Heimilin sjái lægri vexti og fleiri haldi vinnunni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. mars 2020 12:40 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri greindi frá ákvörðun peningastefnunefndar um lækkun vaxta í morgun. Vísir/Vilhelm Hagkerfið hefur aldrei fyrr verið jafn vel í stakk búið til að bregðast við áföllum að sögn seðlabankastjóra. Peningastefnunefnd kynnti ákvörðun sína um lækkun vaxta um 0,50 prósentur í morgun, viku fyrr en til stóð. Þannig hafa meginginvextir bankans hafa verið lækkaðir niður í 2,25%. Það var gert í ljósi versnandi efnahagshorfa sem rekja má til útbreiðslu kórónuveirunnar að sögn Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. Þá hefur meðaltalsbindiskylda innlánasstofnana jafnframt verið lækkuð úr einu og niður í núll prósent. Sjá einnig: Stýrivextir lækkaðir um hálft prósentustig „Ég held að við séum að auðvelda atvinnulífinu að taka á móti þessu áfalli. Þegar að kemur aðeins lengra fram, af því það tekur kannski um hálft til eitt ár fyrir vaxtalækkunina að koma fram, við teljum að þetta vonandi muni leiða til þess að við munum örva fjárfestingu,“ segir Ásgeir. Að mati Ásgeirs er það jákvæða við óvissuna sem nú sé uppi og þau neikvæðu áhrif sem útbreiðsla veirunnar hefur haft á efnahagslífið er að áhrifin eru tímabundin. „Við náttúrlega höfum lent í áföllum áður í okkar útflutningsgreinum. Síldin hvarf og þorskurinn hrundi og svo framvegis og þetta er jákvætt að því leiti að þetta er tímabundið, þetta er faraldur sem gengur yfir það er bara spurning hversu langan tíma það tekur en það er það sem er jákvætt,“ segir Ásgeir. Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm „Og við erum vel undirbúin. Við urðum fyrir áfalli fyrir tíu árum síðan og við höfum byggt upp fjármálakerfið til að standast annað svona áfall,“ bætir hann við. Staðan hafi raunar aldrei verð betri til að bregðast við áföllum. En að hvaða leyti munu heimilin í landinu finna fyrir áhrifum þeirrar ákvörðunar sem kynnt var í morgun um lækkun vaxta? „Með tvennum hætti. Annars vegar vonandi sjá lægri vexti á sínum lánum og vonandi það að fleiri muni halda atvinnunni,“ segir Ásgeir. Ítarlegra viðtal við Ásgeir um ákvörðun peningastefnunefndar má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Ásgeir Jónsson um vaxtaákvörðun Efnahagsmál Seðlabankinn Wuhan-veiran Íslenska krónan Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Sjá meira
Hagkerfið hefur aldrei fyrr verið jafn vel í stakk búið til að bregðast við áföllum að sögn seðlabankastjóra. Peningastefnunefnd kynnti ákvörðun sína um lækkun vaxta um 0,50 prósentur í morgun, viku fyrr en til stóð. Þannig hafa meginginvextir bankans hafa verið lækkaðir niður í 2,25%. Það var gert í ljósi versnandi efnahagshorfa sem rekja má til útbreiðslu kórónuveirunnar að sögn Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. Þá hefur meðaltalsbindiskylda innlánasstofnana jafnframt verið lækkuð úr einu og niður í núll prósent. Sjá einnig: Stýrivextir lækkaðir um hálft prósentustig „Ég held að við séum að auðvelda atvinnulífinu að taka á móti þessu áfalli. Þegar að kemur aðeins lengra fram, af því það tekur kannski um hálft til eitt ár fyrir vaxtalækkunina að koma fram, við teljum að þetta vonandi muni leiða til þess að við munum örva fjárfestingu,“ segir Ásgeir. Að mati Ásgeirs er það jákvæða við óvissuna sem nú sé uppi og þau neikvæðu áhrif sem útbreiðsla veirunnar hefur haft á efnahagslífið er að áhrifin eru tímabundin. „Við náttúrlega höfum lent í áföllum áður í okkar útflutningsgreinum. Síldin hvarf og þorskurinn hrundi og svo framvegis og þetta er jákvætt að því leiti að þetta er tímabundið, þetta er faraldur sem gengur yfir það er bara spurning hversu langan tíma það tekur en það er það sem er jákvætt,“ segir Ásgeir. Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm „Og við erum vel undirbúin. Við urðum fyrir áfalli fyrir tíu árum síðan og við höfum byggt upp fjármálakerfið til að standast annað svona áfall,“ bætir hann við. Staðan hafi raunar aldrei verð betri til að bregðast við áföllum. En að hvaða leyti munu heimilin í landinu finna fyrir áhrifum þeirrar ákvörðunar sem kynnt var í morgun um lækkun vaxta? „Með tvennum hætti. Annars vegar vonandi sjá lægri vexti á sínum lánum og vonandi það að fleiri muni halda atvinnunni,“ segir Ásgeir. Ítarlegra viðtal við Ásgeir um ákvörðun peningastefnunefndar má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Ásgeir Jónsson um vaxtaákvörðun
Efnahagsmál Seðlabankinn Wuhan-veiran Íslenska krónan Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Sjá meira