Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 11. mars 2020 11:45 Hér má sjá þá leið sem þjófurinn fór á steypubílnum fór áður en hann var stöðvaður af lögreglu. Grafík/Hjalti Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. Gangandi og hlaupandi vegfarendur á gangstéttum og stígum við Sæbraut átti fótum sínum fjör að launa og þá var gangandi vegfarenda kippt upp í lögreglubíl áður en steypubíllinn kom aðvífandi á mikilli ferð. „Bifreiðin var í gangi og það stökk inn í bílinn einhver maður og fór á honum í burtu niður Laugaveg, Bankastræti og Lækjargötu, þá fara lögreglumenn á eftir bifreiðinni sem sinnir stöðvunarmerkjum,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Hann segir manninn hafa ekið talsvert hratt en bæði merktir og ómerktir lögreglubílar frá öllum stöðvum auk sérsveitar sinntu útkallinu og reyndu að stöðva för bílsins. „Þessum steypubíl var ekið upp á gangstétt og á gangstéttum og hjólastígum á Sæbraut austur úr og það var bara fólk sem var bæði að hlaupa og labba og átti fótum sínum fjör að launa,“ segir Guðmundur. Hann segir manninn ekki hæfan til skýrslutöku þar sem hann sé líklega undir áhrifum efna eða lyfja. Hann verði því væntanlega ekki yfirheyrður fyrr en í kvöld. Guðmundur segir það mildi að enginn hafi slasast. „Sem betur fer slasaðist enginn þarna. Lögreglumaður sem var þarna á lögreglubíl ómerktum hann kippti einni konu upp sem var að labba þarna eftir Sæbrautinni inn í bílinn rétt áður en steypubíllinn kom aðvífandi að á mikilli ferð.“ En fyrir þig sem lögreglumann þá er þetta nú frekar óvenjulegt útkall? „Jú, þetta er náttúrulega stórt tæki og erfitt að stoppa það. Við erum bara með fólksbíla og gríðarleg hætta þarna á ferð.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. Gangandi og hlaupandi vegfarendur á gangstéttum og stígum við Sæbraut átti fótum sínum fjör að launa og þá var gangandi vegfarenda kippt upp í lögreglubíl áður en steypubíllinn kom aðvífandi á mikilli ferð. „Bifreiðin var í gangi og það stökk inn í bílinn einhver maður og fór á honum í burtu niður Laugaveg, Bankastræti og Lækjargötu, þá fara lögreglumenn á eftir bifreiðinni sem sinnir stöðvunarmerkjum,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Hann segir manninn hafa ekið talsvert hratt en bæði merktir og ómerktir lögreglubílar frá öllum stöðvum auk sérsveitar sinntu útkallinu og reyndu að stöðva för bílsins. „Þessum steypubíl var ekið upp á gangstétt og á gangstéttum og hjólastígum á Sæbraut austur úr og það var bara fólk sem var bæði að hlaupa og labba og átti fótum sínum fjör að launa,“ segir Guðmundur. Hann segir manninn ekki hæfan til skýrslutöku þar sem hann sé líklega undir áhrifum efna eða lyfja. Hann verði því væntanlega ekki yfirheyrður fyrr en í kvöld. Guðmundur segir það mildi að enginn hafi slasast. „Sem betur fer slasaðist enginn þarna. Lögreglumaður sem var þarna á lögreglubíl ómerktum hann kippti einni konu upp sem var að labba þarna eftir Sæbrautinni inn í bílinn rétt áður en steypubíllinn kom aðvífandi að á mikilli ferð.“ En fyrir þig sem lögreglumann þá er þetta nú frekar óvenjulegt útkall? „Jú, þetta er náttúrulega stórt tæki og erfitt að stoppa það. Við erum bara með fólksbíla og gríðarleg hætta þarna á ferð.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira