„Fyrir mig persónulega var þetta rétti tíminn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. maí 2020 11:31 Gunnlaugur var að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í kökugerð þegar faraldurinn gekk yfir heiminn og því ákvað hann að stofna sitt eigið fyrirtæki. Gunnlaugur Arnar Ingason er 25 ára bakari og konditor sem opnaði nýverið veisluþjónustu í Hafnarfirði og sérhæfir sig í kökum og eftirréttum. Gunnlaugur var búsettur í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum mánuðum og það var ekki á planinu að flytja heim og hefja rekstur en veiran setti strik í reikninginn og hann var allt í einu orðinn atvinnulaus á Íslandi og ákvað að bjarga sér með því að opna veisluþjónustu sem slegið hefur í gegn. Í Ísland í dag í gærkvöldi heimsótti Eva Laufey Gulla og hann kenndi henni að búa til æðislegt sítrónutart. „Ég fékk boð um að taka þátt á heimsmeistaramótinu í kökugerð sem halda átti í mars í Tævan. Ég klára sveinsprófið mitt í Kaupmannahöfn í desember og kem heim í janúar til að undirbúa mig fyrir heimsmeistaramótið. Ég ætlaði að taka þriggja mánaða vinnutörn einungis til að undirbúa mig fyrir mótið. Svo gerist það að það kemur heimsfaraldur og keppninni er frestað fram á sumarið,“ segir Gunnlaugur. „Þá ætlaði ég bara að slaka á í tvær vikur og síðan finna mér einhverja vinnu. Svo á þessum tveimur vikum var veiran búin að springa út og komin til Íslands. Svo kom samkomubann og ég einhvern veginn stökk á þetta verkefni hérna, að opna minn eigin stað,“ segir Gunnlaugur léttur. Hann segir að þegar á undirbúningi fyrir keppnina stóð fór Gunnlaugur að finna fyrir áhuga fólks að versla við hann veitingarnar sem hann sýndi á Instagram. Gulli kenndi Evu að reiða fram sítrónutart. „Þá kom upp sú hugmynd að opna minn eigin stað og ég hafði engan áhuga á því að selja þetta bara í gegnum netið. Ég vildi opna minn eigin stað. Ferlið er búið að vera mjög stutt og ég tók við leigusamningi á þessu húsnæði í mars og stuttu síðar voru tæki og tól komin inn. Mamma og pabbi hafa hjálpað mér mikið og ég verð að gefa þeim smá hrós. Ég og æskuvinur minn eigum reksturinn en hann býr erlendis og því er ég einn að framleiða vörurnar og þetta geta verið svolítið langir dagar.“ Hann opnaði sumardaginn fyrsta síðastliðinn. „Ég held ég hafi selt þrjú hundruð eftirrétti sumardaginn fyrsta og fullt af makkarónuöskjum. Þetta var hrikalega langur dagur. Ég ætla einbeita mér að þessu verkefni í bili og það er kannski skrýtið að segja að þetta hafi verið hárréttur tími, en fyrir mig persónulega var þetta rétti tíminn. Ég er ungur og ekki skuldbundinn neinu og því get ég eytt mjög miklum tíma í að koma þessu af stað.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Matur Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Gunnlaugur Arnar Ingason er 25 ára bakari og konditor sem opnaði nýverið veisluþjónustu í Hafnarfirði og sérhæfir sig í kökum og eftirréttum. Gunnlaugur var búsettur í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum mánuðum og það var ekki á planinu að flytja heim og hefja rekstur en veiran setti strik í reikninginn og hann var allt í einu orðinn atvinnulaus á Íslandi og ákvað að bjarga sér með því að opna veisluþjónustu sem slegið hefur í gegn. Í Ísland í dag í gærkvöldi heimsótti Eva Laufey Gulla og hann kenndi henni að búa til æðislegt sítrónutart. „Ég fékk boð um að taka þátt á heimsmeistaramótinu í kökugerð sem halda átti í mars í Tævan. Ég klára sveinsprófið mitt í Kaupmannahöfn í desember og kem heim í janúar til að undirbúa mig fyrir heimsmeistaramótið. Ég ætlaði að taka þriggja mánaða vinnutörn einungis til að undirbúa mig fyrir mótið. Svo gerist það að það kemur heimsfaraldur og keppninni er frestað fram á sumarið,“ segir Gunnlaugur. „Þá ætlaði ég bara að slaka á í tvær vikur og síðan finna mér einhverja vinnu. Svo á þessum tveimur vikum var veiran búin að springa út og komin til Íslands. Svo kom samkomubann og ég einhvern veginn stökk á þetta verkefni hérna, að opna minn eigin stað,“ segir Gunnlaugur léttur. Hann segir að þegar á undirbúningi fyrir keppnina stóð fór Gunnlaugur að finna fyrir áhuga fólks að versla við hann veitingarnar sem hann sýndi á Instagram. Gulli kenndi Evu að reiða fram sítrónutart. „Þá kom upp sú hugmynd að opna minn eigin stað og ég hafði engan áhuga á því að selja þetta bara í gegnum netið. Ég vildi opna minn eigin stað. Ferlið er búið að vera mjög stutt og ég tók við leigusamningi á þessu húsnæði í mars og stuttu síðar voru tæki og tól komin inn. Mamma og pabbi hafa hjálpað mér mikið og ég verð að gefa þeim smá hrós. Ég og æskuvinur minn eigum reksturinn en hann býr erlendis og því er ég einn að framleiða vörurnar og þetta geta verið svolítið langir dagar.“ Hann opnaði sumardaginn fyrsta síðastliðinn. „Ég held ég hafi selt þrjú hundruð eftirrétti sumardaginn fyrsta og fullt af makkarónuöskjum. Þetta var hrikalega langur dagur. Ég ætla einbeita mér að þessu verkefni í bili og það er kannski skrýtið að segja að þetta hafi verið hárréttur tími, en fyrir mig persónulega var þetta rétti tíminn. Ég er ungur og ekki skuldbundinn neinu og því get ég eytt mjög miklum tíma í að koma þessu af stað.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Matur Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira