Isavia fær sex milljarða króna lán Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2020 14:27 Íslenska ríkið hafði áður lagt Isavia til fjóra milljarða króna í hlutafé. Vísir/Vilhelm Evrópski fjárfestingabankinn hefur samþykkt lánaádrátt Isavia upp á 40 milljónir evra sem samsvarar um 6,3 milljörðum króna. Um er að ræða lokaádrátt vegna láns upp á 100 milljónir evra sem bankinn veitti félaginu árið 2018 til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli að því er segir í tilkynningu frá Isavia. Þessi fjármögnun kemur til viðbótar við fjóra milljarða króna sem íslenska ríkið hefur lagt félaginu til í aukið hlutafé en þeir fjármunir voru skilyrtir við ákveðin fjárfestingaverkefni á Keflavíkurflugvelli. Samtals hefur félagið því tryggt sér yfir 10 milljarða króna í nýja fjármögnun frá því að flug til og frá Íslandi svo til lagðist af vegna Covid-19 faraldursins. „Það er ánægjulegt að sjá Evrópska fjárfestingabankann koma með þessum hætti að fjármögnun áframhaldandi uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli á þessum óvissutímum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. „Þessi ákvörðun bankans sýnir vilja hans í verki til að koma með myndarlegum hætti að verkefnum sem styðja beint við endurreisn hagkerfisins“. „Það er okkur verulega mikilvægt að hafa náð þessu samkomulagi við bankann, sérstaklega í ljósi afar þröngrar stöðu í okkar umhverfi. Við höfum síðustu vikur og mánuði leitað allra leiða til að tryggja aðgang að fjármagni með það að markmiði að styðja við umsvif Isavia þar til sjóðsstreymi félagsins verður jákvætt á ný,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. „Óvissan er engu að síður enn þá veruleg en þessi ákvörðun bankans gerir okkur kleift að halda verkefnum okkar gangandi enn um sinn og veitir okkur þannig mikilvægt svigrúm til áframhaldandi umsvifa.“ Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Evrópski fjárfestingabankinn hefur samþykkt lánaádrátt Isavia upp á 40 milljónir evra sem samsvarar um 6,3 milljörðum króna. Um er að ræða lokaádrátt vegna láns upp á 100 milljónir evra sem bankinn veitti félaginu árið 2018 til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli að því er segir í tilkynningu frá Isavia. Þessi fjármögnun kemur til viðbótar við fjóra milljarða króna sem íslenska ríkið hefur lagt félaginu til í aukið hlutafé en þeir fjármunir voru skilyrtir við ákveðin fjárfestingaverkefni á Keflavíkurflugvelli. Samtals hefur félagið því tryggt sér yfir 10 milljarða króna í nýja fjármögnun frá því að flug til og frá Íslandi svo til lagðist af vegna Covid-19 faraldursins. „Það er ánægjulegt að sjá Evrópska fjárfestingabankann koma með þessum hætti að fjármögnun áframhaldandi uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli á þessum óvissutímum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. „Þessi ákvörðun bankans sýnir vilja hans í verki til að koma með myndarlegum hætti að verkefnum sem styðja beint við endurreisn hagkerfisins“. „Það er okkur verulega mikilvægt að hafa náð þessu samkomulagi við bankann, sérstaklega í ljósi afar þröngrar stöðu í okkar umhverfi. Við höfum síðustu vikur og mánuði leitað allra leiða til að tryggja aðgang að fjármagni með það að markmiði að styðja við umsvif Isavia þar til sjóðsstreymi félagsins verður jákvætt á ný,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. „Óvissan er engu að síður enn þá veruleg en þessi ákvörðun bankans gerir okkur kleift að halda verkefnum okkar gangandi enn um sinn og veitir okkur þannig mikilvægt svigrúm til áframhaldandi umsvifa.“
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira