra hann seint í kvöld. Fjölmörg myndbönd náðust af atvikinu í dag og einn sjónarvottur náði nær allri eftirför lögreglu eftir Sæbrautinni á myndband, sem sjá má neðar í fréttinni. Málið vakti mikla athygli í morgun. Atburðarásin liggur nokkuð ljóst fyrir, að sögn Guðmundar Páls Jónssonar lögreglufulltrúa hjá lögreglufnni á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var undir áhrifum þegar hann stal steypubílnum, fullum af steypu, á byggingasvæði við Vitastíg á tíunda tímanum í morgun. Ferðalag steypubílsins í morgun sést hér á korti.Vísir/Hjalti Því næst ók maðurinn niður Laugaveg, Bankastræti og Lækjargötu og næst sem leið lá eftir Sæbrautinni. Fjölmennt lögreglulið veitti manninum eftirför og áttu gangandi vegfarendur fótum sínum fjör að launa. För mannsins var loks stöðvuð við Kleppsveg, hann stökk þá út úr bílnum og lögreglumenn eltu hann uppi og handtóku hann. Einn sjónarvottur fylgdi lögreglu eftir nær endilangri Sæbrautinni er hún veitti steypubílnum eftirför og náði herlegheitunum á myndband. Myndbandið, sem sjá má hér fyrir neðan, hefst rétt áður en ökumaður steypubílsins sveigir af akbrautinni, yfir umferðareyju og loks upp á göngustíg við sjóinn. Upptökunni lýkur ekki fyrr en ökumaðurinn stöðvar bílinn við Kleppsveg. Guðmundur Páll segir í samtali við Vísi nú síðdegis að til standi að taka skýrslu af manninum í kvöld, líklega fremur seint. Það hafi ekki náðst í dag vegna ástands mannsins, sem var undir áhrifum líkt og áður segir. Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast í dag.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. 11. mars 2020 11:45 Steypubíll eltur af lögreglu á Sæbraut Lögreglan veitti steypubíl eftirför í Reykjavík í dag. Mikil hætta skapaðist þegar bíllinn ók á móti umferð. 11. mars 2020 08:37 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. 11. mars 2020 11:45
Steypubíll eltur af lögreglu á Sæbraut Lögreglan veitti steypubíl eftirför í Reykjavík í dag. Mikil hætta skapaðist þegar bíllinn ók á móti umferð. 11. mars 2020 08:37