„Fyrir mig persónulega var þetta rétti tíminn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. maí 2020 11:31 Gunnlaugur var að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í kökugerð þegar faraldurinn gekk yfir heiminn og því ákvað hann að stofna sitt eigið fyrirtæki. Gunnlaugur Arnar Ingason er 25 ára bakari og konditor sem opnaði nýverið veisluþjónustu í Hafnarfirði og sérhæfir sig í kökum og eftirréttum. Gunnlaugur var búsettur í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum mánuðum og það var ekki á planinu að flytja heim og hefja rekstur en veiran setti strik í reikninginn og hann var allt í einu orðinn atvinnulaus á Íslandi og ákvað að bjarga sér með því að opna veisluþjónustu sem slegið hefur í gegn. Í Ísland í dag í gærkvöldi heimsótti Eva Laufey Gulla og hann kenndi henni að búa til æðislegt sítrónutart. „Ég fékk boð um að taka þátt á heimsmeistaramótinu í kökugerð sem halda átti í mars í Tævan. Ég klára sveinsprófið mitt í Kaupmannahöfn í desember og kem heim í janúar til að undirbúa mig fyrir heimsmeistaramótið. Ég ætlaði að taka þriggja mánaða vinnutörn einungis til að undirbúa mig fyrir mótið. Svo gerist það að það kemur heimsfaraldur og keppninni er frestað fram á sumarið,“ segir Gunnlaugur. „Þá ætlaði ég bara að slaka á í tvær vikur og síðan finna mér einhverja vinnu. Svo á þessum tveimur vikum var veiran búin að springa út og komin til Íslands. Svo kom samkomubann og ég einhvern veginn stökk á þetta verkefni hérna, að opna minn eigin stað,“ segir Gunnlaugur léttur. Hann segir að þegar á undirbúningi fyrir keppnina stóð fór Gunnlaugur að finna fyrir áhuga fólks að versla við hann veitingarnar sem hann sýndi á Instagram. Gulli kenndi Evu að reiða fram sítrónutart. „Þá kom upp sú hugmynd að opna minn eigin stað og ég hafði engan áhuga á því að selja þetta bara í gegnum netið. Ég vildi opna minn eigin stað. Ferlið er búið að vera mjög stutt og ég tók við leigusamningi á þessu húsnæði í mars og stuttu síðar voru tæki og tól komin inn. Mamma og pabbi hafa hjálpað mér mikið og ég verð að gefa þeim smá hrós. Ég og æskuvinur minn eigum reksturinn en hann býr erlendis og því er ég einn að framleiða vörurnar og þetta geta verið svolítið langir dagar.“ Hann opnaði sumardaginn fyrsta síðastliðinn. „Ég held ég hafi selt þrjú hundruð eftirrétti sumardaginn fyrsta og fullt af makkarónuöskjum. Þetta var hrikalega langur dagur. Ég ætla einbeita mér að þessu verkefni í bili og það er kannski skrýtið að segja að þetta hafi verið hárréttur tími, en fyrir mig persónulega var þetta rétti tíminn. Ég er ungur og ekki skuldbundinn neinu og því get ég eytt mjög miklum tíma í að koma þessu af stað.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Matur Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Kanónur í jólakósí Menning Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Gunnlaugur Arnar Ingason er 25 ára bakari og konditor sem opnaði nýverið veisluþjónustu í Hafnarfirði og sérhæfir sig í kökum og eftirréttum. Gunnlaugur var búsettur í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum mánuðum og það var ekki á planinu að flytja heim og hefja rekstur en veiran setti strik í reikninginn og hann var allt í einu orðinn atvinnulaus á Íslandi og ákvað að bjarga sér með því að opna veisluþjónustu sem slegið hefur í gegn. Í Ísland í dag í gærkvöldi heimsótti Eva Laufey Gulla og hann kenndi henni að búa til æðislegt sítrónutart. „Ég fékk boð um að taka þátt á heimsmeistaramótinu í kökugerð sem halda átti í mars í Tævan. Ég klára sveinsprófið mitt í Kaupmannahöfn í desember og kem heim í janúar til að undirbúa mig fyrir heimsmeistaramótið. Ég ætlaði að taka þriggja mánaða vinnutörn einungis til að undirbúa mig fyrir mótið. Svo gerist það að það kemur heimsfaraldur og keppninni er frestað fram á sumarið,“ segir Gunnlaugur. „Þá ætlaði ég bara að slaka á í tvær vikur og síðan finna mér einhverja vinnu. Svo á þessum tveimur vikum var veiran búin að springa út og komin til Íslands. Svo kom samkomubann og ég einhvern veginn stökk á þetta verkefni hérna, að opna minn eigin stað,“ segir Gunnlaugur léttur. Hann segir að þegar á undirbúningi fyrir keppnina stóð fór Gunnlaugur að finna fyrir áhuga fólks að versla við hann veitingarnar sem hann sýndi á Instagram. Gulli kenndi Evu að reiða fram sítrónutart. „Þá kom upp sú hugmynd að opna minn eigin stað og ég hafði engan áhuga á því að selja þetta bara í gegnum netið. Ég vildi opna minn eigin stað. Ferlið er búið að vera mjög stutt og ég tók við leigusamningi á þessu húsnæði í mars og stuttu síðar voru tæki og tól komin inn. Mamma og pabbi hafa hjálpað mér mikið og ég verð að gefa þeim smá hrós. Ég og æskuvinur minn eigum reksturinn en hann býr erlendis og því er ég einn að framleiða vörurnar og þetta geta verið svolítið langir dagar.“ Hann opnaði sumardaginn fyrsta síðastliðinn. „Ég held ég hafi selt þrjú hundruð eftirrétti sumardaginn fyrsta og fullt af makkarónuöskjum. Þetta var hrikalega langur dagur. Ég ætla einbeita mér að þessu verkefni í bili og það er kannski skrýtið að segja að þetta hafi verið hárréttur tími, en fyrir mig persónulega var þetta rétti tíminn. Ég er ungur og ekki skuldbundinn neinu og því get ég eytt mjög miklum tíma í að koma þessu af stað.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Matur Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Kanónur í jólakósí Menning Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira