„Þú verður að hlusta...“ Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 10. mars 2020 12:00 Verkalýðshreyfingin hefur verið mikið í fréttum síðustu misseri og ár og ekki að ástæðulausu. Árin eftir hrun var hreyfingin mikið gagnrýnd fyrir sambandsleysi, meðvirkni og ósýnileika þegar hvað harðast var sótt að launafólki og lífskjörum okkar. Gekk það svo langt að Alþýðusambandið skrapaði hinn landsfræga botn í trausti, samkvæmt mælingum viðhorfskannana, og kepptist við að verma þennan vafasama botn með Alþingi, fjármálakerfinu, lífeyrissjóðunum og Fjármálaeftirlitinu. Með miklum breytingum í forystu hreyfingarinnar síðustu ár hefur orðið breyting þar á. Í raun algjör viðsnúningur. Viðsnúningur í viðhorfi og trausti sem á sér ekki fordæmi því afar erfitt er að vinna það upp ef það á annað borð glatast. Alþýðusambandið og nokkur stærstu aðildarfélögin mælast nú meðal þeirra sem mesta traustið hafa í íslensku samfélagi. Hvað veldur gæti einhver spurt en því er auðsvarað. Grasrótin tók til sinna ráða og kaus sér nýja forystu í stærstu félögunum. Forystu sem lofaði að hlusta og breyta, taka baráttuna og stefnumótun til grasrótarinnar og skila henni ómengaðri í kröfugerðir félaganna. Og taka svo með sér inn á miðstjórnarborð Alþýðusambandsins, sem svaraði kallinu með því að endurnýja forsetateymi og miðstjórn ASÍ. Verkalýðshreyfingin fann svarið sem aðrar stofnanir samfélagsins hafa leitað að en ekki haft erindi sem erfiði. Svo brenglaðar og fjarstæðukenndar virðast hugmyndirnar til að endurvinna traust hafa verið að stofnaðar hafa verið sérstakar nefndir sem eiga að koma með tillögur eða jafnvel farið í sérstakar auglýsingaherferðir. Lausnin gæti hinsvegar ekki verið einfaldari. Að hlusta. Hlusta á fólkið. Að standa við það sem sagt er en gera ekki eitthvað allt annað. Að tala við fólkið en ekki til þess. Að ávinna sér traustið en ekki reyna að kaupa það með herferðum rétt fyrir kosningar. Gætu kjósendur gert það sama í næstu alþingiskosningum og félagsmönnum verkalýðshreyfingarinnar tókst að gera? Væri möguleiki að kjósa í burtu kjörna fulltrúa sem ítrekað hafa fengið tækifæri til að vinna fyrir fólkið en jafnharðan snúist gegn því þegar þröngir sérhagsmunahópar banka upp á? Munum við sjá slíkan valkost verða að veruleika? Samkvæmt könnunum er gríðarleg eftirspurn eftir slíku afli. Væri það ekki tilbreyting að fá raunverulega skjaldborg um heilbrigðiskerfið í stað skjaldborgar um fiskveiðistjórnunarkerfið og dekrið í kringum milljarðamæringana sem kerfið hefur alið af sér á kostnað grunnþjónustunar? Væri það ekki ljúf tilhugsun ef ríkisreknir eftirlitsaðilar eins og Fjármálaeftirlitið færu frekar í að rannsaka raunveruleg efnahagsbrot, skattaundanskot, aflandsfélög auðmanna og peningaþvætti tengdum sjávarútvegsfyrirtækjum og fjármálakerfinu í stað þess að ráðast á verkalýðsfélög sem hafa fengið upp í kok af spillingunni og meðvirkninni innan t.d. lífeyrissjóðakerfisins? Væri ekki nær að bæta starfsumhverfi og kjör þeirra verst settu í stað þess að byggja tugmilljarða glerhöll utan um Landsbankann, byggingu sem enginn vill eða bað um og byggja þess í stað íbúðarhúsnæði fyrir fjölskyldur um 800 til 1.000 barna sem búa við óviðunandi aðstæður í iðnaðarhúsnæðum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu? Væri ekki nær að byggja hagkvæmt íbúðarhúsnæði sem fólk hefur efni á að kaupa eða leigja í stað þúsunda lúxusíbúða og lúxushótelherbegja sem ekki virðist vera nokkur markaður fyrir? Erum við nokkuð gleymin á loforðin? Gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustan og skjaldborgin myndgerðust í að sjúklingar liggja á göngum eða inni á klósettum á meðan starfsfólk örmagnast undan álagi. Fólk hefur enn ekki efni á að veikjast á meðan haldnar eru rándýrar fullveldishátíðir og önnur boð sem engin bað um eða skilur. Það átti að bæta hag öryrkja, afnema skerðingar og það átti að stöðva rányrkju almannatryggingakerfisins á uppsöfnuðum lífeyri eldri borgara. En hvað fengum við? Í staðinn fengum við sérstakar hækkanir Kjararáðs til hálaunafólks og hækkun framlaga til stjórnmálaflokka sem aftur öskra á torgum til þeirra sem höllustum fæti standa um að gæta hófs í nafni heilags stöðugleika. Það átti að styrkja innviði en í staðinn er talað um vegatolla og lækkun veiðigjalda. Við áttum að sjá hvítbók um fjármálakerfið en fengum hvítþvott. Við sjáum niðurskurð til meðferðarstofnana á meðan met er slegið í gagnslitlum skýrslukaupum. Framúrkeyrsla, spilling og brengluð forgangsröðun virðist oft vera aðalsmerki stjórnsýslunnar og er alltof langt mál að taka fleiri dæmi þar um. Einhverjir hljóta að bera ábyrgð. Og ábyrgðin er ekki síst okkar sjálfra. Við erum löngu búin að fyrirgera þeim rétti að hafa ekki vitað betur þegar við treystum rótgrónum stjórnmálaflokkum enn einu sinni og enn eina ferðina til að taka hagsmuni okkar fram yfir þrönga sérhagsmuni. Öllu fögru var lofað en allt annað var gert, eins og venjulega. Hlustað rétt fyrir kosningar en ekkert þess á milli. Lífskjarasamningurinn var mjög afturhlaðinn samningur. Það þýðir að mestu kjarabæturnar hafa ekki enn komið fram en munu gera það á allra næstu mánuðum. Og ef stjórnmálin standa við sinn hluta er jafnvel bjart framundan á húsnæðismarkaði. Mikil varnarbarátta mun því einkenna næstu misseri. Varnarbarátta lífskjara og lífsgæða og þeirra mála sem við sömdum um. Næstu Alþingiskosningar munu reynast stóra prófið fyrir okkur sem samfélag. Útkoman mun endurspegla styrkleika okkar og umburðarlyndi gagnvart stöðunni. Á þingi Alþýðusambandsins þann 24. október 2008 voru í framboði til forseta Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri ASÍ og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, þáverandi varaforseti ASÍ og formaður Landssambands íslenzkra verzlunarmanna. Gylfi sigraði og var kjörinn forseti ASÍ. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir tók ósigrinum af stakri prúðmennsku en veitti nýkjörnum forseta heilræði sem við ættum öll að temja okkur í leik og starfi. Ingibjörg lést í október 2010 eftir 30 ára afar farsælt starf innan verkalýðshreyfingarinnar. Ég þekkti Ingibjörgu ekki mikið en við spjölluðum þó saman nokkrum sinnum. Heilræðið góða situr sem fastast en þó því hafi ekki verið beint til mín þá tek ég það til mín í öllu sem ég geri. „Þú verður að hlusta.“ Höfundur er formaður VR. Pistillinn birtist í VR blaðinu, 1. tbl. 2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfingin hefur verið mikið í fréttum síðustu misseri og ár og ekki að ástæðulausu. Árin eftir hrun var hreyfingin mikið gagnrýnd fyrir sambandsleysi, meðvirkni og ósýnileika þegar hvað harðast var sótt að launafólki og lífskjörum okkar. Gekk það svo langt að Alþýðusambandið skrapaði hinn landsfræga botn í trausti, samkvæmt mælingum viðhorfskannana, og kepptist við að verma þennan vafasama botn með Alþingi, fjármálakerfinu, lífeyrissjóðunum og Fjármálaeftirlitinu. Með miklum breytingum í forystu hreyfingarinnar síðustu ár hefur orðið breyting þar á. Í raun algjör viðsnúningur. Viðsnúningur í viðhorfi og trausti sem á sér ekki fordæmi því afar erfitt er að vinna það upp ef það á annað borð glatast. Alþýðusambandið og nokkur stærstu aðildarfélögin mælast nú meðal þeirra sem mesta traustið hafa í íslensku samfélagi. Hvað veldur gæti einhver spurt en því er auðsvarað. Grasrótin tók til sinna ráða og kaus sér nýja forystu í stærstu félögunum. Forystu sem lofaði að hlusta og breyta, taka baráttuna og stefnumótun til grasrótarinnar og skila henni ómengaðri í kröfugerðir félaganna. Og taka svo með sér inn á miðstjórnarborð Alþýðusambandsins, sem svaraði kallinu með því að endurnýja forsetateymi og miðstjórn ASÍ. Verkalýðshreyfingin fann svarið sem aðrar stofnanir samfélagsins hafa leitað að en ekki haft erindi sem erfiði. Svo brenglaðar og fjarstæðukenndar virðast hugmyndirnar til að endurvinna traust hafa verið að stofnaðar hafa verið sérstakar nefndir sem eiga að koma með tillögur eða jafnvel farið í sérstakar auglýsingaherferðir. Lausnin gæti hinsvegar ekki verið einfaldari. Að hlusta. Hlusta á fólkið. Að standa við það sem sagt er en gera ekki eitthvað allt annað. Að tala við fólkið en ekki til þess. Að ávinna sér traustið en ekki reyna að kaupa það með herferðum rétt fyrir kosningar. Gætu kjósendur gert það sama í næstu alþingiskosningum og félagsmönnum verkalýðshreyfingarinnar tókst að gera? Væri möguleiki að kjósa í burtu kjörna fulltrúa sem ítrekað hafa fengið tækifæri til að vinna fyrir fólkið en jafnharðan snúist gegn því þegar þröngir sérhagsmunahópar banka upp á? Munum við sjá slíkan valkost verða að veruleika? Samkvæmt könnunum er gríðarleg eftirspurn eftir slíku afli. Væri það ekki tilbreyting að fá raunverulega skjaldborg um heilbrigðiskerfið í stað skjaldborgar um fiskveiðistjórnunarkerfið og dekrið í kringum milljarðamæringana sem kerfið hefur alið af sér á kostnað grunnþjónustunar? Væri það ekki ljúf tilhugsun ef ríkisreknir eftirlitsaðilar eins og Fjármálaeftirlitið færu frekar í að rannsaka raunveruleg efnahagsbrot, skattaundanskot, aflandsfélög auðmanna og peningaþvætti tengdum sjávarútvegsfyrirtækjum og fjármálakerfinu í stað þess að ráðast á verkalýðsfélög sem hafa fengið upp í kok af spillingunni og meðvirkninni innan t.d. lífeyrissjóðakerfisins? Væri ekki nær að bæta starfsumhverfi og kjör þeirra verst settu í stað þess að byggja tugmilljarða glerhöll utan um Landsbankann, byggingu sem enginn vill eða bað um og byggja þess í stað íbúðarhúsnæði fyrir fjölskyldur um 800 til 1.000 barna sem búa við óviðunandi aðstæður í iðnaðarhúsnæðum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu? Væri ekki nær að byggja hagkvæmt íbúðarhúsnæði sem fólk hefur efni á að kaupa eða leigja í stað þúsunda lúxusíbúða og lúxushótelherbegja sem ekki virðist vera nokkur markaður fyrir? Erum við nokkuð gleymin á loforðin? Gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustan og skjaldborgin myndgerðust í að sjúklingar liggja á göngum eða inni á klósettum á meðan starfsfólk örmagnast undan álagi. Fólk hefur enn ekki efni á að veikjast á meðan haldnar eru rándýrar fullveldishátíðir og önnur boð sem engin bað um eða skilur. Það átti að bæta hag öryrkja, afnema skerðingar og það átti að stöðva rányrkju almannatryggingakerfisins á uppsöfnuðum lífeyri eldri borgara. En hvað fengum við? Í staðinn fengum við sérstakar hækkanir Kjararáðs til hálaunafólks og hækkun framlaga til stjórnmálaflokka sem aftur öskra á torgum til þeirra sem höllustum fæti standa um að gæta hófs í nafni heilags stöðugleika. Það átti að styrkja innviði en í staðinn er talað um vegatolla og lækkun veiðigjalda. Við áttum að sjá hvítbók um fjármálakerfið en fengum hvítþvott. Við sjáum niðurskurð til meðferðarstofnana á meðan met er slegið í gagnslitlum skýrslukaupum. Framúrkeyrsla, spilling og brengluð forgangsröðun virðist oft vera aðalsmerki stjórnsýslunnar og er alltof langt mál að taka fleiri dæmi þar um. Einhverjir hljóta að bera ábyrgð. Og ábyrgðin er ekki síst okkar sjálfra. Við erum löngu búin að fyrirgera þeim rétti að hafa ekki vitað betur þegar við treystum rótgrónum stjórnmálaflokkum enn einu sinni og enn eina ferðina til að taka hagsmuni okkar fram yfir þrönga sérhagsmuni. Öllu fögru var lofað en allt annað var gert, eins og venjulega. Hlustað rétt fyrir kosningar en ekkert þess á milli. Lífskjarasamningurinn var mjög afturhlaðinn samningur. Það þýðir að mestu kjarabæturnar hafa ekki enn komið fram en munu gera það á allra næstu mánuðum. Og ef stjórnmálin standa við sinn hluta er jafnvel bjart framundan á húsnæðismarkaði. Mikil varnarbarátta mun því einkenna næstu misseri. Varnarbarátta lífskjara og lífsgæða og þeirra mála sem við sömdum um. Næstu Alþingiskosningar munu reynast stóra prófið fyrir okkur sem samfélag. Útkoman mun endurspegla styrkleika okkar og umburðarlyndi gagnvart stöðunni. Á þingi Alþýðusambandsins þann 24. október 2008 voru í framboði til forseta Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri ASÍ og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, þáverandi varaforseti ASÍ og formaður Landssambands íslenzkra verzlunarmanna. Gylfi sigraði og var kjörinn forseti ASÍ. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir tók ósigrinum af stakri prúðmennsku en veitti nýkjörnum forseta heilræði sem við ættum öll að temja okkur í leik og starfi. Ingibjörg lést í október 2010 eftir 30 ára afar farsælt starf innan verkalýðshreyfingarinnar. Ég þekkti Ingibjörgu ekki mikið en við spjölluðum þó saman nokkrum sinnum. Heilræðið góða situr sem fastast en þó því hafi ekki verið beint til mín þá tek ég það til mín í öllu sem ég geri. „Þú verður að hlusta.“ Höfundur er formaður VR. Pistillinn birtist í VR blaðinu, 1. tbl. 2020.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar