Krónan standi ansi sterk Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. mars 2020 20:00 Rannveig Sigurðardóttir og Ásgeir Jónsson kynntu vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands í morgun. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri hefur ekki áhyggjur af stöðu krónunnar á þeim óvissutímum sem uppi eru vegna áhrifa kórónuveirunnar á efnahagslífið. Hagkerfið hafi aldrei verið eins vel í stakk búið til að bregðast við áföllum. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnti ákvörðun sína um að lækka meginvexti bankans um 0,50 prósentur í morgun, viku fyrr en áætlað var. Þá var jafnframt ákveðið að lækka meðaltalsbindiskyldu úr 1% niður í 0%. Sjá einnig: Heimilin sjái lægri vexti og fleiri haldi vinnunni „Við erum að losa um 40 milljarða fyrir bankana sem er þá í rauninni lausafé sem að þeir geta nýtt sér til að þjónusta sína viðskiptavini,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Hann kveðst ekki hafa teljandi áhyggjur af stöðu krónunnar. „Krónan hefur í rauninni staðist þessa árun mjög vel, við vorum með gríðarlegan viðskiptaafgang á síðasta ári, ég held að við höfum slegið einhver met í viðskiptaafgangi og það eru náttúrlega aðrir þættir sem eru að koma með henni, lægra olíuverð og lægri innflutningur þannig að við teljum að krónan standi ansi sterk,“ segir Ásgeir. Þá búi Seðlabankinn yfir 800 milljarða gjaldeyrisforða sem hægt sé að grípa til ef á þarf að halda. Staða ferðaþjónustunnar á þessum óvissutímum sé aftur á móti áhyggjuefni. „Ég held ég sé ekki að fara að deila með þér minni verstu sviðsmynd. Við erum að sjá verulega truflun í ferðaþjónustunni, ferðaþjónustan hefur á síðustu árum risið upp sem ein helsta útflutningsgrein landsins og verður það áfram. Þetta er í rauninni bara tímabundið áfall,“ segir Ásgeir. Heilt yfir sé staðan góð til að bregðast við áföllum. „Við höfum aldrei verið eins vel undirbúin eins og núna.“ Efnahagsmál Íslenska krónan Wuhan-veiran Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Seðlabankastjóri hefur ekki áhyggjur af stöðu krónunnar á þeim óvissutímum sem uppi eru vegna áhrifa kórónuveirunnar á efnahagslífið. Hagkerfið hafi aldrei verið eins vel í stakk búið til að bregðast við áföllum. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnti ákvörðun sína um að lækka meginvexti bankans um 0,50 prósentur í morgun, viku fyrr en áætlað var. Þá var jafnframt ákveðið að lækka meðaltalsbindiskyldu úr 1% niður í 0%. Sjá einnig: Heimilin sjái lægri vexti og fleiri haldi vinnunni „Við erum að losa um 40 milljarða fyrir bankana sem er þá í rauninni lausafé sem að þeir geta nýtt sér til að þjónusta sína viðskiptavini,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Hann kveðst ekki hafa teljandi áhyggjur af stöðu krónunnar. „Krónan hefur í rauninni staðist þessa árun mjög vel, við vorum með gríðarlegan viðskiptaafgang á síðasta ári, ég held að við höfum slegið einhver met í viðskiptaafgangi og það eru náttúrlega aðrir þættir sem eru að koma með henni, lægra olíuverð og lægri innflutningur þannig að við teljum að krónan standi ansi sterk,“ segir Ásgeir. Þá búi Seðlabankinn yfir 800 milljarða gjaldeyrisforða sem hægt sé að grípa til ef á þarf að halda. Staða ferðaþjónustunnar á þessum óvissutímum sé aftur á móti áhyggjuefni. „Ég held ég sé ekki að fara að deila með þér minni verstu sviðsmynd. Við erum að sjá verulega truflun í ferðaþjónustunni, ferðaþjónustan hefur á síðustu árum risið upp sem ein helsta útflutningsgrein landsins og verður það áfram. Þetta er í rauninni bara tímabundið áfall,“ segir Ásgeir. Heilt yfir sé staðan góð til að bregðast við áföllum. „Við höfum aldrei verið eins vel undirbúin eins og núna.“
Efnahagsmál Íslenska krónan Wuhan-veiran Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira